Gaetz ekki ákærður vegna mansals Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2023 11:33 Matt Gaetz á göngum þinghússins í Washington DC. AP/Jacquelyn Martin Matt Gaetz, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segist hafa fengið staðfestingu þess að hann verði ekki ákærður af saksóknurum sem höfðu hann til rannsóknar vegna mansals. Gaetz er umdeildur þingmaður og ötull stuðningsmaður Donalds Trumps. Í yfirlýsingu sem Gaetz birti á þingvef sínum sagði að lögmenn hans hefðu fengið staðfest frá Dómsmálaráðuneytinu að hann yrði ekki ákærður. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur talsmaður ráðuneytisins ekki viljað staðfesta það. Gaetz og þáverandi pólitískur bandamaður hans, Joel Greenberg, voru grunaðir um að greiða ungum konum og vændiskonum peninga eða gefa þeim gjafir í skiptum fyrir kynlíf. Greenberg sagði í skjali þar sem hann gekkst við sekt að hann hefði greitt konum og í einu tilfelli stúlku undir lögaldri fyrir að hafa mök við hann sjálfan og aðra menn. Greenberg var dæmdur til ellefu ára fangelsisvistar, fyrir ýmsa glæpi. Sjá einnig: Vinur Gaetz ætlar að játa og starfa með saksóknurum Rannsóknin gegn Gaetz sneri meðal annars að ferð hans og Jason Priozzolo til Bahamaeyja. Þeir tóku hóp kvenna með sér og var til rannsóknar hvort þeir hefðu greitt konunum fyrir kynlíf. Einnig sneri rannsóknin að því hvort Gaetz hefði reynt að útvega konum sem hann sængaði hjá opinber störf. Gaetz var einn þeirra þingmanna Repúblikanaflokksins sem stóðu í vegi Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins, þegar hann sóttist eftir því að verða forseti fulltrúadeildarinnar. McCarthy tókst ætlunarverk sitt eftir fimmtán atkvæðagreiðslur og eftir miklar viðræður við Gaetz og aðra þingmenn, sem hann færði aukin völd í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók til rannsóknar árið 2021 ásaknir um að Gaetz hefði sýnd myndir af nöktum konum í þingsal. Bandaríkin Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Gaetz birti á þingvef sínum sagði að lögmenn hans hefðu fengið staðfest frá Dómsmálaráðuneytinu að hann yrði ekki ákærður. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur talsmaður ráðuneytisins ekki viljað staðfesta það. Gaetz og þáverandi pólitískur bandamaður hans, Joel Greenberg, voru grunaðir um að greiða ungum konum og vændiskonum peninga eða gefa þeim gjafir í skiptum fyrir kynlíf. Greenberg sagði í skjali þar sem hann gekkst við sekt að hann hefði greitt konum og í einu tilfelli stúlku undir lögaldri fyrir að hafa mök við hann sjálfan og aðra menn. Greenberg var dæmdur til ellefu ára fangelsisvistar, fyrir ýmsa glæpi. Sjá einnig: Vinur Gaetz ætlar að játa og starfa með saksóknurum Rannsóknin gegn Gaetz sneri meðal annars að ferð hans og Jason Priozzolo til Bahamaeyja. Þeir tóku hóp kvenna með sér og var til rannsóknar hvort þeir hefðu greitt konunum fyrir kynlíf. Einnig sneri rannsóknin að því hvort Gaetz hefði reynt að útvega konum sem hann sængaði hjá opinber störf. Gaetz var einn þeirra þingmanna Repúblikanaflokksins sem stóðu í vegi Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins, þegar hann sóttist eftir því að verða forseti fulltrúadeildarinnar. McCarthy tókst ætlunarverk sitt eftir fimmtán atkvæðagreiðslur og eftir miklar viðræður við Gaetz og aðra þingmenn, sem hann færði aukin völd í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók til rannsóknar árið 2021 ásaknir um að Gaetz hefði sýnd myndir af nöktum konum í þingsal.
Bandaríkin Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira