Frestun í stóra kókaínmálinu komi illa við hálfsjötugan sakborning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2023 11:56 Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í janúar. Vísir/Hulda Margrét Framhaldi aðalmeðferðar í því sem nefnt hefur verið stærsta kókaínmál Íslandssögunnar hefur verið frestað um ótilgreindan tíma. Verjandi segir frestun koma illa við skjólstæðing á sjötugsaldri sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tæpa sjö mánuði. Málið snýr að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Efnunum var komið fyrir í timburdrumbum í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Aðalmeðferð í málinu er langt komin og hafa fjórir Íslendingar sem sæta ákæru gefið skýrslu. Til stóð að hollenskir tollverðir gæfu skýrslu við framhald aðalmeðferðar sem sett hafði verið á dagskrá á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Nú er ljóst að ekki verður af því. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, segir í samtali við Fréttablaðið að erfitt hafi reynst að fá vitni að utan og verið sé að reyna að finna nýjan tíma til að taka skýrslur af Hollendingunum. Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar timbursala sem er meðal ákærðu í málinu, segir frestunina koma afskaplega illa við sinn mann. „Hann fer að verða búinn að vera í sjö mánuði í gæsluvarðhaldi. Ef maður horfir til skýrslu Amnesty um daginn þá finnst manni það verulega vafasamt,“ segir Unnsteinn Örn. Páll hefur sætt gæsluvarðhaldi eins og hinir sakborningarnir þrír frá því þeir voru handteknir í ágúst. „Maður áttar sig ekki á því hvers vegna hálfsjötur maður með enga sögu þarf að vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna,“ segir Unnsteinn Örn. Auk skýrslutöku yfir Hollendingunum er von á einum til tveimur íslenskum lögreglumönnum fyrir dóminn. Dómari í málinu meinaði fjölmiðlum að fjalla um málið fyrr en skýrslutöku yfir öllum málsaðilum væri lokið. Fréttastofa sendi Sigríðu Elsu Kjartansdóttur, dómara í málinu, fyrirspurn fyrir rúmum tveimur vikum og óskaði eftir rökstuðningi fyrir fjölmiðlabanninu. Fyrirspurn var ítrekuð í morgun en hefur enn ekki verið svarað. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36 Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Málið snýr að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Efnunum var komið fyrir í timburdrumbum í gámum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi komst á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Kókaíninu var skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Aðalmeðferð í málinu er langt komin og hafa fjórir Íslendingar sem sæta ákæru gefið skýrslu. Til stóð að hollenskir tollverðir gæfu skýrslu við framhald aðalmeðferðar sem sett hafði verið á dagskrá á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Nú er ljóst að ekki verður af því. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, segir í samtali við Fréttablaðið að erfitt hafi reynst að fá vitni að utan og verið sé að reyna að finna nýjan tíma til að taka skýrslur af Hollendingunum. Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar timbursala sem er meðal ákærðu í málinu, segir frestunina koma afskaplega illa við sinn mann. „Hann fer að verða búinn að vera í sjö mánuði í gæsluvarðhaldi. Ef maður horfir til skýrslu Amnesty um daginn þá finnst manni það verulega vafasamt,“ segir Unnsteinn Örn. Páll hefur sætt gæsluvarðhaldi eins og hinir sakborningarnir þrír frá því þeir voru handteknir í ágúst. „Maður áttar sig ekki á því hvers vegna hálfsjötur maður með enga sögu þarf að vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna,“ segir Unnsteinn Örn. Auk skýrslutöku yfir Hollendingunum er von á einum til tveimur íslenskum lögreglumönnum fyrir dóminn. Dómari í málinu meinaði fjölmiðlum að fjalla um málið fyrr en skýrslutöku yfir öllum málsaðilum væri lokið. Fréttastofa sendi Sigríðu Elsu Kjartansdóttur, dómara í málinu, fyrirspurn fyrir rúmum tveimur vikum og óskaði eftir rökstuðningi fyrir fjölmiðlabanninu. Fyrirspurn var ítrekuð í morgun en hefur enn ekki verið svarað.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36 Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01
Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36
Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19. janúar 2023 16:38