Fjölmenn mótmæli í Ísrael: „Þau heyra og þau eru hrædd“ Máni Snær Þorláksson skrifar 14. febrúar 2023 00:09 Mikill fjöldi fólks kom saman og mótmælti í Jerúsalem í dag. Getty/Amir Levy Tugþúsundir Ísraelsmanna mótmæltu á götum Jerúsalem í gær vegna fyrirhugaðra breytinga á réttarkerfi landsins. Breytingarnar hafa verið harðlega gagnrýndar, sérstaklega þar sem þær eru kynntar í skugga réttarhalda yfir forsætisráðherra landsins sem grunaður er um spillingu. Umræddar breytingar myndu gera þinginu kleift að ógilda ákvarðanir hæstaréttar með einföldum meirihluta í atkvæðagreiðslu. Þá myndi ríkisstjórnin hafa frjálsar hendur til að setja hvaða lög sem er án þess að Hæstiréttur leggi mat á þau með fullnægjandi hætti. Stærstu mótmælin í áraraðir Samkvæmt AP eru mótmælin í gær þau stærstu sem hafa átt sér stað í ísraelsku höfuðborginni í áraraðir. Í kringum hundrað þúsund mótmælendur söfnuðust saman í nágrenni við ísraelska þingið, Knesset, með mótmælaskilti og ísraelska fána. „Þau láta eins og þau heyra ekki. Þau láta eins og þau séu ekki hrædd. En þau heyra og þau eru hrædd,“ kallaði Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi eins af ísraelsku miðjuflokkunum, yfir mótmælendur í dag. Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.Getty/Amir Levy Lapid var helsti andstæðingur Netanjahú í síðustu þingkosningum landsins sem fram fóru í nóvember í fyrra. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna mættu yfir 100 þúsund manns á þau. Mikil læti voru í hópnum sem söng, flautaði og öskraði. Kallað var eftir lýðræði og ráðamönnum sagt að skammast sín. „Ísrael verður ekki einræðisríki!“ mátti til dæmis heyra mótmælendur öskra í kór. More than 100K Israelis demonstrated today in front of the Knesset in Jerusalem against Netanyahu's plan to weaken the Supreme Court & other Democratic institutions. The government still refuses to accept President Herzog's proposal and suspend the legislation (Video: Yair Palti) pic.twitter.com/TtAxdubvA0— Barak Ravid (@BarakRavid) February 13, 2023 Ísrael Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Umræddar breytingar myndu gera þinginu kleift að ógilda ákvarðanir hæstaréttar með einföldum meirihluta í atkvæðagreiðslu. Þá myndi ríkisstjórnin hafa frjálsar hendur til að setja hvaða lög sem er án þess að Hæstiréttur leggi mat á þau með fullnægjandi hætti. Stærstu mótmælin í áraraðir Samkvæmt AP eru mótmælin í gær þau stærstu sem hafa átt sér stað í ísraelsku höfuðborginni í áraraðir. Í kringum hundrað þúsund mótmælendur söfnuðust saman í nágrenni við ísraelska þingið, Knesset, með mótmælaskilti og ísraelska fána. „Þau láta eins og þau heyra ekki. Þau láta eins og þau séu ekki hrædd. En þau heyra og þau eru hrædd,“ kallaði Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi eins af ísraelsku miðjuflokkunum, yfir mótmælendur í dag. Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.Getty/Amir Levy Lapid var helsti andstæðingur Netanjahú í síðustu þingkosningum landsins sem fram fóru í nóvember í fyrra. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna mættu yfir 100 þúsund manns á þau. Mikil læti voru í hópnum sem söng, flautaði og öskraði. Kallað var eftir lýðræði og ráðamönnum sagt að skammast sín. „Ísrael verður ekki einræðisríki!“ mátti til dæmis heyra mótmælendur öskra í kór. More than 100K Israelis demonstrated today in front of the Knesset in Jerusalem against Netanyahu's plan to weaken the Supreme Court & other Democratic institutions. The government still refuses to accept President Herzog's proposal and suspend the legislation (Video: Yair Palti) pic.twitter.com/TtAxdubvA0— Barak Ravid (@BarakRavid) February 13, 2023
Ísrael Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira