Björgvin Páll: Stuðningurinn hélt okkur á tánum og gerði útslagið Andri Már Eggertsson skrifar 14. febrúar 2023 22:00 Björgvin Páll Gústavsson var afar ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var frábær í stórkostlegum sex marka sigri Vals 35-29. Björgvin Páll fékk skurð á hendina í síðasta leik en það kom ekki niður á hans leik þar sem hann varði 13 skot og skoraði 2 mörk. „Mér er ekki illt núna en það kemur örugglega á eftir. Þetta gekk frábærlega upp hjá okkur. Ég var í smá brasi með hægra hornið hjá þeim en þessi geðveiki sem fór í gang í vörninni hjá okkur var ólýsanleg,“ sagði Björgvin Páll ánægður með sigurinn. Ramiro Martinez fór á kostum og skoraði átta mörk. Hann klikkaði ekki á skoti þar til hann var tekinn af velli og kom aftur inn á sem var kærkomið fyrir Björgvin. „Á meðan það var bara einn leikmaður að skora þá var þetta í lagi þar sem við héldum öðrum niðri. Þeir spiluðu vel einum fleiri og ég hefði viljað verja fleiri bolta í fyrri hálfleik. Vörnin kom mér í gang og auðveldaði mér lífið og þá fór ég að verja sem skilaði auðveldum mörkum.“ Benidorm spilaði einum fleiri í sókn nánast allan leikinn sem Valur nýttir sér ansi oft með auðveldum mörkum í tómt markið. „Við vorum hálfu skrefi framar og vinnusemin var upp á tíu. Að vera að spila tvo leiki í viku og fá svona vinnusemi er ólýsanlegt.“ Björgvin hrósaði stuðningum sem Valur fékk og að hans mati gerði það útslagið og skilaði sex marka sigri. „Höllin gerði útslagið og að fá stuðninginn þegar við vorum í veseni þá hélt stúkan okkur á tánum og þegar við skoruðum tvö, þrjú mörk yfir allan völlinn fór allt í háaloft. Að fá svona stuðning á heimavelli í Evrópukeppnni er gæsahúðar augnablik.“ „Ef maður horfir upp í stúkuna okkar þá sér maður strætóskýlið og heyrir söngva. Síðan horfir maður bakvið mörkin og þá eru leikmenn í hinum liðunum að klappa fyrir okkur líka og það gefur manni mikla orku að vita að við séum í þessu saman sem er frábært. Ég þakka fyrir allan stuðninginn hvort sem það sé frá Völsurum eða einhverjum öðrum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
„Mér er ekki illt núna en það kemur örugglega á eftir. Þetta gekk frábærlega upp hjá okkur. Ég var í smá brasi með hægra hornið hjá þeim en þessi geðveiki sem fór í gang í vörninni hjá okkur var ólýsanleg,“ sagði Björgvin Páll ánægður með sigurinn. Ramiro Martinez fór á kostum og skoraði átta mörk. Hann klikkaði ekki á skoti þar til hann var tekinn af velli og kom aftur inn á sem var kærkomið fyrir Björgvin. „Á meðan það var bara einn leikmaður að skora þá var þetta í lagi þar sem við héldum öðrum niðri. Þeir spiluðu vel einum fleiri og ég hefði viljað verja fleiri bolta í fyrri hálfleik. Vörnin kom mér í gang og auðveldaði mér lífið og þá fór ég að verja sem skilaði auðveldum mörkum.“ Benidorm spilaði einum fleiri í sókn nánast allan leikinn sem Valur nýttir sér ansi oft með auðveldum mörkum í tómt markið. „Við vorum hálfu skrefi framar og vinnusemin var upp á tíu. Að vera að spila tvo leiki í viku og fá svona vinnusemi er ólýsanlegt.“ Björgvin hrósaði stuðningum sem Valur fékk og að hans mati gerði það útslagið og skilaði sex marka sigri. „Höllin gerði útslagið og að fá stuðninginn þegar við vorum í veseni þá hélt stúkan okkur á tánum og þegar við skoruðum tvö, þrjú mörk yfir allan völlinn fór allt í háaloft. Að fá svona stuðning á heimavelli í Evrópukeppnni er gæsahúðar augnablik.“ „Ef maður horfir upp í stúkuna okkar þá sér maður strætóskýlið og heyrir söngva. Síðan horfir maður bakvið mörkin og þá eru leikmenn í hinum liðunum að klappa fyrir okkur líka og það gefur manni mikla orku að vita að við séum í þessu saman sem er frábært. Ég þakka fyrir allan stuðninginn hvort sem það sé frá Völsurum eða einhverjum öðrum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki