Karólína Lea: Það var ömurlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 10:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir síðasta landsleik sinn sem var á móti Frakklandi í júlí í fyrra. Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er mætt á ný í íslenska kvennalandsliðið og mun í dag spila sinn fyrsta leik með íslenska landsliðinu síðan á Evrópumótinu síðasta sumar. „Tilfinningin er bara geggjuð. Ekkert smá gaman að vera komin aftur loksins. Það er svo gaman að hitta stelpurnar og vera komin í þetta umhverfi sem manni líður svo rosalega vel í. Bara mjög jákvætt,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í samtali við KSÍ TV. Karólína Lea var meidd seinni hluta ársins í fyrra og missti þar af leiðandi af mikilvægum landsleikjum. Hversu erfitt var það? „Það var ömurlegt og sérstaklega þegar þessir leikir voru í gangi. Endurhæfingin var að ganga upp og niður og það var því mjög erfitt að vera fyrir utan en ég svo sem treysti þeim alveg fyrir þessu. Það bara gekk ekki í þetta skiptið,“ sagði Karólína Lea. KSÍ TV ræddi við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir æfingu dagsins hér á Spáni. Ísland - Skotland í beinni útsendingu á KSÍ TV á morgun, miðvikudag, kl. 14:00.#dottir pic.twitter.com/elDmDNZPSW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2023 „Vonandi notum við þessa glugga sem eru að koma núna til að verða betra lið,“ sagði Karólína. Hún fór ekki í aðgerð vegna meiðslanna en þurfti að ganga í gegnum stranga endurhæfingu. „Ég var sett svona á núllpunkt og var alveg frá í tvær vikur eins og ég hefði farið í aðgerð. Svo var byrjað að byggja mig upp skref fyrir skref. Þetta tók einhverja fjóra mánuði sirka þannig að ég ætti að vera orðin góð núna,“ sagði Karólína en er hún orðin hundrað prósent. „Já ég er að komast nær og nær því. Þetta gekk bara mjög vel og ég náði einum leik fyrir áramót. Ég er síðan að komast meira og meira inn í þetta og ná mínu besta formi aftur,“ sagði Karólína. Fyrsti leikur íslenska liðsins á Pinatar mótinu er í dag. Hvernig leggst hann í Karólínu. „Bara mjög vel. Skotland er með hörku lið og ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Karólína. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
„Tilfinningin er bara geggjuð. Ekkert smá gaman að vera komin aftur loksins. Það er svo gaman að hitta stelpurnar og vera komin í þetta umhverfi sem manni líður svo rosalega vel í. Bara mjög jákvætt,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í samtali við KSÍ TV. Karólína Lea var meidd seinni hluta ársins í fyrra og missti þar af leiðandi af mikilvægum landsleikjum. Hversu erfitt var það? „Það var ömurlegt og sérstaklega þegar þessir leikir voru í gangi. Endurhæfingin var að ganga upp og niður og það var því mjög erfitt að vera fyrir utan en ég svo sem treysti þeim alveg fyrir þessu. Það bara gekk ekki í þetta skiptið,“ sagði Karólína Lea. KSÍ TV ræddi við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir æfingu dagsins hér á Spáni. Ísland - Skotland í beinni útsendingu á KSÍ TV á morgun, miðvikudag, kl. 14:00.#dottir pic.twitter.com/elDmDNZPSW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2023 „Vonandi notum við þessa glugga sem eru að koma núna til að verða betra lið,“ sagði Karólína. Hún fór ekki í aðgerð vegna meiðslanna en þurfti að ganga í gegnum stranga endurhæfingu. „Ég var sett svona á núllpunkt og var alveg frá í tvær vikur eins og ég hefði farið í aðgerð. Svo var byrjað að byggja mig upp skref fyrir skref. Þetta tók einhverja fjóra mánuði sirka þannig að ég ætti að vera orðin góð núna,“ sagði Karólína en er hún orðin hundrað prósent. „Já ég er að komast nær og nær því. Þetta gekk bara mjög vel og ég náði einum leik fyrir áramót. Ég er síðan að komast meira og meira inn í þetta og ná mínu besta formi aftur,“ sagði Karólína. Fyrsti leikur íslenska liðsins á Pinatar mótinu er í dag. Hvernig leggst hann í Karólínu. „Bara mjög vel. Skotland er með hörku lið og ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Karólína.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira