Héraðsdómur ómerktur vegna tölvupósta dómarans Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 14:19 Landsréttur taldi að ummæli héraðsdómara gæfu ákærða með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Vísir/Egill Héraðsdómur í máli karlmanns sem ákærður hefur verið fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu og börnum hefur verið ómerktur. Dómari tjáði sig um efni málsins í tölvupósti og taldi Landsréttur að draga mætti óhlutdrægni hans í efa. Héraðsdómur fær málið í sínar hendur á ný. Dómur héraðsdóms féll í september 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa tekið hana hálstaki, ógnað með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana og hótað henni og tengdum aðilum lífláti og líkamsmeiðingum. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til greiðslu 1,8 milljóna í miskabætur. Ríkissaksóknari áfrýjaði til Landsréttar og krafðist þyngri refsingar. Maðurinn krafðist hins vegar ómerkingar á dóminum og sagði héraðsdómara hafa verið búinn að taka afstöðu til sakarefnis málsins áður en málið var munnlega flutt. Því til stuðnings vísaði hann til tölvupóstsamskipta verjanda og dómarans í málinu. Hann taldi dómarann hafa verið búinn að ákveða sakfellingu, áður en aðalmeðferð fór fram. Tilefni tölvupóstsins var beiðni verjanda ákærða um að fresta aðalmeðferðinni. Það leist héraðsdómara ekki vel á: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast,“ sagði héraðsdómari meðal annars í tölvupóstinum umþrætta. Aftur heim í hérað Við úrlausn málsins leit Landsréttur til stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar lagt væri mat á hæfi dómara verði að tryggja að dómari sé ekki aðeins óhlutdrægur, heldur verði einnig að tryggja traust almennings ef réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni dómstóla. Sé réttmætur vafi til staðar bæri dómaranum að víkja. Þá sagði Landsréttur enn fremur að dómari verði að gæta þess að efnisleg afstaða hans til málsins komi ekki fram fyrr en í dóminum sjálfum. Ummæli dómarans í tölvupóstsamskiptum við verjanda og sækjanda málsins gæfu því tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að ómerkja dóminn og vísa honum aftur heim í hérað til úrlausnar á ný. Þá taldi Landsréttur einnig ástæðu til að finna að samningu dómsins sjálfs. Dómsmál Heimilisofbeldi Dómstólar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Dómur héraðsdóms féll í september 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa tekið hana hálstaki, ógnað með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana og hótað henni og tengdum aðilum lífláti og líkamsmeiðingum. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til greiðslu 1,8 milljóna í miskabætur. Ríkissaksóknari áfrýjaði til Landsréttar og krafðist þyngri refsingar. Maðurinn krafðist hins vegar ómerkingar á dóminum og sagði héraðsdómara hafa verið búinn að taka afstöðu til sakarefnis málsins áður en málið var munnlega flutt. Því til stuðnings vísaði hann til tölvupóstsamskipta verjanda og dómarans í málinu. Hann taldi dómarann hafa verið búinn að ákveða sakfellingu, áður en aðalmeðferð fór fram. Tilefni tölvupóstsins var beiðni verjanda ákærða um að fresta aðalmeðferðinni. Það leist héraðsdómara ekki vel á: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast,“ sagði héraðsdómari meðal annars í tölvupóstinum umþrætta. Aftur heim í hérað Við úrlausn málsins leit Landsréttur til stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar lagt væri mat á hæfi dómara verði að tryggja að dómari sé ekki aðeins óhlutdrægur, heldur verði einnig að tryggja traust almennings ef réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni dómstóla. Sé réttmætur vafi til staðar bæri dómaranum að víkja. Þá sagði Landsréttur enn fremur að dómari verði að gæta þess að efnisleg afstaða hans til málsins komi ekki fram fyrr en í dóminum sjálfum. Ummæli dómarans í tölvupóstsamskiptum við verjanda og sækjanda málsins gæfu því tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að ómerkja dóminn og vísa honum aftur heim í hérað til úrlausnar á ný. Þá taldi Landsréttur einnig ástæðu til að finna að samningu dómsins sjálfs.
Dómsmál Heimilisofbeldi Dómstólar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent