Frakkar vilja ekki hækka eftirlaunaaldurinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. febrúar 2023 16:31 Frá fjöldamótmælum í Toulouse í gær. Alain Pitton/Getty Images Forseti Frakklands er ákveðinn í að hækka eftirlaunaaldur Frakka úr 62 árum í 64. 70% þjóðarinnar er andsnúinn þeim áformum og komið hefur til harðra mótmæla. Hækkun eftirlaunaaldursins gæti styrkt stöðu franskra þjóðernissinna. „Við þurfum að vinna meira,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands í áramótaávarpi sínu og gaf þar með tóninn fyrir hið nýja ár. Hann hefur ætlað sér, síðan hann var kjörinn forseti, fyrir sex árum, að hækka eftirlaunaaldurinn í Frakklandi, þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform. Macron og þjóðin ganga ekki í takt Hún hefur endurspeglast með skýrum hætti í tvígang nú í byrjun árs þegar mótmælendur hafa þyrpst út á götur og torg og mótmælt þessum áformum. Macron vill hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. Skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er andsnúið þessum áformum. Eldra fólk er litið hornauga á vinnumarkaðnum Rót vandans má rekja til ársins 1981, þegar Mitterand, þáverandi forseti Frakklands, lækkaði eftirlaunaaldurinn niður í 60 ár, í örvæntingarfullri viðleitni til að draga úr miklu atvinnuleysi. Aðgerð sem var algerlega glórulaus, segja flestir hagfræðingar. Afleiðingarnar hafa m.a. verið að eldra fólk er í meira mæli litið hornauga á vinnumarkaðnum, og atvinnuþátttaka fólks yfir 55 ára er t.a.m. aðeins 56% í Frakklandi, en í nágrannalandinu Þýskalandi er hún 72% fyrir sama aldurshóp. Margt eldra fólk er því á lágum atvinnuleysisbótum í nokkur ár áður en það kemst á eftirlaun og það óttast að hækkun eftirlaunaaldursins lengi aðeins þá úlfakreppu. Frá fjöldamótmælum í París í gær.Samuel Boivin/Getty Images Eldra fólki fjölgar og yngra fólki fækkar Vandinn er tvíþættur má segja; annars vegar fjölgar fólki í hópi eldri borgara mikið á meðan það fækkar í yngri kynslóðunum og hins vegar þá lifir fólk miklu lengur nú en áður. Fyrir 70 árum lést fólk yfirleitt nokkrum árum eftir að það komst á eftirlaun, en nú má gera ráð fyrir að það lifi góðu lífi í allt að 30 ár sem eftirlaunaþegar. Og það kostar. Þjóðernissinnar gætu hagnast á breytingunni Macron virðist ákveðinn í að trompa þessar breytingar í gegn. Honum getur jú staðið á sama um vinsældir eða óvinsældir, forsetatíð hans lýkur eftir fjögur ár. Hins vegar benda fréttaskýrendur á að slíkar breytingar gætu orðið vatn á myllu þjóðernissinna. Marine Le Pen gæti hæglega lofað því að lækka eftirlaunaaldurinn að nýju í næstu forsetakosningum og þá er næsta víst að fylgi hennar myndi rjúka upp. Frakkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
„Við þurfum að vinna meira,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands í áramótaávarpi sínu og gaf þar með tóninn fyrir hið nýja ár. Hann hefur ætlað sér, síðan hann var kjörinn forseti, fyrir sex árum, að hækka eftirlaunaaldurinn í Frakklandi, þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform. Macron og þjóðin ganga ekki í takt Hún hefur endurspeglast með skýrum hætti í tvígang nú í byrjun árs þegar mótmælendur hafa þyrpst út á götur og torg og mótmælt þessum áformum. Macron vill hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. Skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er andsnúið þessum áformum. Eldra fólk er litið hornauga á vinnumarkaðnum Rót vandans má rekja til ársins 1981, þegar Mitterand, þáverandi forseti Frakklands, lækkaði eftirlaunaaldurinn niður í 60 ár, í örvæntingarfullri viðleitni til að draga úr miklu atvinnuleysi. Aðgerð sem var algerlega glórulaus, segja flestir hagfræðingar. Afleiðingarnar hafa m.a. verið að eldra fólk er í meira mæli litið hornauga á vinnumarkaðnum, og atvinnuþátttaka fólks yfir 55 ára er t.a.m. aðeins 56% í Frakklandi, en í nágrannalandinu Þýskalandi er hún 72% fyrir sama aldurshóp. Margt eldra fólk er því á lágum atvinnuleysisbótum í nokkur ár áður en það kemst á eftirlaun og það óttast að hækkun eftirlaunaaldursins lengi aðeins þá úlfakreppu. Frá fjöldamótmælum í París í gær.Samuel Boivin/Getty Images Eldra fólki fjölgar og yngra fólki fækkar Vandinn er tvíþættur má segja; annars vegar fjölgar fólki í hópi eldri borgara mikið á meðan það fækkar í yngri kynslóðunum og hins vegar þá lifir fólk miklu lengur nú en áður. Fyrir 70 árum lést fólk yfirleitt nokkrum árum eftir að það komst á eftirlaun, en nú má gera ráð fyrir að það lifi góðu lífi í allt að 30 ár sem eftirlaunaþegar. Og það kostar. Þjóðernissinnar gætu hagnast á breytingunni Macron virðist ákveðinn í að trompa þessar breytingar í gegn. Honum getur jú staðið á sama um vinsældir eða óvinsældir, forsetatíð hans lýkur eftir fjögur ár. Hins vegar benda fréttaskýrendur á að slíkar breytingar gætu orðið vatn á myllu þjóðernissinna. Marine Le Pen gæti hæglega lofað því að lækka eftirlaunaaldurinn að nýju í næstu forsetakosningum og þá er næsta víst að fylgi hennar myndi rjúka upp.
Frakkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira