Reynir fyllir í skarð stofnendanna Bjarma og Ólafar hjá Vélfagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2023 16:32 Reynir hefur langa reynslu af stjórnun sem framkvæmdastjóri Ferrozink og framleiðslustjóri bæði hjá Norðlenska og Skinnaiðnaði. Reynir B. Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vélfags ehf. Reynir tekur við af Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur sem verið hafa framkvæmdastjórar síðan þau stofnuðu fyrirtækið árið 1995. Fyrst í stað þjónustaði Vélfag fyrirtæki í sjávarútvegi en fljótlega hófu starfsmenn fyrirtækisins að þróa og framleiða vélar fyrir fiskvinnslu. Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo keypti meirihluta í Vélfagi ehf í janúar í fyrra. Bjarmi og Ólöf Ýr eiga 45,5 prósent í félaginu. Breyting hefur einnig verið gerð á framkvæmdastjórn félagsins, en í henni verða auk Reynis, Bjarmi Sigurgarðarsson þróunarstjóri, Sigrún Á. Sigmundsdóttir fjármálastjóri, Reimar Viðarsson þjónustustjóri og Ragnar Guðmundsson sölustjóri. Reynir hefur starfað fyrir Vélfag sem framleiðslustjóri. Reynir hefur langa reynslu af stjórnun sem framkvæmdastjóri Ferrozink og framleiðslustjóri bæði hjá Norðlenska og Skinnaiðnaði. Bjarmi og Ólöf hafa staðið í stafni frá upphafi og segjast í tilkynningu ánægð á þessum tímamótum. „Við höfum rekið fyrirtækið frá stofnun og erum mjög sátt. Það er mjög ánægjulegt að sjá á hvaða vegferð fyrirtækið er og að fá jafn öflugt fólk í framkvæmdastjórn þess og raun ber vitni. Segja má að við höfum verið vakin og sofin yfir félaginu frá fyrsta degi en nú getum við sleppt hendinni af daglegum rekstri og snúið okkur alfarið að frekari vöruþróun.“ Reyni líst vel á verkefnið. „Vélfag er mjög áhugavert fyrirtæki og mér þykir ánægjulegt að fá að taka þátt í frekari uppbyggingu þess. Ég hef mikla trú á félaginu, afar spennandi tímar eru framundan og ég er sannfærður um að Vélfag getur orðið gríðarlega öflugt.“ Finnbogi Baldvinsson er stjórnarformaður Vélfags. Hann hafði milligöngu um kaup rússneska sjávarútvegsfyrirtækisins á Vélfagi í fyrra. „Vélfag er öflugt fyrirtæki sem hefur mikla möguleika til vaxtar. Það skref sem er stigið með ráðningu í helstu stjórnunarstöður styrkir félagið verulega,“ segir Finnbogi í tilkynningu. „Að mínu viti er Vélfag vel geymt leyndarmál á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar hefur verið unnin mjög mikil þróunarvinna sem ekki hefur farið hátt. Stoðir fyrirtækisins eru orðnar mjög sterkar sem er nauðsynlegt á þeim spennandi tímum sem framundan eru.“ Akureyri Sjávarútvegur Rússland Tengdar fréttir Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28 Reisir 1,3 milljarða vinnslu í Rússlandi Valka mun setja upp fullkomnustu fiskvinnslu Rússlands. Ríkisstjórn landsins ákvað að taka 20 prósent aflaheimilda af öllum útgerðum og til þess að hvetja þær til tæknivæðingar fá þær útgerðir sem fjárfesta í nýjum skipum eða verksmiðjum að skipta þeim hluta á milli sín. 14. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Fyrst í stað þjónustaði Vélfag fyrirtæki í sjávarútvegi en fljótlega hófu starfsmenn fyrirtækisins að þróa og framleiða vélar fyrir fiskvinnslu. Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo keypti meirihluta í Vélfagi ehf í janúar í fyrra. Bjarmi og Ólöf Ýr eiga 45,5 prósent í félaginu. Breyting hefur einnig verið gerð á framkvæmdastjórn félagsins, en í henni verða auk Reynis, Bjarmi Sigurgarðarsson þróunarstjóri, Sigrún Á. Sigmundsdóttir fjármálastjóri, Reimar Viðarsson þjónustustjóri og Ragnar Guðmundsson sölustjóri. Reynir hefur starfað fyrir Vélfag sem framleiðslustjóri. Reynir hefur langa reynslu af stjórnun sem framkvæmdastjóri Ferrozink og framleiðslustjóri bæði hjá Norðlenska og Skinnaiðnaði. Bjarmi og Ólöf hafa staðið í stafni frá upphafi og segjast í tilkynningu ánægð á þessum tímamótum. „Við höfum rekið fyrirtækið frá stofnun og erum mjög sátt. Það er mjög ánægjulegt að sjá á hvaða vegferð fyrirtækið er og að fá jafn öflugt fólk í framkvæmdastjórn þess og raun ber vitni. Segja má að við höfum verið vakin og sofin yfir félaginu frá fyrsta degi en nú getum við sleppt hendinni af daglegum rekstri og snúið okkur alfarið að frekari vöruþróun.“ Reyni líst vel á verkefnið. „Vélfag er mjög áhugavert fyrirtæki og mér þykir ánægjulegt að fá að taka þátt í frekari uppbyggingu þess. Ég hef mikla trú á félaginu, afar spennandi tímar eru framundan og ég er sannfærður um að Vélfag getur orðið gríðarlega öflugt.“ Finnbogi Baldvinsson er stjórnarformaður Vélfags. Hann hafði milligöngu um kaup rússneska sjávarútvegsfyrirtækisins á Vélfagi í fyrra. „Vélfag er öflugt fyrirtæki sem hefur mikla möguleika til vaxtar. Það skref sem er stigið með ráðningu í helstu stjórnunarstöður styrkir félagið verulega,“ segir Finnbogi í tilkynningu. „Að mínu viti er Vélfag vel geymt leyndarmál á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar hefur verið unnin mjög mikil þróunarvinna sem ekki hefur farið hátt. Stoðir fyrirtækisins eru orðnar mjög sterkar sem er nauðsynlegt á þeim spennandi tímum sem framundan eru.“
Akureyri Sjávarútvegur Rússland Tengdar fréttir Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28 Reisir 1,3 milljarða vinnslu í Rússlandi Valka mun setja upp fullkomnustu fiskvinnslu Rússlands. Ríkisstjórn landsins ákvað að taka 20 prósent aflaheimilda af öllum útgerðum og til þess að hvetja þær til tæknivæðingar fá þær útgerðir sem fjárfesta í nýjum skipum eða verksmiðjum að skipta þeim hluta á milli sín. 14. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28
Reisir 1,3 milljarða vinnslu í Rússlandi Valka mun setja upp fullkomnustu fiskvinnslu Rússlands. Ríkisstjórn landsins ákvað að taka 20 prósent aflaheimilda af öllum útgerðum og til þess að hvetja þær til tæknivæðingar fá þær útgerðir sem fjárfesta í nýjum skipum eða verksmiðjum að skipta þeim hluta á milli sín. 14. nóvember 2018 09:00