Frakkar vilja ekki hækka eftirlaunaaldurinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. febrúar 2023 16:31 Frá fjöldamótmælum í Toulouse í gær. Alain Pitton/Getty Images Forseti Frakklands er ákveðinn í að hækka eftirlaunaaldur Frakka úr 62 árum í 64. 70% þjóðarinnar er andsnúinn þeim áformum og komið hefur til harðra mótmæla. Hækkun eftirlaunaaldursins gæti styrkt stöðu franskra þjóðernissinna. „Við þurfum að vinna meira,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands í áramótaávarpi sínu og gaf þar með tóninn fyrir hið nýja ár. Hann hefur ætlað sér, síðan hann var kjörinn forseti, fyrir sex árum, að hækka eftirlaunaaldurinn í Frakklandi, þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform. Macron og þjóðin ganga ekki í takt Hún hefur endurspeglast með skýrum hætti í tvígang nú í byrjun árs þegar mótmælendur hafa þyrpst út á götur og torg og mótmælt þessum áformum. Macron vill hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. Skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er andsnúið þessum áformum. Eldra fólk er litið hornauga á vinnumarkaðnum Rót vandans má rekja til ársins 1981, þegar Mitterand, þáverandi forseti Frakklands, lækkaði eftirlaunaaldurinn niður í 60 ár, í örvæntingarfullri viðleitni til að draga úr miklu atvinnuleysi. Aðgerð sem var algerlega glórulaus, segja flestir hagfræðingar. Afleiðingarnar hafa m.a. verið að eldra fólk er í meira mæli litið hornauga á vinnumarkaðnum, og atvinnuþátttaka fólks yfir 55 ára er t.a.m. aðeins 56% í Frakklandi, en í nágrannalandinu Þýskalandi er hún 72% fyrir sama aldurshóp. Margt eldra fólk er því á lágum atvinnuleysisbótum í nokkur ár áður en það kemst á eftirlaun og það óttast að hækkun eftirlaunaaldursins lengi aðeins þá úlfakreppu. Frá fjöldamótmælum í París í gær.Samuel Boivin/Getty Images Eldra fólki fjölgar og yngra fólki fækkar Vandinn er tvíþættur má segja; annars vegar fjölgar fólki í hópi eldri borgara mikið á meðan það fækkar í yngri kynslóðunum og hins vegar þá lifir fólk miklu lengur nú en áður. Fyrir 70 árum lést fólk yfirleitt nokkrum árum eftir að það komst á eftirlaun, en nú má gera ráð fyrir að það lifi góðu lífi í allt að 30 ár sem eftirlaunaþegar. Og það kostar. Þjóðernissinnar gætu hagnast á breytingunni Macron virðist ákveðinn í að trompa þessar breytingar í gegn. Honum getur jú staðið á sama um vinsældir eða óvinsældir, forsetatíð hans lýkur eftir fjögur ár. Hins vegar benda fréttaskýrendur á að slíkar breytingar gætu orðið vatn á myllu þjóðernissinna. Marine Le Pen gæti hæglega lofað því að lækka eftirlaunaaldurinn að nýju í næstu forsetakosningum og þá er næsta víst að fylgi hennar myndi rjúka upp. Frakkland Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
„Við þurfum að vinna meira,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands í áramótaávarpi sínu og gaf þar með tóninn fyrir hið nýja ár. Hann hefur ætlað sér, síðan hann var kjörinn forseti, fyrir sex árum, að hækka eftirlaunaaldurinn í Frakklandi, þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform. Macron og þjóðin ganga ekki í takt Hún hefur endurspeglast með skýrum hætti í tvígang nú í byrjun árs þegar mótmælendur hafa þyrpst út á götur og torg og mótmælt þessum áformum. Macron vill hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. Skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er andsnúið þessum áformum. Eldra fólk er litið hornauga á vinnumarkaðnum Rót vandans má rekja til ársins 1981, þegar Mitterand, þáverandi forseti Frakklands, lækkaði eftirlaunaaldurinn niður í 60 ár, í örvæntingarfullri viðleitni til að draga úr miklu atvinnuleysi. Aðgerð sem var algerlega glórulaus, segja flestir hagfræðingar. Afleiðingarnar hafa m.a. verið að eldra fólk er í meira mæli litið hornauga á vinnumarkaðnum, og atvinnuþátttaka fólks yfir 55 ára er t.a.m. aðeins 56% í Frakklandi, en í nágrannalandinu Þýskalandi er hún 72% fyrir sama aldurshóp. Margt eldra fólk er því á lágum atvinnuleysisbótum í nokkur ár áður en það kemst á eftirlaun og það óttast að hækkun eftirlaunaaldursins lengi aðeins þá úlfakreppu. Frá fjöldamótmælum í París í gær.Samuel Boivin/Getty Images Eldra fólki fjölgar og yngra fólki fækkar Vandinn er tvíþættur má segja; annars vegar fjölgar fólki í hópi eldri borgara mikið á meðan það fækkar í yngri kynslóðunum og hins vegar þá lifir fólk miklu lengur nú en áður. Fyrir 70 árum lést fólk yfirleitt nokkrum árum eftir að það komst á eftirlaun, en nú má gera ráð fyrir að það lifi góðu lífi í allt að 30 ár sem eftirlaunaþegar. Og það kostar. Þjóðernissinnar gætu hagnast á breytingunni Macron virðist ákveðinn í að trompa þessar breytingar í gegn. Honum getur jú staðið á sama um vinsældir eða óvinsældir, forsetatíð hans lýkur eftir fjögur ár. Hins vegar benda fréttaskýrendur á að slíkar breytingar gætu orðið vatn á myllu þjóðernissinna. Marine Le Pen gæti hæglega lofað því að lækka eftirlaunaaldurinn að nýju í næstu forsetakosningum og þá er næsta víst að fylgi hennar myndi rjúka upp.
Frakkland Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent