Segir undir Heimi komið hvort Greenwood verði boðið sæti í landsliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 23:01 Mason Greenwood er uppalinn leikmaður Manchester United og var talinn vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Getty/Marc Atkins Framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins segist munu taka Mason Greenwood opnum örmum velji hann að spila fyrir jamaíska landsliðið í knattspyrnu. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Jamaíka. Mál Mason Greenwood hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Fyrrum kærasta Greenwood birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Nú hafa allar ákærur á hendur honum hins vegar verið felldar niður eftir að lykilvitni dró framburð sinn til baka. Manchester United gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Greenwood myndi hvorki æfa né spila með United þar til félagið hafi lokið sinni eigin rannsókn á málinu en margir stuðningsmenn hafa lýst yfir vanþóknun sinni á því að hann snúi aftur til félagsins. „Ef þjálfarinn velur hann yrði hann boðinn velkominn“ Nú hefur framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins hins vegar tjáð sig um málið. Greenwood á ættir að rekja til Jamaíka og væri gjaldgengur í landslið þjóðarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einn leik fyrir enska landsliðið, einmitt gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Í frétt Jamaica Observer kemur fram að jamaíska sambandið hafi í nokkur skipti haft samband við Greenwood með það fyrir augum að velja hann í landsliðshópinn en hann ávallt neitað. Heimir Hallgrímsson er núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka en hann tók við liðinu í september síðastliðnum. Framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir hins vegar að sambandið myndi bjóða Greenwood velkominn þar sem hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki. „Ég held að við myndum ekki loka dyrunum á hann, en þetta er ákvörðun sem þjálfarinn þarf að taka. Ef þjálfarinn velur hann þá yrði hann boðinn velkominn af okkur,“ sagði Dennis Chung í viðtali við Jamaica Observer. „Hann er frábær leikmaður en þetta er allt undir þjálfaranum komið og ef þjálfaranum finnst að hann ætti að vera valinn þá er það hans ákvörðun. Hann er aðeins tuttugu og eins árs og á bjarta framtíð fyrir sér. Ég held að hann myndi bæta öll lið sem hann væri í.“ Þrátt fyrir að mál Greenwood hafi verið fellt niður eru margir sem taka því með fyrirvara enda hafi hljóðupptökur og myndir sýnt að eitthvað hafi gengið á í samskiptum Greenwood við sína fyrrum kærustu. Chung er ekki einn þeirra miðað við ummæli hans í Jamaica Observer. „Hann hefur verið sýknaður af dómstólnum og ef hann hefur verið sýknaður þá eru þeir að segja að hann sé saklaus. Þannig að mér finnst þetta vera undir þjálfaranum komið.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Sjá meira
Mál Mason Greenwood hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Fyrrum kærasta Greenwood birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Nú hafa allar ákærur á hendur honum hins vegar verið felldar niður eftir að lykilvitni dró framburð sinn til baka. Manchester United gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Greenwood myndi hvorki æfa né spila með United þar til félagið hafi lokið sinni eigin rannsókn á málinu en margir stuðningsmenn hafa lýst yfir vanþóknun sinni á því að hann snúi aftur til félagsins. „Ef þjálfarinn velur hann yrði hann boðinn velkominn“ Nú hefur framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins hins vegar tjáð sig um málið. Greenwood á ættir að rekja til Jamaíka og væri gjaldgengur í landslið þjóðarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einn leik fyrir enska landsliðið, einmitt gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Í frétt Jamaica Observer kemur fram að jamaíska sambandið hafi í nokkur skipti haft samband við Greenwood með það fyrir augum að velja hann í landsliðshópinn en hann ávallt neitað. Heimir Hallgrímsson er núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka en hann tók við liðinu í september síðastliðnum. Framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir hins vegar að sambandið myndi bjóða Greenwood velkominn þar sem hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki. „Ég held að við myndum ekki loka dyrunum á hann, en þetta er ákvörðun sem þjálfarinn þarf að taka. Ef þjálfarinn velur hann þá yrði hann boðinn velkominn af okkur,“ sagði Dennis Chung í viðtali við Jamaica Observer. „Hann er frábær leikmaður en þetta er allt undir þjálfaranum komið og ef þjálfaranum finnst að hann ætti að vera valinn þá er það hans ákvörðun. Hann er aðeins tuttugu og eins árs og á bjarta framtíð fyrir sér. Ég held að hann myndi bæta öll lið sem hann væri í.“ Þrátt fyrir að mál Greenwood hafi verið fellt niður eru margir sem taka því með fyrirvara enda hafi hljóðupptökur og myndir sýnt að eitthvað hafi gengið á í samskiptum Greenwood við sína fyrrum kærustu. Chung er ekki einn þeirra miðað við ummæli hans í Jamaica Observer. „Hann hefur verið sýknaður af dómstólnum og ef hann hefur verið sýknaður þá eru þeir að segja að hann sé saklaus. Þannig að mér finnst þetta vera undir þjálfaranum komið.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Sjá meira