Þrýstu á tollalækkanir á fundi með Bjarna Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2023 10:00 Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, Georg Páll Skúlason formaður Grafíu, Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ og forseti Alþýðusambands Íslands, Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, Guðrún Ragna Garðarsdóttir, formaður FA, Steinar Örn Steinarsson og Helga Jónsdóttir frá skattaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Aðsend Fulltrúar þriggja stéttarfélaga og Félags atvinnurekenda funduðu í gær með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þar sem tillögur félaganna um lækkun og niðurfellingu tolla í þágu neytenda voru til umræðu. Á vef Félags atvinnurekenda kemur fram að þrjár tillögur voru kynntar þar sem byggðar eru eldri tillögum bæði Samkeppniseftirlitsins og Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Tillögur FA og stéttarfélaganna VR, Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsambandsins ganga út á að tollar verði felldir niður af alifugla- og svínakjöti, frönskum kartöflum sem og af blómum sem ekki eru ræktuð á Íslandi. Sömuleiðis er lagt til að tollar á túlipana og rósum falli niður á tímabilum þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Önnur tillagan gengur út á að innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir og þú þriðja að tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri falli niður. Munu skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni Fram kemur að fundurinn með Bjarna komi í kjölfar fundar samtakanna með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í síðustu viku. Ráðherrarnir hafi báðir boðað að þau myndu í framhaldi af fundunum skoða í sameiningu hvaða möguleikar væru í stöðunni. „Gerðar voru bókanir við kjarasamninga FA og stéttarfélaganna í desember síðastliðnum, sem kveða á um að samtökin muni í sameiningu beita sér gagnvart stjórnvöldum til að knýja á um lækkun tolla, sem sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega. Í framhaldinu var farið fram á fundi með ráðherrunum. Bæði Svandís og Bjarni tóku þeirri málaleitan vel og boðuðu samtökin til fundar. FA og stéttarfélögin bentu á að verðbólga hefði aukist á ný. Leita þyrfti allra leiða til að stemma stigu við henni og varðveita þannig þær kjarabætur sem um samdist í kjarasamningunum,“ segir á vef FA. Skattar og tollar Blóm Landbúnaður Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Á vef Félags atvinnurekenda kemur fram að þrjár tillögur voru kynntar þar sem byggðar eru eldri tillögum bæði Samkeppniseftirlitsins og Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Tillögur FA og stéttarfélaganna VR, Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsambandsins ganga út á að tollar verði felldir niður af alifugla- og svínakjöti, frönskum kartöflum sem og af blómum sem ekki eru ræktuð á Íslandi. Sömuleiðis er lagt til að tollar á túlipana og rósum falli niður á tímabilum þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Önnur tillagan gengur út á að innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir og þú þriðja að tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri falli niður. Munu skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni Fram kemur að fundurinn með Bjarna komi í kjölfar fundar samtakanna með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í síðustu viku. Ráðherrarnir hafi báðir boðað að þau myndu í framhaldi af fundunum skoða í sameiningu hvaða möguleikar væru í stöðunni. „Gerðar voru bókanir við kjarasamninga FA og stéttarfélaganna í desember síðastliðnum, sem kveða á um að samtökin muni í sameiningu beita sér gagnvart stjórnvöldum til að knýja á um lækkun tolla, sem sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega. Í framhaldinu var farið fram á fundi með ráðherrunum. Bæði Svandís og Bjarni tóku þeirri málaleitan vel og boðuðu samtökin til fundar. FA og stéttarfélögin bentu á að verðbólga hefði aukist á ný. Leita þyrfti allra leiða til að stemma stigu við henni og varðveita þannig þær kjarabætur sem um samdist í kjarasamningunum,“ segir á vef FA.
Skattar og tollar Blóm Landbúnaður Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira