Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Sigurður Orri Kristjánsson og Árni Sæberg skrifa 6. febrúar 2023 23:43 Sólveig Anna, Aðalsteinn og Halldór Benjamín voru í brennideplinum í dag. Vísir Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. Vendingar dagsins gerðu kjaradeiluna síst einfaldari en fljótlega eftir hádegi úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að Eflingu bæri skylda til þess að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt svo atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna sem ríkissáttaasemjari lagði fram geti farið fram sem fyrst. Formaður Eflingar sagði úrskurðinn ósanngjarnan „Þetta er auðvitað rangur og ósanngjarn úrskurður, það eru fyrstu mín viðbrögð, Það er búið að kveða upp dóm um að við eigum afhenda kjörskrána.“ Rétt rúmlega klukkutíma síðar úrskurðaði félagsdómur að verkfall Eflingar sem á að byrja í hádeginu á morgun hafi verið boðað með löglegum hætti. Sólveig Anna sagði verkfallsaðgerðir fara fram samkvæmt plani. „Þetta verkfall er löglegt, aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Sólveig Anna var í skýjunum með niðurstöðuna í Félagsdómi. Hún ætlar ekki að afhenda félagatal Eflingar að svo stöddu þrátt fyrir dóm þess efnis í héraði í morgun.Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslan muni fara fram Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði fyrri úrskurð dagsins stærra mál og vill að Efling endurskoði verkfallsboðunina. „Aðalatriðið er að það féll dómur í morgun þar sem Eflingu er gert að afhenda félagatal sitt sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest er að fram fari kosning á meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sú atkvæðagreiðsla mun fara fram. Ég fagna því og við hljótum að velta því fyrir okkur í beinu framhaldi hvort að ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Boltinn hjá embættismönnum ríkisins. „Það hlýtur að vera þannig að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni. Þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Egill Formaður Eflingar er hins vegar ekki á þeim buxunum. „Eins og ég segi, ég reikna ekki með öðru en að það hljóti að fara svo að við fáum flýtimeðferð og á meðan við bíðum niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána,“ segir Sólveig Anna. Úrskurðurinn tali sínu máli Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir úrskurð héraðsdóms skýran. „Dómur héraðsdóms er ákaflega skýr. Í fyrsta lagi þá tekur héraðsdómur allan vafa um það að þessi miðlunartillaga er sett fram lögum samkvæmt þannig að miðlunartillagan er fullkomlega löglega fram sett. Í annan stað segir héraðsdómur hátt og skýrt að Eflingu ber að veita félagsmönnum tækifæri til þess að greiða atkvæði um miðlunartillöguna sem er það sem málið snýst um.“ Formaður Eflingar sagði félagið ekki ætla að afhenda félagatalið fyrr en æðra dómstig hefur úrskurðað. Aðalsteinn hefur trú á því að félagið fylgi úrskurðinum þrátt fyrir það. „Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum eða að forysta félagsins fylgi ekki dómi héraðsdóms.“ Kemst ekki snemma á fund vegna anna Aðalsteinn hefur boðað deilandi fylkingar á sinn fund á morgun en Sólveig Anna segist ekki komast á fundinn jafnsnemma og hann hefði viljað. Hún svaraði fundarboði hans opinberlega í kvöld. Þá sagðist hún ekki hafa trú á því að ríkissáttasemjari muni knýja fram aðför til þess að fjá umdeilda félagaskrá Eflingar afhenta. Með því væri hann að grafa undan rétti verkalýðsfélags til réttlátrar málsmeðferðar. Kjaraviðræður 2022-23 Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Héraðsdómur segir Eflingu að afhenda sáttasemjara félagatalið Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu á öðrum tímanum. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Vendingar dagsins gerðu kjaradeiluna síst einfaldari en fljótlega eftir hádegi úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að Eflingu bæri skylda til þess að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt svo atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna sem ríkissáttaasemjari lagði fram geti farið fram sem fyrst. Formaður Eflingar sagði úrskurðinn ósanngjarnan „Þetta er auðvitað rangur og ósanngjarn úrskurður, það eru fyrstu mín viðbrögð, Það er búið að kveða upp dóm um að við eigum afhenda kjörskrána.“ Rétt rúmlega klukkutíma síðar úrskurðaði félagsdómur að verkfall Eflingar sem á að byrja í hádeginu á morgun hafi verið boðað með löglegum hætti. Sólveig Anna sagði verkfallsaðgerðir fara fram samkvæmt plani. „Þetta verkfall er löglegt, aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Sólveig Anna var í skýjunum með niðurstöðuna í Félagsdómi. Hún ætlar ekki að afhenda félagatal Eflingar að svo stöddu þrátt fyrir dóm þess efnis í héraði í morgun.Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslan muni fara fram Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði fyrri úrskurð dagsins stærra mál og vill að Efling endurskoði verkfallsboðunina. „Aðalatriðið er að það féll dómur í morgun þar sem Eflingu er gert að afhenda félagatal sitt sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest er að fram fari kosning á meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sú atkvæðagreiðsla mun fara fram. Ég fagna því og við hljótum að velta því fyrir okkur í beinu framhaldi hvort að ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Boltinn hjá embættismönnum ríkisins. „Það hlýtur að vera þannig að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni. Þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Egill Formaður Eflingar er hins vegar ekki á þeim buxunum. „Eins og ég segi, ég reikna ekki með öðru en að það hljóti að fara svo að við fáum flýtimeðferð og á meðan við bíðum niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána,“ segir Sólveig Anna. Úrskurðurinn tali sínu máli Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir úrskurð héraðsdóms skýran. „Dómur héraðsdóms er ákaflega skýr. Í fyrsta lagi þá tekur héraðsdómur allan vafa um það að þessi miðlunartillaga er sett fram lögum samkvæmt þannig að miðlunartillagan er fullkomlega löglega fram sett. Í annan stað segir héraðsdómur hátt og skýrt að Eflingu ber að veita félagsmönnum tækifæri til þess að greiða atkvæði um miðlunartillöguna sem er það sem málið snýst um.“ Formaður Eflingar sagði félagið ekki ætla að afhenda félagatalið fyrr en æðra dómstig hefur úrskurðað. Aðalsteinn hefur trú á því að félagið fylgi úrskurðinum þrátt fyrir það. „Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum eða að forysta félagsins fylgi ekki dómi héraðsdóms.“ Kemst ekki snemma á fund vegna anna Aðalsteinn hefur boðað deilandi fylkingar á sinn fund á morgun en Sólveig Anna segist ekki komast á fundinn jafnsnemma og hann hefði viljað. Hún svaraði fundarboði hans opinberlega í kvöld. Þá sagðist hún ekki hafa trú á því að ríkissáttasemjari muni knýja fram aðför til þess að fjá umdeilda félagaskrá Eflingar afhenta. Með því væri hann að grafa undan rétti verkalýðsfélags til réttlátrar málsmeðferðar.
Kjaraviðræður 2022-23 Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Héraðsdómur segir Eflingu að afhenda sáttasemjara félagatalið Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu á öðrum tímanum. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34
Héraðsdómur segir Eflingu að afhenda sáttasemjara félagatalið Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu á öðrum tímanum. 6. febrúar 2023 13:17
Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37