Turkaslan var leikmaður Yeni Malatyaspor í tyrknesku B-deildinni, en félagið greindi frá andláti markvarðarins á Twitter-síðu sinni í gær. Þegar þetta er ritað er tala látina komin yfir fimm þúsund manns.
„Markvörðurinn okkar, Ahmet Eyup Turkaslan, týndi lífi sínu eftir að hafa lent undir rústum í jarðskjálftanum. Hvíldu í friði,“ sagði í tilkynningu félagsins á Twitter.
„Við munum ekki gleyma þér, fallega manneskja.“
Başımız sağ olsun!
— Yeni Malatyaspor (@YMSkulubu) February 7, 2023
Kalecimiz Ahmet Eyüp Türkaslan, meydana gelen depremde göçük altında kalarak, hayatını kaybetmiştir. Allah rahmet eylesin, mekanı cennet olsun.
Seni unutmayacağız güzel insan.😢 pic.twitter.com/15yjH9Sa1H
Turkaslan, sem var aðeins 28 ára gamall þegar hann lést, en hann hafði leikið sex leiki fyrir Yeni Malatyaspor eftir að hafa gengið í raðir félagsins árið 2021.
Yannick Bolasie, sem á sínum tíma lék með Crystal Palace og Everton en leikur nú með Caykur Rizespor í tyrknesku B-deildinni, er meðal þeirra sem hefur sent fjölskyldu og vinum Turkaslan samúðarkveðjur.
„Hvíldu í friði bróðir Eyup Ahmet Turkaslan. Eina stundina sér maður einhvern á hliðarlínunni, en þá næstu er hann farinn. Ég sendi fjölskyldu hans og liðsfélögum hjá Yeni Malatyaspor samúðarkveðjur. Þetta eru ömurlegar fréttir og ég vona að við getum haldið áfram að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda.“
RIP brother Eyüp Ahmet Türkaslan 🙏🏿❤️
— Yannick Bolasie (@YannickBolasie) February 7, 2023
One moment you can see someone in the dugout the next moment there gone 😪 my condolences to all his family and teammates at @YMSkulubu
Devastating to hear and wish we can all continue to help everyone in need 🇹🇷🇸🇾