Getur verið að ykkur langi í verkfall? Ágúst Valves Jóhannesson skrifar 8. febrúar 2023 09:00 Mig langar í verkfall sem við öll tökum þátt í. Verkfall sem hendur, fætur og hár taka þátt í, Verkfall sem fæðist í sérhverjum líkama. Svona hefst ljóð Giacondu Belli, Verkfall, sem Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og var birt í tímaritinu Rétti árið 1979. „Auðvitað vill enginn fara í verkfall“ er hinsvegar algengt tungutak af vörum manna í samfélagi nútímans. Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða fullum fetum að ekki nokkur sál hafi nokkurn einasta áhuga á að fara í verkfall. Fram hefur komið í kjarakönnunum stéttarfélaga á Íslandi að þvert á móti, þá er félagsfólk einmitt reiðubúið til þess að leggja niður störf til þess að knýja fram kjarabætur, hvort sem krafan sé um að fjölga krónum í launaumslagið, auka réttindi gagnvart atvinnurekendum eða gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þegar kemur að vopnabúri þeirra sem ekki eru almennt launafólk þá er þar heill vopnalager til þess að velja úr. Seljandi vöru getur hækkað verð ef svo ber undir. Fjármagnseigandinn getur haft peninginn á vaxtareikning eða keypt hlutabréf eftir því hvort er arðbærara hverju sinni. Nú og svo getur fyrirtækjaeigandi keypt mjólkurfernu út á eignarhaldsfélagið. Þetta eru örfá, eflaust döpur dæmi um kjarabætur sem almennt launafólk hefur ekki aðgang að. Vopnabúr hins almenna launamanns er aftur á móti ekki eins bústið. Erfitt er að hunsa vörur og þjónustu til þess að þrýsta á breytingar. Sem dæmi getur fólk sem verslar í Bónus ekki keypt kjúkling án þess að versla við Ölmu leigufélag sem hækkar leiguverð á húsnæði nánast að vild. Einungis voru seldar kryddjurtir frá Ísrael í matvöruverslunum á fyrsta áratug þessarar aldar þegar hernaðarandstæðingar vildu refsa Ísraelsríki fyrir stríðsglæpi þess í Palestínu. En verkafólk hefur þó löngum haft þann möguleika að standa upp gagnvart vinnuveitendum með því að fara í verkfall. Sá möguleiki virðist þó vera hverfandi og ríkisvaldið á góðri leið með því að taka burt þennan síðasta möguleika launafólks til þess að þröngva fram réttlæti í sinn garð. Því er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að því hvort kerfið sem við öll búum í sé hannað til þess að hygla þeim ríku og valdamiklu. Getur það verið? Og getur verið.. að hið opinbera hafi það markmið að útrýma frjálsum kjarasamningsviðræðum og setja lífskjarabætur í hendur andlitslausra sérfræðinga í skuggasundum? Og getur verið.. að ríkissáttasemjari með aðför sinni að kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé að framfylgja þessari stefnu ríkisvaldsins? Jafnvel með lögregluvaldi? Og getur verið.. að lögin séu orðin svo brengluð að dómstólar verða að fylgja stefnu ríkisvaldsins? Og getur verið.. að stór hluti forystu verkalýðshreyfingarinnar sé á því að þríhliða viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sé sú leið til að bæta lífskjör? En sama hvað er eða verður, getur verið að Eldína Giacondu Belli sé rétt og að.. Verkfall augna, handa og kossa. Verkfall þar sem bannað verður að anda, Verkfall sem fæðir af sér þögn svo hægt verði að heyra fótatak harðstjórans þegar hann fer sé lýsandi fyrir það hvað verkfall getur í raun gefið samfélaginu? Samfélag sem fellur í ró þegar það finnur fyrir réttlæti gagnvart þeim ranglátu. Höfundur er verkalýðssinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Mig langar í verkfall sem við öll tökum þátt í. Verkfall sem hendur, fætur og hár taka þátt í, Verkfall sem fæðist í sérhverjum líkama. Svona hefst ljóð Giacondu Belli, Verkfall, sem Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og var birt í tímaritinu Rétti árið 1979. „Auðvitað vill enginn fara í verkfall“ er hinsvegar algengt tungutak af vörum manna í samfélagi nútímans. Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða fullum fetum að ekki nokkur sál hafi nokkurn einasta áhuga á að fara í verkfall. Fram hefur komið í kjarakönnunum stéttarfélaga á Íslandi að þvert á móti, þá er félagsfólk einmitt reiðubúið til þess að leggja niður störf til þess að knýja fram kjarabætur, hvort sem krafan sé um að fjölga krónum í launaumslagið, auka réttindi gagnvart atvinnurekendum eða gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þegar kemur að vopnabúri þeirra sem ekki eru almennt launafólk þá er þar heill vopnalager til þess að velja úr. Seljandi vöru getur hækkað verð ef svo ber undir. Fjármagnseigandinn getur haft peninginn á vaxtareikning eða keypt hlutabréf eftir því hvort er arðbærara hverju sinni. Nú og svo getur fyrirtækjaeigandi keypt mjólkurfernu út á eignarhaldsfélagið. Þetta eru örfá, eflaust döpur dæmi um kjarabætur sem almennt launafólk hefur ekki aðgang að. Vopnabúr hins almenna launamanns er aftur á móti ekki eins bústið. Erfitt er að hunsa vörur og þjónustu til þess að þrýsta á breytingar. Sem dæmi getur fólk sem verslar í Bónus ekki keypt kjúkling án þess að versla við Ölmu leigufélag sem hækkar leiguverð á húsnæði nánast að vild. Einungis voru seldar kryddjurtir frá Ísrael í matvöruverslunum á fyrsta áratug þessarar aldar þegar hernaðarandstæðingar vildu refsa Ísraelsríki fyrir stríðsglæpi þess í Palestínu. En verkafólk hefur þó löngum haft þann möguleika að standa upp gagnvart vinnuveitendum með því að fara í verkfall. Sá möguleiki virðist þó vera hverfandi og ríkisvaldið á góðri leið með því að taka burt þennan síðasta möguleika launafólks til þess að þröngva fram réttlæti í sinn garð. Því er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að því hvort kerfið sem við öll búum í sé hannað til þess að hygla þeim ríku og valdamiklu. Getur það verið? Og getur verið.. að hið opinbera hafi það markmið að útrýma frjálsum kjarasamningsviðræðum og setja lífskjarabætur í hendur andlitslausra sérfræðinga í skuggasundum? Og getur verið.. að ríkissáttasemjari með aðför sinni að kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé að framfylgja þessari stefnu ríkisvaldsins? Jafnvel með lögregluvaldi? Og getur verið.. að lögin séu orðin svo brengluð að dómstólar verða að fylgja stefnu ríkisvaldsins? Og getur verið.. að stór hluti forystu verkalýðshreyfingarinnar sé á því að þríhliða viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sé sú leið til að bæta lífskjör? En sama hvað er eða verður, getur verið að Eldína Giacondu Belli sé rétt og að.. Verkfall augna, handa og kossa. Verkfall þar sem bannað verður að anda, Verkfall sem fæðir af sér þögn svo hægt verði að heyra fótatak harðstjórans þegar hann fer sé lýsandi fyrir það hvað verkfall getur í raun gefið samfélaginu? Samfélag sem fellur í ró þegar það finnur fyrir réttlæti gagnvart þeim ranglátu. Höfundur er verkalýðssinni.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun