„Væntanlega að biðja til allra guða sem til eru“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 15:31 Matas Pranckevicus kom til Hauka fyrir tímabilið en hefur ekki náð að standa undir væntingum í marki liðsins. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Markvarsla Hauka á tímabilinu hefur í raun og veru ekki verið boðleg,“ segir Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Haukum hefur gengið bölvanlega í vetur og þeir sitja í 8. sæti Olís-deildar karla í handbolta , eftir 31-28 tap gegn Selfossi á sunnudaginn í fyrsta leik eftir jóla- og HM-hléið langa. Markvarslan hefur þar mikið að segja en Haukar sakna mjög Arons Rafns Eðvarðssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem hefur verið lengi frá keppni vegna alvarlega höfuðmeiðsla. Stefán Huldar Stefánsson hefur sömuleiðis lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Litháeninn Matas Pranckevicius kom til Hauka fyrir tímabilið en hann hefur aðeins varið að meðaltali 25,3% skota sem hann hefur fengið á sig og varamaðurinn Magnús Gunnar Karlsson er með svipað hlutfall. „Ef maður rýnir í þetta þá kemur Matas þarna ferskur, vill sanna sig, og á tvo fína leiki. Svo hefur hann bara ekki getað blautan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Markvarsla Hauka „Mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur“ Þorgrímur Smári Ólafsson benti á að Haukar væru með næstversta hlutfall varinna skota í deildinni, á eftir Herði. „Magnús er efnilegur markvörður en virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta. Hann hefur alla vega ekki átt neitt rosalegar innkomur. Haukarnir eru því ekkert að fara upp töfluna og eru væntanlega að biðja til allra guða sem til eru, um að Aron og Stefán komi aftur sem fyrst. Stefán var þó ekkert frábær áður en hann meiddist held ég, svo þetta er smá hausverkur fyrir þá,“ sagði Jóhann og bætti við að gera mætti kröfu um að markvörður sem sóttur væri út fyrir landsteinana gerði betur: „Það er auðvelt að gagnrýna útlenskan markvörð og ég ætla ekki að reyna að gera það of harkalega, en það voru mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur. Hann hefur engu bætt við og ekki unnið neinn leik fyrir þá.“ „Svo þurfa þessir útlendingar oft svolítinn tíma sem markmenn. Þú þarft að læra á hvaða leikmaður skýtur hvert,“ sagði Þorgrímur og Jóhann jánkaði því. Án betri markvörslu sé hins vegar ljóst að Haukar geri ekki merkilega hluti í vor, og Jóhann sagði: „Þetta er bara erfitt hjá Haukunum. Maður hélt að þeir kæmu ferskari [eftir hléið]. Ég held að Ásgeir [Örn Hallgrímsson, þjálfari] væri alveg til í að vera bara hjá okkur hérna í rólegheitunum, að hrauna yfir alla og svona. Það er allt of mikil ábyrgð og leiðindi sem fylgir því að þjálfa. En maður spyr sig; Hvað er að Haukum?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Sjá meira
Haukum hefur gengið bölvanlega í vetur og þeir sitja í 8. sæti Olís-deildar karla í handbolta , eftir 31-28 tap gegn Selfossi á sunnudaginn í fyrsta leik eftir jóla- og HM-hléið langa. Markvarslan hefur þar mikið að segja en Haukar sakna mjög Arons Rafns Eðvarðssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem hefur verið lengi frá keppni vegna alvarlega höfuðmeiðsla. Stefán Huldar Stefánsson hefur sömuleiðis lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Litháeninn Matas Pranckevicius kom til Hauka fyrir tímabilið en hann hefur aðeins varið að meðaltali 25,3% skota sem hann hefur fengið á sig og varamaðurinn Magnús Gunnar Karlsson er með svipað hlutfall. „Ef maður rýnir í þetta þá kemur Matas þarna ferskur, vill sanna sig, og á tvo fína leiki. Svo hefur hann bara ekki getað blautan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Markvarsla Hauka „Mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur“ Þorgrímur Smári Ólafsson benti á að Haukar væru með næstversta hlutfall varinna skota í deildinni, á eftir Herði. „Magnús er efnilegur markvörður en virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta. Hann hefur alla vega ekki átt neitt rosalegar innkomur. Haukarnir eru því ekkert að fara upp töfluna og eru væntanlega að biðja til allra guða sem til eru, um að Aron og Stefán komi aftur sem fyrst. Stefán var þó ekkert frábær áður en hann meiddist held ég, svo þetta er smá hausverkur fyrir þá,“ sagði Jóhann og bætti við að gera mætti kröfu um að markvörður sem sóttur væri út fyrir landsteinana gerði betur: „Það er auðvelt að gagnrýna útlenskan markvörð og ég ætla ekki að reyna að gera það of harkalega, en það voru mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur. Hann hefur engu bætt við og ekki unnið neinn leik fyrir þá.“ „Svo þurfa þessir útlendingar oft svolítinn tíma sem markmenn. Þú þarft að læra á hvaða leikmaður skýtur hvert,“ sagði Þorgrímur og Jóhann jánkaði því. Án betri markvörslu sé hins vegar ljóst að Haukar geri ekki merkilega hluti í vor, og Jóhann sagði: „Þetta er bara erfitt hjá Haukunum. Maður hélt að þeir kæmu ferskari [eftir hléið]. Ég held að Ásgeir [Örn Hallgrímsson, þjálfari] væri alveg til í að vera bara hjá okkur hérna í rólegheitunum, að hrauna yfir alla og svona. Það er allt of mikil ábyrgð og leiðindi sem fylgir því að þjálfa. En maður spyr sig; Hvað er að Haukum?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Sjá meira