Betri þjónusta í fræðslu- og velferðarmálum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2023 20:01 Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings (SVÁ) var stofnuð 2013 og var Hveragerðisbær hluti af því byggðasamlagi frá upphafi. Byggðasamlag er stjórnsýslueining þar sem sveitarfélög standa saman að rekstri í ákveðnum málaflokkum. Sagan segir að við Sunnlendingar séum heimsmeistarar í byggðasamlögum, þar sem við erum hluti af mun fleiri byggðasamlögum heldur en sveitarfélög í öðrum landshlutum. Byggðasamlögin eru jákvæður vettvangur til að sameina minni sveitarfélög og styrkja í ákveðnum málaflokkum, bæði í lögbundnum verkefnum og ólögbundnum. Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings hefur unnið gott og mikið starf síðustu 10 ár en á þessum tíma hafa sveitarfélögin stækkað töluvert, sem dæmi hefur Hveragerðisbær stækkað um 40%. Samkvæmt Hagstofunni voru 2288 íbúar í Hveragerði árið 2013 og nú í upphafi árs 2023 eru íbúar Hveragerðisbæjar orðnir um 3200. Við þessa miklu stækkun gefur að skilja að þjónustuþörfin hefur breyst til muna. Staðan metin og uppbygging hafin Haustið 2021 var gerð úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustunni og leiddi niðurstaðan í ljós að fara þurfti í breytingar á starfseminni eða slíta byggðasamlaginu. Haustið 2022 ákvað stjórn NOS (nefndar oddvita og sveitarstjóra), sem fer með vald SVÁ, að slíta byggðasamlaginu og var ákveðið að slitin færu fram ekki síðar en 1. mars næstkomandi þar sem það hugnaðist sveitarfélögunum sem voru aðilar samlagsins. Málin hafa síðan þróast og breyst frá því í haust og ákváðu sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu og Flóanum að sameinast og halda samstarfi sínu áfram á þessum vettvangi en Ölfus og Hveragerðisbær hófust handa við uppbyggingu sjálfstæðra eininga í sinni heimabyggð. Mikilvægur mannauður Þegar nýr meirihluti tók við á þessu kjörtímabili var ákveðið að fara í stefnumótun og úttekt á bæjarfélaginu og því góð tímasetning fyrir Hveragerðisbæ til breytinga á byggðasamlaginu SVÁ. Okkur gefst nú tækifæri á að byggja upp nýtt fræðslu- og velferðarsvið, greina þarfirnar sem eru til staðar og móta eftir okkar þörfum. Menntastofnanir Hveragerðisbæjar; grunnskólinn, leikskólarnir og frístundamiðstöðin vinna gott og mikilvægt starf og erum við afar stolt af því. Við erum einstaklega heppin með mannauðinn sem þar starfar en við það að SVÁ leggst niður verða ráðnir inn starfsmenn til að sinna þeim störfum sem starfsmenn SVÁ sinntu áður. Ánægjulegt er nokkrir starfsmenn sem störfuðu innan SVÁ koma til með að starfa áfram fyrir Hveragerðisbæ, en auk þess verður ráðið í þrjár stöður á næstu dögum. Þessu til viðbótar hefur verið tekið upp samstarf við öll þau sveitarfélög sem áður skipuðu SVÁ um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum á viðkomandi svæðum. Það er því ekki hægt að segja annað en að um mjög farsæla lausn sé að ræða. Stækkandi bæjarfélag – aukin þjónusta Samfella verður því tryggð í þjónustu, þar sem fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar tekur formlega til starfa frá og með 1. mars næstkomandi. Sviðinu verður stýrt af tveimur teymisstjórum og starfsstöð þess verður í Fljótsmörk, þar sem SVÁ var áður til húsa. Hveragerði er ört stækkandi bæjarfélag og sjáum við fram á að vöxturinn haldi áfram næstu árin. Við þurfum því að bregðast við með aukinni þjónustu við íbúa samhliða fjölguninni og færa þjónustuna nær íbúunum. Með tilkomu fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðisbæjar erum við svo sannarlega að setja aukinn þunga í þjónustu við menntastofnanir bæjarins sem og velferðarþjónustuna og gera okkar Hveragerði að enn betri búsetukosti. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis – formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings (SVÁ) var stofnuð 2013 og var Hveragerðisbær hluti af því byggðasamlagi frá upphafi. Byggðasamlag er stjórnsýslueining þar sem sveitarfélög standa saman að rekstri í ákveðnum málaflokkum. Sagan segir að við Sunnlendingar séum heimsmeistarar í byggðasamlögum, þar sem við erum hluti af mun fleiri byggðasamlögum heldur en sveitarfélög í öðrum landshlutum. Byggðasamlögin eru jákvæður vettvangur til að sameina minni sveitarfélög og styrkja í ákveðnum málaflokkum, bæði í lögbundnum verkefnum og ólögbundnum. Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings hefur unnið gott og mikið starf síðustu 10 ár en á þessum tíma hafa sveitarfélögin stækkað töluvert, sem dæmi hefur Hveragerðisbær stækkað um 40%. Samkvæmt Hagstofunni voru 2288 íbúar í Hveragerði árið 2013 og nú í upphafi árs 2023 eru íbúar Hveragerðisbæjar orðnir um 3200. Við þessa miklu stækkun gefur að skilja að þjónustuþörfin hefur breyst til muna. Staðan metin og uppbygging hafin Haustið 2021 var gerð úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustunni og leiddi niðurstaðan í ljós að fara þurfti í breytingar á starfseminni eða slíta byggðasamlaginu. Haustið 2022 ákvað stjórn NOS (nefndar oddvita og sveitarstjóra), sem fer með vald SVÁ, að slíta byggðasamlaginu og var ákveðið að slitin færu fram ekki síðar en 1. mars næstkomandi þar sem það hugnaðist sveitarfélögunum sem voru aðilar samlagsins. Málin hafa síðan þróast og breyst frá því í haust og ákváðu sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu og Flóanum að sameinast og halda samstarfi sínu áfram á þessum vettvangi en Ölfus og Hveragerðisbær hófust handa við uppbyggingu sjálfstæðra eininga í sinni heimabyggð. Mikilvægur mannauður Þegar nýr meirihluti tók við á þessu kjörtímabili var ákveðið að fara í stefnumótun og úttekt á bæjarfélaginu og því góð tímasetning fyrir Hveragerðisbæ til breytinga á byggðasamlaginu SVÁ. Okkur gefst nú tækifæri á að byggja upp nýtt fræðslu- og velferðarsvið, greina þarfirnar sem eru til staðar og móta eftir okkar þörfum. Menntastofnanir Hveragerðisbæjar; grunnskólinn, leikskólarnir og frístundamiðstöðin vinna gott og mikilvægt starf og erum við afar stolt af því. Við erum einstaklega heppin með mannauðinn sem þar starfar en við það að SVÁ leggst niður verða ráðnir inn starfsmenn til að sinna þeim störfum sem starfsmenn SVÁ sinntu áður. Ánægjulegt er nokkrir starfsmenn sem störfuðu innan SVÁ koma til með að starfa áfram fyrir Hveragerðisbæ, en auk þess verður ráðið í þrjár stöður á næstu dögum. Þessu til viðbótar hefur verið tekið upp samstarf við öll þau sveitarfélög sem áður skipuðu SVÁ um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum á viðkomandi svæðum. Það er því ekki hægt að segja annað en að um mjög farsæla lausn sé að ræða. Stækkandi bæjarfélag – aukin þjónusta Samfella verður því tryggð í þjónustu, þar sem fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar tekur formlega til starfa frá og með 1. mars næstkomandi. Sviðinu verður stýrt af tveimur teymisstjórum og starfsstöð þess verður í Fljótsmörk, þar sem SVÁ var áður til húsa. Hveragerði er ört stækkandi bæjarfélag og sjáum við fram á að vöxturinn haldi áfram næstu árin. Við þurfum því að bregðast við með aukinni þjónustu við íbúa samhliða fjölguninni og færa þjónustuna nær íbúunum. Með tilkomu fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðisbæjar erum við svo sannarlega að setja aukinn þunga í þjónustu við menntastofnanir bæjarins sem og velferðarþjónustuna og gera okkar Hveragerði að enn betri búsetukosti. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis – formaður bæjarráðs.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun