Mysingur í skeið, kandís með kaffinu og allskonar ofan á brauð Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. febrúar 2023 08:01 Hversu langt er síðan þú hefur fengið þér mysing, kandís með kaffinu eða appelsínumarmelaði ofan á brauð? Getty Þau eru sem betur fer af ólíku tagi og misalvarleg hitamálin í þjóðfélagsumræðunni. Þó svo að eðlilega fari kannski mest fyrir veðurviðvörunum, verðhækkunum og verkalýðsbaráttu þessa dagana er algjör óþarfi að gleyma litlu hlutunum. Þessum litlu-stóru hlutum sem oft á tíðum geta skapað hressilegar og bráðnauðsynlegar umræður. MS Glitrandi kandís og kjaftasögur Hvað varð til dæmis um mysinginn? Já, eða mysuostinn sem leit út eins og leyndardómsfullur súkkulaðikubbur inni í ísskáp og var hrein dásemd að sneiða niður ofan á brauð. Þéttur í sér og ferlega freistandi að bíta aðeins í hann, þegar enginn sá til að sjálfsögðu. Ætli hann sé ennþá til, mysingurinn? Ætli krakkar séu alveg hættir að laumast til að dýfa teskeiðinni rösklega á kaf í dolluna og láta svo mysinginn bráðna hægt uppi í munninum? Fá sér svo kannski eina til tíu skeiðar í viðbót. Og hvað með kandísinn gamla góða? Meira að segja nafnið hljómar svo ægilega vel... Kandís! Svolítið eins og paradís! Kveikir á einhverjum furðulega notalegum og nostalgískum tilfinningum. Einhverjar sögurnar, lognar og eða sannar, hafa líklega fengið að flakka við sötur á kaffinu hér á árum áður. Kandísmolanum dýft rólega ofan í heiðarlegt og svart kaffið og molinn annað hvort soginn með tilþrifum á milli tannanna eða bruddur hressilega með tilheyrandi smjatti, ef sögurnar voru þeim mun svæsnari. Af hverju að tala um álegg? Blaðamaður, sem einnig er þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni, er fullur innblásturs, ef svo djúpt í árinni má taka, eftir skemmtilegar og óvæntar umræður í síðasta þætti Bakarísins sem spruttu upp eftir saklaust spjall um hafragraut. Hér á árum áður var ósjaldan borin fram skál með kandís með kaffinu.Getty Hitamálin þann morguninn voru sannarlega ekki kjaraumræðurnar eða blessaður kuldinn. Ó nei! Mysingur og kandís var það heillin, ásamt ýmiskonar vangaveltum og hugmyndum um hvers konar álegg og samsetningar af áleggi, væri kjörið á brauðsneiðina. Blaðamaður freistaðist til að fylgja þessu einhvern veginn eftir. Forvitnast kannski aðeins meira um gamla góða mysinginn? Mysinginn sem hún minnist að hafa hámað í sig meira en góðu hófi gegndi á sínum æskuárum. Gamla fólkið og leikskólabörnin kunna gott að meta Sölumaður Mjólkursamsölunnar, Guðbjörg, sat fyrir svörum á hinum enda línunnar þegar hvatvísi blaðamanns varð til þess að spurningarnar röðuðust alveg óvart allar í eina setningu. Er mysingurinn enn til sölu? Hverjir eru að kaupa hann? En mysuosturinn? Ég man hvað hann var góður... Fæst hann ennþá? Er hann hollur...mysingurinn meina ég? Guðbjörg hikar en virðist svo hin skilningsríkasta þegar hún áttar sig á erindi símtalsins og jú, allt veit hún um mysinginn sem hún staðfestir að sé enn í framleiðslu og til sölu í öllum helstu verslunum. Mysuosturinn sé þó liðin tíð og hafi hætt í sölu árið 2017. Þvílíkur léttir með mysinginn, hugsar blaðamaður og furðar sig á því að minnast þess ekki að hafa séð hann í hillunum. Kannski er hann staðsettur neðarlega í hillunum eða í breyttum og nýjum umbúðum, væri það ekki dæmigert? Það virðist alltaf þurfa að breyta öllu. „Já, hann er stabíll núna og á sína tryggu kúnnahópa. Salan tók meira að segja smá kipp á síðasta ári.“ Það er ekki laust við að það megi greina smá stolt í rödd Guðbjargar sem vill glöð halda áfram að upplýsa mig um ágæti mysingsins, sem hefur ekki fengið nýjar umbúðir. Mysingur hefur löngum verið notaður sem leynitrix í sósur og þá einna helst þegar elduð er villibráð eða lambakjöt. Mysingur í sósur! „Þetta er ódýr vara og ekki bara notuð sem álegg,“ hélt hún áfram. Líklega eru ekki margir sem vita það en mysingur er líka einstaklega vinsæll hjá kokkum í sósugerð, sérstaklega fyrir villibráð og lambakjöt. Selst alltaf mjög vel fyrir jólin. Guðbjörg segir mér frá því, eins og í trúnaði, að sjálf hafi hún ekki mikið verið að smyrja mysing ofan á brauð hér áður fyrr en áttað sig svo á því fyrir stuttu að hann væri hægt að nota að mörgu leyti eins og hnetusmjör. „Hann er mjög góður með eplum til dæmis og jarðarberjum.“ Það er ákveðin spenna á símalínunni og eins og við veðrumst báðar upp, Guðbjörg sölukona og blaðamaðurinn ég sem stend mig að því að líða á einhvern undarlega hátt eins og rannsóknarblaðamanni, sem er við það að uppgötva eitthvað mjög svo mikilvægt. Eins og hnetursmjör sagði hún... „Er ekki hægt að nota hann þá líka í hafragraut?“ gríp ég fram í fyrir Guðbjörgu, handviss um að betri hugmyndir væru líklega vandfundnar. Hún hefði aldeilis haldið það, prýðisgóður í grautinn. Framtíð Mysings óljós Söluna segir Guðbjörg þó hafa dalað jafnt og þétt með árunum, að undanskildu árinu í fyrra, en mysingurinn eigi sér alltaf sína föstu og tryggu kúnnahópa. Þetta eru mjög mikið leikskólar, börnin elska mysinginn og eins og ég sagði er verðið mjög gott. Svo er það eldra fólkið sem kaupir sinn mysing reglulega. Er þetta nógu stór hópur til að mæta framleiðslu vörunnar? Er einhver hætta á því að framleiðslunni verði hætt og mysingurinn verði minning ein? Spurningin er líklega borin upp með óþarflega dramatískum tón og þó, fólk hefur nú dramatíserað annað eins og ómerkilegri mál, hér er verið að spyrja um framtíð mysingsins. Sala mysings hefur dalað smátt og smátt síðustu árin en er hvað vinsælastur hjá leikskólabörnum og eldra fólki. MS „Það hefur komið upp sú umræða,“ játaði Guðbjörg og hikaði aðeins, eins og hún væri að hugsa sig um hvort hún ætti að halda áfram. „Vélin sem framleiðir Mysinginn er nefnilega mjög gömul og dýrt að halda henni við. Mysingurinn er eina varan sem er framleidd í þessari tilteknu vél.“ Kannski Næsingur? Hún segir það hafa komið til tals að jafnvel breyta nafni Mysingsins til að reyna að ná til stærri hóps. Af hverju? Skýtur blaðamaður óþarflega harkalega inn í og skammast sín aðeins fyrir æsinginn. „Þetta er góð vara en við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort að álegg, sem dragi nafn sitt af súrri mjólkurafurð eins og mysu sé kannski fráhrindandi, fyrir einhverja. Þú veist að það er svona karmellubragð af honum?“ Segir hún og skiptir í glaðlegri tón. Það veit blaðamaður mæta vel og kitlar í tunguna. Þvermóðskuleg hugsun poppar aftur upp í hugann, Af hverju þarf alltaf að breyta öllum vörum til að halda þeim á lífi? Á sama tíma reynir blaðamaður að rifja það upp hvenær mysingur rataði síðast í innkaupakörfuna, ár og aldir líklega. Án þess að nefna það neitt sérstaklega við Guðbjörgu sölukonu kemur allt í einu upp nýtt nafn í hugann, fyrst það þarf endilega að breyta öllu. Næsingur! Ætli það sé ekki eitthvað? Yngri kynslóðin ætti að tengja við það og þurfa ekkert að vita að þetta er unnið úr mysu, það les enginn þessar innihaldslýsingar hvort eð er, nema í besta falli til að sjá magn koffíns í vörunni. Þá þyrfti auðvitað að breyta umbúðum líka og fá einhvern framúrstefnulegan vöruhönnuð eða grafíker til að hanna nýjar og pastel litaðar umbúðir. Svo væri ekki alvitlaust að þróa vöruna áfram og bæta við nýjum útgáfum af Næsingnum, piparhúða hann jafnvel. Er það ekki trikkið til að selja allt í dag? „Ég ætla að kaupa mysing í dag!“ segi ég svo skyndilega og svo til samhengislaust þegar ég átta mig á því að Guðbjörg sölukona er að þylja samviskusamlega upp fyrir mig söluþróun síðustu ára. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á Bakaríið í heild sinni en umræðan um mysing og kandís er í byrjun þáttar. Allar línur glóandi Eftir samtalið hélt hugurinn áfram að reika meðan mysings-dramatíkin rjátlaði smátt og smátt af blaðamanni. Blaðamanni sem skrifar yfirleitt um málefni tengd ástinni og rómantík og ætlaði bara rétt aðeins að forvitnast um mysing. Sem dagskrárgerðarkona verður mér það hugleikið af hverju málefni sem er eins hversdagslegt og ómerkilegt og „eitthvað ofan á brauð“ getur kallað fram svona sterk viðbrögð og tilfinningar. Af hverju byrjuðu allar símalínur í útvarpsþættinum að glóa sem aldrei fyrr þegar umræðan tók að þróast í þessa átt? Af hverju var eins og hlustendur, snemma á laugardagsmorgni, hafi tekið svona hressilega við sér og keppst við aðra að hringja inn eða senda skilaboð til að leggja orð í belg, vera með í umræðunni? Segja sögur eða sitt álit á kandís, mysing eða áleggi ofan á brauð. Af hverju varð rödd fólks mýkri og sögurnar aðeins skemmtilegri þegar rætt var um kandís á bandi og minningar um mysing? Blaðamaður krassar á blað stikkorð til að nota í greinina: Mysingur -> Minningar - > Fortíðarþrá -> Ferðalag -> Sögur -> Rómantík? Já! Það er einhver rómantík í þessu! Ætli það sé þessi hraði í samfélaginu í dag? veltir blaðamaður fyrir sér þó fullmeðvitaður um þá klisjulegu pælingu að benda alltaf á „hraðann í samfélaginu“ þegar það á að kryfja einhver mál. En samt! Allar nýjungarnar, upplýsingarnar og fréttirnar sem virðast spretta upp í tíma og ótíma, boðnar og óboðnar, úr öllum áttum og á óþarflega mörgum og misgáfulegum snjalltækjum, allan liðlangan helvítis daginn. „Já, það hlýtur að vera eitthvað tengt þessu,“ hugsar blaðamaður og kemst að djúp heimspekilegri niðurstöðu. Þegar við þurfum aðeins að anda, kúpla okkur út, taka pásu frá krefjandi umræðu, pressunni að þurfa alltaf að taka afstöðu, fréttum af hamförum, hörmungum og lömuðu heilbrigðiskerfi, þá er einmitt nauðsynlegt að tala aðeins um mysing. Það er ekki nema við hæfi að ljúka þessum vangaveltum um álegg og hughrif á svörum hlustenda Bakarísins þegar þeir voru beðnir um að deila því á Facebook-síðu þáttarins hvaða álegg þeir fengju sér ofan á brauð. Ekkert flóknara en það! Engar útpældar og ofurskreyttar dúllu-uppskriftir og upplýsingar um næringargildi eða frumlegar framreiðsluaðferðir. Ekkert vesen og engin tilgerð. Bara eitthvað og allskonar ofan á brauð. Ýmislegt annað en mysingur. Brauð með smjöri, osti, gúrku, papriku og harðsoðnu eggi Brauð með osti, eggi og papriku Ristað brauð með osti, banana, tómötum og aromati Ristað brauð með malakoff Brauð með rúllupylsu og skerpikjöti Ristað brauð með kotasælu, avókadó og linsoðnu eggi Brauð með osti og marmelaði Brauð með hnetusmjöri og banana Brauð með eggjum, acovado og svörtum pipar Brauð með Búra osti og þunnt skornum eplum. Brauð með beikoni og eggjum Brauð með kotasælu, kjúklingaskinku, osti, tómat, gúrku og aromat kryddi Súrdeigsbrauð með osti og sykurlausri hindberjasultu Flatkökur með nutella Brauð með osti og banana Brauð með roastbeef, steiktum lauk og remúlaði Brauð með hnetusmjöri, osti, papriku og gúrku Brauð með Dalaosti, parmaskinku, avacado og klettasalati Ristuð beygla með smjöri og dönsku salami Brauð með reyktum laxi, harðsoðnu eggi og graflaxsósu. Stundum gott að bæta við kavíar Brauð með smjöri, gúrku og aromat kryddi Brauð með kæfu og rauðbeðum Brauð með sinnepi og reyktum silungi Brauð með kavíar og eggjum Brauð með Höfðingja og rauðu pestó Brauð með avovado, stökku beikoni og lime pipar Brauð með kindakæfu Brauð með osti og marmelaði Maltbrauð með hrognum, rauðbeðum og sterku sinnepi Ristað brauð með mysing Brauð með camembert smurosti Brauð með eggjum, tómat og gúrku Ristað súrdeigsbrauð með avacado og hleyptu eggi Ristað brauð með rabbabarasultu Ristað brauð með Sóma-pasta, mosarella og tómat Ristað brauð með smjöri, hungangi, osti og eplum Brauð með osti, gúrku og tómat Brauð með hnetusmjöri og sultu Flatkaka með hangikjöti og rækjusalati Brauð með pítusósu og pepperoni Brauð með appelsínumarmelaði Brauð með eggjum og hangikjöti Brauð með kotasælu og kjúklingaskinku Brauð með heimagerðu salati Matlbrauð með góðu paté og súrum gúrkum Tómatar og aromat Brauð með mysing og banana Brauð með osti, ofnbakað með aromat kryddi Bakaríið Bylgjan Uppskriftir Brauð Matur Einu sinni var... Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
MS Glitrandi kandís og kjaftasögur Hvað varð til dæmis um mysinginn? Já, eða mysuostinn sem leit út eins og leyndardómsfullur súkkulaðikubbur inni í ísskáp og var hrein dásemd að sneiða niður ofan á brauð. Þéttur í sér og ferlega freistandi að bíta aðeins í hann, þegar enginn sá til að sjálfsögðu. Ætli hann sé ennþá til, mysingurinn? Ætli krakkar séu alveg hættir að laumast til að dýfa teskeiðinni rösklega á kaf í dolluna og láta svo mysinginn bráðna hægt uppi í munninum? Fá sér svo kannski eina til tíu skeiðar í viðbót. Og hvað með kandísinn gamla góða? Meira að segja nafnið hljómar svo ægilega vel... Kandís! Svolítið eins og paradís! Kveikir á einhverjum furðulega notalegum og nostalgískum tilfinningum. Einhverjar sögurnar, lognar og eða sannar, hafa líklega fengið að flakka við sötur á kaffinu hér á árum áður. Kandísmolanum dýft rólega ofan í heiðarlegt og svart kaffið og molinn annað hvort soginn með tilþrifum á milli tannanna eða bruddur hressilega með tilheyrandi smjatti, ef sögurnar voru þeim mun svæsnari. Af hverju að tala um álegg? Blaðamaður, sem einnig er þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni, er fullur innblásturs, ef svo djúpt í árinni má taka, eftir skemmtilegar og óvæntar umræður í síðasta þætti Bakarísins sem spruttu upp eftir saklaust spjall um hafragraut. Hér á árum áður var ósjaldan borin fram skál með kandís með kaffinu.Getty Hitamálin þann morguninn voru sannarlega ekki kjaraumræðurnar eða blessaður kuldinn. Ó nei! Mysingur og kandís var það heillin, ásamt ýmiskonar vangaveltum og hugmyndum um hvers konar álegg og samsetningar af áleggi, væri kjörið á brauðsneiðina. Blaðamaður freistaðist til að fylgja þessu einhvern veginn eftir. Forvitnast kannski aðeins meira um gamla góða mysinginn? Mysinginn sem hún minnist að hafa hámað í sig meira en góðu hófi gegndi á sínum æskuárum. Gamla fólkið og leikskólabörnin kunna gott að meta Sölumaður Mjólkursamsölunnar, Guðbjörg, sat fyrir svörum á hinum enda línunnar þegar hvatvísi blaðamanns varð til þess að spurningarnar röðuðust alveg óvart allar í eina setningu. Er mysingurinn enn til sölu? Hverjir eru að kaupa hann? En mysuosturinn? Ég man hvað hann var góður... Fæst hann ennþá? Er hann hollur...mysingurinn meina ég? Guðbjörg hikar en virðist svo hin skilningsríkasta þegar hún áttar sig á erindi símtalsins og jú, allt veit hún um mysinginn sem hún staðfestir að sé enn í framleiðslu og til sölu í öllum helstu verslunum. Mysuosturinn sé þó liðin tíð og hafi hætt í sölu árið 2017. Þvílíkur léttir með mysinginn, hugsar blaðamaður og furðar sig á því að minnast þess ekki að hafa séð hann í hillunum. Kannski er hann staðsettur neðarlega í hillunum eða í breyttum og nýjum umbúðum, væri það ekki dæmigert? Það virðist alltaf þurfa að breyta öllu. „Já, hann er stabíll núna og á sína tryggu kúnnahópa. Salan tók meira að segja smá kipp á síðasta ári.“ Það er ekki laust við að það megi greina smá stolt í rödd Guðbjargar sem vill glöð halda áfram að upplýsa mig um ágæti mysingsins, sem hefur ekki fengið nýjar umbúðir. Mysingur hefur löngum verið notaður sem leynitrix í sósur og þá einna helst þegar elduð er villibráð eða lambakjöt. Mysingur í sósur! „Þetta er ódýr vara og ekki bara notuð sem álegg,“ hélt hún áfram. Líklega eru ekki margir sem vita það en mysingur er líka einstaklega vinsæll hjá kokkum í sósugerð, sérstaklega fyrir villibráð og lambakjöt. Selst alltaf mjög vel fyrir jólin. Guðbjörg segir mér frá því, eins og í trúnaði, að sjálf hafi hún ekki mikið verið að smyrja mysing ofan á brauð hér áður fyrr en áttað sig svo á því fyrir stuttu að hann væri hægt að nota að mörgu leyti eins og hnetusmjör. „Hann er mjög góður með eplum til dæmis og jarðarberjum.“ Það er ákveðin spenna á símalínunni og eins og við veðrumst báðar upp, Guðbjörg sölukona og blaðamaðurinn ég sem stend mig að því að líða á einhvern undarlega hátt eins og rannsóknarblaðamanni, sem er við það að uppgötva eitthvað mjög svo mikilvægt. Eins og hnetursmjör sagði hún... „Er ekki hægt að nota hann þá líka í hafragraut?“ gríp ég fram í fyrir Guðbjörgu, handviss um að betri hugmyndir væru líklega vandfundnar. Hún hefði aldeilis haldið það, prýðisgóður í grautinn. Framtíð Mysings óljós Söluna segir Guðbjörg þó hafa dalað jafnt og þétt með árunum, að undanskildu árinu í fyrra, en mysingurinn eigi sér alltaf sína föstu og tryggu kúnnahópa. Þetta eru mjög mikið leikskólar, börnin elska mysinginn og eins og ég sagði er verðið mjög gott. Svo er það eldra fólkið sem kaupir sinn mysing reglulega. Er þetta nógu stór hópur til að mæta framleiðslu vörunnar? Er einhver hætta á því að framleiðslunni verði hætt og mysingurinn verði minning ein? Spurningin er líklega borin upp með óþarflega dramatískum tón og þó, fólk hefur nú dramatíserað annað eins og ómerkilegri mál, hér er verið að spyrja um framtíð mysingsins. Sala mysings hefur dalað smátt og smátt síðustu árin en er hvað vinsælastur hjá leikskólabörnum og eldra fólki. MS „Það hefur komið upp sú umræða,“ játaði Guðbjörg og hikaði aðeins, eins og hún væri að hugsa sig um hvort hún ætti að halda áfram. „Vélin sem framleiðir Mysinginn er nefnilega mjög gömul og dýrt að halda henni við. Mysingurinn er eina varan sem er framleidd í þessari tilteknu vél.“ Kannski Næsingur? Hún segir það hafa komið til tals að jafnvel breyta nafni Mysingsins til að reyna að ná til stærri hóps. Af hverju? Skýtur blaðamaður óþarflega harkalega inn í og skammast sín aðeins fyrir æsinginn. „Þetta er góð vara en við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort að álegg, sem dragi nafn sitt af súrri mjólkurafurð eins og mysu sé kannski fráhrindandi, fyrir einhverja. Þú veist að það er svona karmellubragð af honum?“ Segir hún og skiptir í glaðlegri tón. Það veit blaðamaður mæta vel og kitlar í tunguna. Þvermóðskuleg hugsun poppar aftur upp í hugann, Af hverju þarf alltaf að breyta öllum vörum til að halda þeim á lífi? Á sama tíma reynir blaðamaður að rifja það upp hvenær mysingur rataði síðast í innkaupakörfuna, ár og aldir líklega. Án þess að nefna það neitt sérstaklega við Guðbjörgu sölukonu kemur allt í einu upp nýtt nafn í hugann, fyrst það þarf endilega að breyta öllu. Næsingur! Ætli það sé ekki eitthvað? Yngri kynslóðin ætti að tengja við það og þurfa ekkert að vita að þetta er unnið úr mysu, það les enginn þessar innihaldslýsingar hvort eð er, nema í besta falli til að sjá magn koffíns í vörunni. Þá þyrfti auðvitað að breyta umbúðum líka og fá einhvern framúrstefnulegan vöruhönnuð eða grafíker til að hanna nýjar og pastel litaðar umbúðir. Svo væri ekki alvitlaust að þróa vöruna áfram og bæta við nýjum útgáfum af Næsingnum, piparhúða hann jafnvel. Er það ekki trikkið til að selja allt í dag? „Ég ætla að kaupa mysing í dag!“ segi ég svo skyndilega og svo til samhengislaust þegar ég átta mig á því að Guðbjörg sölukona er að þylja samviskusamlega upp fyrir mig söluþróun síðustu ára. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á Bakaríið í heild sinni en umræðan um mysing og kandís er í byrjun þáttar. Allar línur glóandi Eftir samtalið hélt hugurinn áfram að reika meðan mysings-dramatíkin rjátlaði smátt og smátt af blaðamanni. Blaðamanni sem skrifar yfirleitt um málefni tengd ástinni og rómantík og ætlaði bara rétt aðeins að forvitnast um mysing. Sem dagskrárgerðarkona verður mér það hugleikið af hverju málefni sem er eins hversdagslegt og ómerkilegt og „eitthvað ofan á brauð“ getur kallað fram svona sterk viðbrögð og tilfinningar. Af hverju byrjuðu allar símalínur í útvarpsþættinum að glóa sem aldrei fyrr þegar umræðan tók að þróast í þessa átt? Af hverju var eins og hlustendur, snemma á laugardagsmorgni, hafi tekið svona hressilega við sér og keppst við aðra að hringja inn eða senda skilaboð til að leggja orð í belg, vera með í umræðunni? Segja sögur eða sitt álit á kandís, mysing eða áleggi ofan á brauð. Af hverju varð rödd fólks mýkri og sögurnar aðeins skemmtilegri þegar rætt var um kandís á bandi og minningar um mysing? Blaðamaður krassar á blað stikkorð til að nota í greinina: Mysingur -> Minningar - > Fortíðarþrá -> Ferðalag -> Sögur -> Rómantík? Já! Það er einhver rómantík í þessu! Ætli það sé þessi hraði í samfélaginu í dag? veltir blaðamaður fyrir sér þó fullmeðvitaður um þá klisjulegu pælingu að benda alltaf á „hraðann í samfélaginu“ þegar það á að kryfja einhver mál. En samt! Allar nýjungarnar, upplýsingarnar og fréttirnar sem virðast spretta upp í tíma og ótíma, boðnar og óboðnar, úr öllum áttum og á óþarflega mörgum og misgáfulegum snjalltækjum, allan liðlangan helvítis daginn. „Já, það hlýtur að vera eitthvað tengt þessu,“ hugsar blaðamaður og kemst að djúp heimspekilegri niðurstöðu. Þegar við þurfum aðeins að anda, kúpla okkur út, taka pásu frá krefjandi umræðu, pressunni að þurfa alltaf að taka afstöðu, fréttum af hamförum, hörmungum og lömuðu heilbrigðiskerfi, þá er einmitt nauðsynlegt að tala aðeins um mysing. Það er ekki nema við hæfi að ljúka þessum vangaveltum um álegg og hughrif á svörum hlustenda Bakarísins þegar þeir voru beðnir um að deila því á Facebook-síðu þáttarins hvaða álegg þeir fengju sér ofan á brauð. Ekkert flóknara en það! Engar útpældar og ofurskreyttar dúllu-uppskriftir og upplýsingar um næringargildi eða frumlegar framreiðsluaðferðir. Ekkert vesen og engin tilgerð. Bara eitthvað og allskonar ofan á brauð. Ýmislegt annað en mysingur. Brauð með smjöri, osti, gúrku, papriku og harðsoðnu eggi Brauð með osti, eggi og papriku Ristað brauð með osti, banana, tómötum og aromati Ristað brauð með malakoff Brauð með rúllupylsu og skerpikjöti Ristað brauð með kotasælu, avókadó og linsoðnu eggi Brauð með osti og marmelaði Brauð með hnetusmjöri og banana Brauð með eggjum, acovado og svörtum pipar Brauð með Búra osti og þunnt skornum eplum. Brauð með beikoni og eggjum Brauð með kotasælu, kjúklingaskinku, osti, tómat, gúrku og aromat kryddi Súrdeigsbrauð með osti og sykurlausri hindberjasultu Flatkökur með nutella Brauð með osti og banana Brauð með roastbeef, steiktum lauk og remúlaði Brauð með hnetusmjöri, osti, papriku og gúrku Brauð með Dalaosti, parmaskinku, avacado og klettasalati Ristuð beygla með smjöri og dönsku salami Brauð með reyktum laxi, harðsoðnu eggi og graflaxsósu. Stundum gott að bæta við kavíar Brauð með smjöri, gúrku og aromat kryddi Brauð með kæfu og rauðbeðum Brauð með sinnepi og reyktum silungi Brauð með kavíar og eggjum Brauð með Höfðingja og rauðu pestó Brauð með avovado, stökku beikoni og lime pipar Brauð með kindakæfu Brauð með osti og marmelaði Maltbrauð með hrognum, rauðbeðum og sterku sinnepi Ristað brauð með mysing Brauð með camembert smurosti Brauð með eggjum, tómat og gúrku Ristað súrdeigsbrauð með avacado og hleyptu eggi Ristað brauð með rabbabarasultu Ristað brauð með Sóma-pasta, mosarella og tómat Ristað brauð með smjöri, hungangi, osti og eplum Brauð með osti, gúrku og tómat Brauð með hnetusmjöri og sultu Flatkaka með hangikjöti og rækjusalati Brauð með pítusósu og pepperoni Brauð með appelsínumarmelaði Brauð með eggjum og hangikjöti Brauð með kotasælu og kjúklingaskinku Brauð með heimagerðu salati Matlbrauð með góðu paté og súrum gúrkum Tómatar og aromat Brauð með mysing og banana Brauð með osti, ofnbakað með aromat kryddi
Bakaríið Bylgjan Uppskriftir Brauð Matur Einu sinni var... Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira