Uppvakningahugmyndir um sjóeldi Daníel Jakobsson skrifar 11. febrúar 2023 15:30 Uppvakningahugmynd (e. zombie ideas) er hugmynd eða hugarfóstur sem hefði átt að vera drepin með staðreyndum en nær samt að lifa áfram og vakna aftur til lífsins sama hvað á dynur, og er þannig haldið á lofti í umræðunni eins og sannindum þrátt fyrir að staðreyndir tali öðru máli. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, hefur verið tíðrætt um slíkar hugmyndir. Hefur hann orðað það sem svo að tilgangurinn með því að draga sífellt fram uppvakningahugmyndir, sama hversu oft er búið að skjóta þær niður með gögnum og staðreyndum, sé einfaldlega sá að rugla umræðuna í pólitískum tilgangi. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Krugman hefur ekki rætt um lax í þessu samhengi – svo ég viti til í það minnsta. Engu að síður rifjaðist þetta hugtak upp fyrir mér við að fylgjast með umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluna í kringum sjókvíaeldi á Íslandi. Áður en lengra er haldið skal það einnig tekið fram að í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru margar ábendingar sem eru góðar og gildar. Fjöldi aðila í fiskeldi hafa bent á það um árabil að stofnanir eru undirmannaðar og regluverkið óskilvirkt. Úttektin er því af hinu góða og mun vonandi verða til þess að betrumbæta skilyrði atvinnugreinarinnar og gera hana skilvirkari í þágu samfélagsins. Sjókvíaeldin greiða sértæka skatta En aftur að uppvakningahugmyndum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fremur stuttlega rætt um skattaumhverfi greinarinnar en ýjað að því að það megi draga í efa að tekjur ríkisins af greininni standi undir kostnaðinum sem ríkið verður fyrir vegna umgjarðarinnar um eldið. Það sem verra er að víða virðist þeirri hugmynd haldið á lofti að það sé yfirhöfuð engin gjaldtaka af fiskeldi. Vandséð er hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu. Enn hærri gjöld eru í farvatninu Búið er að lögfesta verulegan skatt og gjöld á sjókvíaeldi á Íslandi og reyndar er stefnt að því að gjöld á fiskeldi verði með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. Þessi gjöld verða innleidd á sjö árum og er árið 2023 fjórða árið í innleiðingarferlinu. Í ár verða því greiddar 18 krónur af hverju framleiddu kílói til ríkisins, ef afsláttar nyti ekki enn við væri gjaldið 31,5 krónur. Gert er ráð fyrir að gjaldið nemi um 800 milljóum á þessu ári. Sjóeldisfyrirtækin eru þannig nú þegar farin að greiða sértæka skatta, þótt þau séu flest enn í uppbyggingarfasa. Á næstu árum er fyrirséð að framleiðsla aukist samhliða því að afsláttur minnkar. Þó tekjur ríkissjóðs af fiskeldisgjaldi séu nú þegar verulegar munu þær verða enn meiri að óbreyttu það er víst. Til viðbótar koma svo aflagjöld sem renna til sveitarfélaga og gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Allt í allt er búið að búa til tekjustofn fyrir hið opinbera sem mun innan tíðar skila að óbreyttu milljörðum í ríkissjóð í sérstökum sköttum. Til þess þarf engar lagabreytingar. Augljós tekjulind fyrir ríkissjóð Það er því óþarfi að halda þeirri uppvakningahugmynd lifandi með því að tala eins og hér séu engir skattar á fiskeldi þegar að staðreyndin er sú að hið opinbera hefur búið svo um hnútana að nú þegar er til staðar kerfi sem er með hærri álögur á sjókvíaeldi en víða þekkist þrátt fyrir að greinin sé hér mjög ung og í miklum fjárfestingum. Það er augljóst að hún er tekjulind fyrir ríkissjóð. Leyfum því uppvakningum að deyja og vinnum saman að því að bæta regluverk, umgjörð og stjórnsýslu um greinina. Það er hagur okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Uppvakningahugmynd (e. zombie ideas) er hugmynd eða hugarfóstur sem hefði átt að vera drepin með staðreyndum en nær samt að lifa áfram og vakna aftur til lífsins sama hvað á dynur, og er þannig haldið á lofti í umræðunni eins og sannindum þrátt fyrir að staðreyndir tali öðru máli. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, hefur verið tíðrætt um slíkar hugmyndir. Hefur hann orðað það sem svo að tilgangurinn með því að draga sífellt fram uppvakningahugmyndir, sama hversu oft er búið að skjóta þær niður með gögnum og staðreyndum, sé einfaldlega sá að rugla umræðuna í pólitískum tilgangi. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Krugman hefur ekki rætt um lax í þessu samhengi – svo ég viti til í það minnsta. Engu að síður rifjaðist þetta hugtak upp fyrir mér við að fylgjast með umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluna í kringum sjókvíaeldi á Íslandi. Áður en lengra er haldið skal það einnig tekið fram að í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru margar ábendingar sem eru góðar og gildar. Fjöldi aðila í fiskeldi hafa bent á það um árabil að stofnanir eru undirmannaðar og regluverkið óskilvirkt. Úttektin er því af hinu góða og mun vonandi verða til þess að betrumbæta skilyrði atvinnugreinarinnar og gera hana skilvirkari í þágu samfélagsins. Sjókvíaeldin greiða sértæka skatta En aftur að uppvakningahugmyndum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fremur stuttlega rætt um skattaumhverfi greinarinnar en ýjað að því að það megi draga í efa að tekjur ríkisins af greininni standi undir kostnaðinum sem ríkið verður fyrir vegna umgjarðarinnar um eldið. Það sem verra er að víða virðist þeirri hugmynd haldið á lofti að það sé yfirhöfuð engin gjaldtaka af fiskeldi. Vandséð er hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu. Enn hærri gjöld eru í farvatninu Búið er að lögfesta verulegan skatt og gjöld á sjókvíaeldi á Íslandi og reyndar er stefnt að því að gjöld á fiskeldi verði með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. Þessi gjöld verða innleidd á sjö árum og er árið 2023 fjórða árið í innleiðingarferlinu. Í ár verða því greiddar 18 krónur af hverju framleiddu kílói til ríkisins, ef afsláttar nyti ekki enn við væri gjaldið 31,5 krónur. Gert er ráð fyrir að gjaldið nemi um 800 milljóum á þessu ári. Sjóeldisfyrirtækin eru þannig nú þegar farin að greiða sértæka skatta, þótt þau séu flest enn í uppbyggingarfasa. Á næstu árum er fyrirséð að framleiðsla aukist samhliða því að afsláttur minnkar. Þó tekjur ríkissjóðs af fiskeldisgjaldi séu nú þegar verulegar munu þær verða enn meiri að óbreyttu það er víst. Til viðbótar koma svo aflagjöld sem renna til sveitarfélaga og gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Allt í allt er búið að búa til tekjustofn fyrir hið opinbera sem mun innan tíðar skila að óbreyttu milljörðum í ríkissjóð í sérstökum sköttum. Til þess þarf engar lagabreytingar. Augljós tekjulind fyrir ríkissjóð Það er því óþarfi að halda þeirri uppvakningahugmynd lifandi með því að tala eins og hér séu engir skattar á fiskeldi þegar að staðreyndin er sú að hið opinbera hefur búið svo um hnútana að nú þegar er til staðar kerfi sem er með hærri álögur á sjókvíaeldi en víða þekkist þrátt fyrir að greinin sé hér mjög ung og í miklum fjárfestingum. Það er augljóst að hún er tekjulind fyrir ríkissjóð. Leyfum því uppvakningum að deyja og vinnum saman að því að bæta regluverk, umgjörð og stjórnsýslu um greinina. Það er hagur okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun