Bætti Íslandsmetið tvisvar á átta dögum og ætlar yfir átján metrana og á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2023 10:30 Erna Sóley Gunnarsdóttir ætlar sér að kasta yfir átján metra áður en hún útskrifast úr Rice háskólanum. rice Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur bætt eigið Íslandsmet í kúluvarpi tvisvar sinnum á rúmri viku. Hún ætlar sér að kasta yfir átján metra og segir raunhæft að komast á komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Erna kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó á laugardaginn. Hún bætti þar með átta daga gamalt Íslandsmet sitt um 0,36 metra. Myndband af Íslandsmetinu má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Coach Brek Christensen (@ricethrows) „Ég er mjög ánægð með hvernig tvö síðustu mót hafa gengið og mjög sátt með árangurinn,“ sagði Erna í samtali við Vísi í gær. Fyrir tímabilið var besti árangur Ernu innanhúss 16,95 metrar. Hún hefur því bætt sig gríðarlega mikið í vetur. „Lykilinn er gott undirbúningstímabil og áhersla á tækni og styrk. Þegar tímabilið byrjaði aftur var ég klár og bætingarnar komu,“ sagði Erna. „Ég er algjörlega í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið og mjög spennt fyrir restinni á tímabilinu.“ Klippa: Bætti Íslandsmetið í kúluvarpi tvisvar á rúmri viku Erna er á síðasta ári sínu í Rice háskólanum í Texas og útskrifast í maí. „Markmiðið er að útskrifast með átján metrana. Það hefur alltaf verið markmiðið,“ sagði Erna sem er aðeins þrjátíu sentímetrum frá þessu takmarki sínu. Stífar æfingar Hún segist hafa bætt sig mikið á tíma sínum í Rice háskólanum. „Ég er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun að fara út. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að verða betri íþróttamaður,“ sagði Erna sem æfir stíft úti í Texas. „Ég æfi örugglega sex sinnum í viku en tek frí á sunnudögum. Ég kasta þrisvar sinnum í viku, lyfti 4-5 sinnum og svo eru hlaup og aðrar æfingar tvisvar sinnum í viku.“ Orðin vön góðri aðstöðu Erna segist ekki vita hvað tekur við hjá sér eftir útskrift, hvort hún flytji heim eða haldi kyrru fyrir vestanhafs. Erna Sóley hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í kúluvarpi utanhúss.frí „Ég á eftir að ákveða það. Ef ég vil koma heim þarf að koma mér upp góðri aðstöðu á Íslandi, eins og ég hef verið með hérna úti.“ Ætlar inn á HM á lágmarki Erna, sem vann brons á EM U-20 ára fyrir fjórum árum, keppti á sínu fyrsta stórmóti fyrir fullorðinna á EM í München í fyrra. Þar komst hún inn á kvótasæti en ekki á lágmarki. Erna ætlar sér hins vegar að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest í ágúst. „Ég held ég þurfi að kasta yfir átján metrana til að vera örugg þar inni. Það er markmiðið. Ég væri algjörlega til í að vera inni vegna míns árangurs,“ sagði Erna sem ætlar sér líka að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Raunhæft að komast inn á Ólympíuleika „Ég ætla að taka næsta ár og einbeita mér að því að komast þangað. Það er frekar raunhæft markmið.“ Erna keppir á meistaramótinu hérlendis í sumar. „Það er stórt og það gildir fyrir mörg stig. Ég ætla að toppa þá,“ sagði Erna að endingu. Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Erna kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó á laugardaginn. Hún bætti þar með átta daga gamalt Íslandsmet sitt um 0,36 metra. Myndband af Íslandsmetinu má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Coach Brek Christensen (@ricethrows) „Ég er mjög ánægð með hvernig tvö síðustu mót hafa gengið og mjög sátt með árangurinn,“ sagði Erna í samtali við Vísi í gær. Fyrir tímabilið var besti árangur Ernu innanhúss 16,95 metrar. Hún hefur því bætt sig gríðarlega mikið í vetur. „Lykilinn er gott undirbúningstímabil og áhersla á tækni og styrk. Þegar tímabilið byrjaði aftur var ég klár og bætingarnar komu,“ sagði Erna. „Ég er algjörlega í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið og mjög spennt fyrir restinni á tímabilinu.“ Klippa: Bætti Íslandsmetið í kúluvarpi tvisvar á rúmri viku Erna er á síðasta ári sínu í Rice háskólanum í Texas og útskrifast í maí. „Markmiðið er að útskrifast með átján metrana. Það hefur alltaf verið markmiðið,“ sagði Erna sem er aðeins þrjátíu sentímetrum frá þessu takmarki sínu. Stífar æfingar Hún segist hafa bætt sig mikið á tíma sínum í Rice háskólanum. „Ég er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun að fara út. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að verða betri íþróttamaður,“ sagði Erna sem æfir stíft úti í Texas. „Ég æfi örugglega sex sinnum í viku en tek frí á sunnudögum. Ég kasta þrisvar sinnum í viku, lyfti 4-5 sinnum og svo eru hlaup og aðrar æfingar tvisvar sinnum í viku.“ Orðin vön góðri aðstöðu Erna segist ekki vita hvað tekur við hjá sér eftir útskrift, hvort hún flytji heim eða haldi kyrru fyrir vestanhafs. Erna Sóley hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í kúluvarpi utanhúss.frí „Ég á eftir að ákveða það. Ef ég vil koma heim þarf að koma mér upp góðri aðstöðu á Íslandi, eins og ég hef verið með hérna úti.“ Ætlar inn á HM á lágmarki Erna, sem vann brons á EM U-20 ára fyrir fjórum árum, keppti á sínu fyrsta stórmóti fyrir fullorðinna á EM í München í fyrra. Þar komst hún inn á kvótasæti en ekki á lágmarki. Erna ætlar sér hins vegar að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest í ágúst. „Ég held ég þurfi að kasta yfir átján metrana til að vera örugg þar inni. Það er markmiðið. Ég væri algjörlega til í að vera inni vegna míns árangurs,“ sagði Erna sem ætlar sér líka að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Raunhæft að komast inn á Ólympíuleika „Ég ætla að taka næsta ár og einbeita mér að því að komast þangað. Það er frekar raunhæft markmið.“ Erna keppir á meistaramótinu hérlendis í sumar. „Það er stórt og það gildir fyrir mörg stig. Ég ætla að toppa þá,“ sagði Erna að endingu.
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira