Björgvin Páll: Stuðningurinn hélt okkur á tánum og gerði útslagið Andri Már Eggertsson skrifar 14. febrúar 2023 22:00 Björgvin Páll Gústavsson var afar ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var frábær í stórkostlegum sex marka sigri Vals 35-29. Björgvin Páll fékk skurð á hendina í síðasta leik en það kom ekki niður á hans leik þar sem hann varði 13 skot og skoraði 2 mörk. „Mér er ekki illt núna en það kemur örugglega á eftir. Þetta gekk frábærlega upp hjá okkur. Ég var í smá brasi með hægra hornið hjá þeim en þessi geðveiki sem fór í gang í vörninni hjá okkur var ólýsanleg,“ sagði Björgvin Páll ánægður með sigurinn. Ramiro Martinez fór á kostum og skoraði átta mörk. Hann klikkaði ekki á skoti þar til hann var tekinn af velli og kom aftur inn á sem var kærkomið fyrir Björgvin. „Á meðan það var bara einn leikmaður að skora þá var þetta í lagi þar sem við héldum öðrum niðri. Þeir spiluðu vel einum fleiri og ég hefði viljað verja fleiri bolta í fyrri hálfleik. Vörnin kom mér í gang og auðveldaði mér lífið og þá fór ég að verja sem skilaði auðveldum mörkum.“ Benidorm spilaði einum fleiri í sókn nánast allan leikinn sem Valur nýttir sér ansi oft með auðveldum mörkum í tómt markið. „Við vorum hálfu skrefi framar og vinnusemin var upp á tíu. Að vera að spila tvo leiki í viku og fá svona vinnusemi er ólýsanlegt.“ Björgvin hrósaði stuðningum sem Valur fékk og að hans mati gerði það útslagið og skilaði sex marka sigri. „Höllin gerði útslagið og að fá stuðninginn þegar við vorum í veseni þá hélt stúkan okkur á tánum og þegar við skoruðum tvö, þrjú mörk yfir allan völlinn fór allt í háaloft. Að fá svona stuðning á heimavelli í Evrópukeppnni er gæsahúðar augnablik.“ „Ef maður horfir upp í stúkuna okkar þá sér maður strætóskýlið og heyrir söngva. Síðan horfir maður bakvið mörkin og þá eru leikmenn í hinum liðunum að klappa fyrir okkur líka og það gefur manni mikla orku að vita að við séum í þessu saman sem er frábært. Ég þakka fyrir allan stuðninginn hvort sem það sé frá Völsurum eða einhverjum öðrum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
„Mér er ekki illt núna en það kemur örugglega á eftir. Þetta gekk frábærlega upp hjá okkur. Ég var í smá brasi með hægra hornið hjá þeim en þessi geðveiki sem fór í gang í vörninni hjá okkur var ólýsanleg,“ sagði Björgvin Páll ánægður með sigurinn. Ramiro Martinez fór á kostum og skoraði átta mörk. Hann klikkaði ekki á skoti þar til hann var tekinn af velli og kom aftur inn á sem var kærkomið fyrir Björgvin. „Á meðan það var bara einn leikmaður að skora þá var þetta í lagi þar sem við héldum öðrum niðri. Þeir spiluðu vel einum fleiri og ég hefði viljað verja fleiri bolta í fyrri hálfleik. Vörnin kom mér í gang og auðveldaði mér lífið og þá fór ég að verja sem skilaði auðveldum mörkum.“ Benidorm spilaði einum fleiri í sókn nánast allan leikinn sem Valur nýttir sér ansi oft með auðveldum mörkum í tómt markið. „Við vorum hálfu skrefi framar og vinnusemin var upp á tíu. Að vera að spila tvo leiki í viku og fá svona vinnusemi er ólýsanlegt.“ Björgvin hrósaði stuðningum sem Valur fékk og að hans mati gerði það útslagið og skilaði sex marka sigri. „Höllin gerði útslagið og að fá stuðninginn þegar við vorum í veseni þá hélt stúkan okkur á tánum og þegar við skoruðum tvö, þrjú mörk yfir allan völlinn fór allt í háaloft. Að fá svona stuðning á heimavelli í Evrópukeppnni er gæsahúðar augnablik.“ „Ef maður horfir upp í stúkuna okkar þá sér maður strætóskýlið og heyrir söngva. Síðan horfir maður bakvið mörkin og þá eru leikmenn í hinum liðunum að klappa fyrir okkur líka og það gefur manni mikla orku að vita að við séum í þessu saman sem er frábært. Ég þakka fyrir allan stuðninginn hvort sem það sé frá Völsurum eða einhverjum öðrum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira