Hatayspor var fyrri til að hætta við þátttöku í deildinni en Gaziantep bættist í hópinn um helgina.
Gaziantep var í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig í 22 leikjum en Hatayspor var í þrettánda sæti með 23 stig í 21 leik.
Hatayspor ve Gaziantep FK'dan Türkiye Futbol Federasyonu'na talep!https://t.co/ZMCU7rWrr2
— Ayk r (@aykiricomtr) February 9, 2023
Christian Atsu, ganverski leikmaður Hatayspor liðsins, er enn týndur sem og íþróttastjóri félagsins Taner Savut. Varaforseti Hatayspor tilkynnti heiminum að Atsu hefði fundist og verið fluttur á sjúkrahús en seinna kom í ljós að það var ekki rétt.
Gaziantep FK tók sér aðeins lengri tíma í að meta stöðuna en það félag kemur frá svæðinu sem varð hvað verst úti í jarðskjálftunum.
Félagið tilkynnti um helgina að það væri ómögulegt að halda keppni áfram undir þessum erfiðu kringumstæðum. Stjórn félagsins ákvað því að draga liðið úr keppni í bæði deild og bikar.
Heimavöllur Gaziantep FK hefur meðal annars verið notaður undir tjöld fyrir þá sem hafa misst heimili sín í jarðskjálftanum.
Hatayspor ve Gaziantep FK'den ortak talephttps://t.co/PvUk8r4vXl pic.twitter.com/Nv73aqEjyf
— gazetekap (@gztkapi) February 8, 2023
Nítján lið voru í deildinni en tyrkneska knattspyrnusambandið gaf það út að ætlunin væri að klára tímabilið með sautján liðum.
Fleiri lið hafa dregið lið sín úr keppni þar á meðal B-deildarliðin Yeni Malatyaspor og Adanaspor.
Að minnsta kosti 33 þúsund manns fórust eftir tvo öfluga jarðskjálfta í suðaustur Tyrklandi fyrir viku síðan en það er óttast að sú tala geti hækkað mikið. Jarðskjálftarnir voru upp á 7,7 og 7,6 og höfðu upptök í Kahramanmaras sýslu. Björgunarstörf standa enn yfir en eyðileggingin er mjög mikil.