Í hugleiðingum veðurfræðings segir að hiti verði víða á bilinu fimm til tíu stig. Það styttir upp að mestu vestantil undir kvöld.
Gular viðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Miðhálendi í dag. Viðvaranirnar tóku gildi í nótt og gilda fram til klukkan 16 á Breiðafjarðarsvæðinu, til klukkan 17 á Vestfjörðum og Ströndum og klukkan 21 á Miðhálendinu, Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi.

Veðurstofan hefur sömuleiðis varað verið aukinni hættu á krapaflóðum og skriðum í dag og á morgun á sunnan-, suðaustan- og vestanverðu vegna úrkomunnar.
„Lægir í nótt, suðvestanátt á morgun, víða 5-13 og dálítil él, en lengst af þurrt norðaustantil. Kólnar, hiti 0 til 6 stig, mildast suðaustanlands.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Skúrir og síðar él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost um kvöldið.
Á miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt 5-13 og dálítil snjókoma eða él, en hægari og úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti um eða undir frostmarki.
Á fimmtudag: Snýst í norðlæga átt með éljum norðanlands, en léttir til sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.
Á föstudag: Vestlæg átt og él um landið vestanvert, en léttskýjað suðaustanlands. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag: Breytileg átt, víða þurrt og frost um mest allt land.
Á sunnudag: Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með vætu og hlýnandi veðri.