„Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum“ Árni Sæberg og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 6. febrúar 2023 18:49 Aðalsteinn Leifsson er ríkissáttasemjari. Stöð 2/Sigurjón Ríkissáttasemjari segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur ákaflega skýran um það að miðlunartillaga hans í deilu Eflingar og SA hafi verið löglega fram sett og að Eflingu beri að framvísa félagatali. Héraðsdómur skar í dag úr um að Eflingu bæri að afhenda ríkissáttasemjara skrá með kennitölum allra atkvæðisbærra félagsmanna hennar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur hins vegar sagt að Efling muni ekki afhenda félagatalið fyrr en Landréttur hefur skorið úr málinu eftir áfrýjun félagsins, sem lýst var yfir um leið og úrskurður var kveðinn upp í dag. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá. Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Dómari neitaði að fresta réttaráhrifum Efling krafðist þess í málinu að réttaráhrifum úrskurðar héraðsdóms yrði frestað þar til leyst hafi verið úr kærumáli fyrir æðri dómstól. Í niðurstöðukafla dómsins segir að meginregla fullnusturéttarfars sé að málskot fresti ekki framkvæmd aðfarargerðar. Héraðsdómari megi þó ákveða hið gagnstæða eftir kröfu einhvers málsaðila. „Í máli þessu er tekist á um það hvort rétt sé að bera tillögu til málamiðlunar í kjaradeilu undir atkvæði þeirra félagsmanna sem tillagan varðar. Að því virtu að með því er leitað beint til félagsmanna gerðarþola, sem gerðarþoli sækir umboð sitt frá, verður ekki séð að efni standi til að fallast á kröfu gerðarþola um frestun réttaráhrifa gerðarinnar,“ segir í dómi. Því er ekkert því til fyrirstöðu að bein aðfarargerð verði gerð til þess að krefjast afhendingar félagaskrárinnar þá þegar. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að dómur héraðsdóms sé alveg skýr að þessu leyti, Efling verði einfaldlega að afhenda félagatal. Kjarni málsins að meirihlutinn ráði Aðalsteinn segist fagna niðurstöðu héraðsdóms og segir kjarna málsins vera að meirihluti félagsmanna fái að ráða í kjaradeilunni. „Í fyrsta lagi tekur héraðsdómur af allan vafa um það að þessi miðlunartillaga er að miðlunartillagan er fullkomlega löglega fram sett. Í annan stað segir héraðsdómur hátt og skýrt að Eflingu ber að veita félagsmönnum tækifæri til að greiða atkvæði um miðlunartillöguna, sem er það sem málið snýst um,“ segir hann. Þá segir Aðalsteinn að það hafi verið rætt ítarlega þegar lög um vinnudeilur voru sett að tilgangur þess að lögsetja atkvæði um miðlunartillögu væri að meirihluti félagsmanna fengi að ráða. Að það væri ekki lítill minnihluti félagsmanna sem tæki allar ákvarðanir í kjaradeilum. „Ég er mjög bjartsýnn á það, í það minnsta, að félagsmenn fái tækifæri til að greiða atkvæði um það og að sjálfsögðu líka aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins, hvort þau vilji frekar þessa lausn sem ég legg upp í miðlunartillögunni eða halda áfram á þeirri átakaleið, sem mörkuð hefur verið og við fáum þá skýra niðurstöðu með það,“ segir Aðalsteinn. Trúir því að allir farið að lögum og reglum Sem áður segir hefur forysta Eflingar gefið það út að félagatal verði ekki afhent þrátt fyrir úrskurð um heimild til beinnar aðfarargerðar til að fá skrána afhenta. „Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum og að forysta félagsins fylgi ekki dómi héraðsdóms. Það kæmi mér gríðarlega á óvart. Það eru ákveðnar leikreglur sem allir þurfa að fylgja á vinnumarkaði og ég hreinlega reikna með því að fólk muni gera það,“ segir Aðalsteinn. Hefur boðað til fundar Aðalsteinn segist hafa boðað Eflingu og Samtök atvinnulífsins á morgun til þess að ræða um framkvæmd atkvæðagreiðslu. Hann vonist til þess að hitta deiluaðila í fyrramálið og eftir það geti hann svarað því hvenær atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna fer fram. Viðtal við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Nú hljóti félagatalið að nást úr krumlum forystu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins býst við því að þar til bærir embættismenn muni einhenda sér í það verkefni að „ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ 6. febrúar 2023 15:45 Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Héraðsdómur skar í dag úr um að Eflingu bæri að afhenda ríkissáttasemjara skrá með kennitölum allra atkvæðisbærra félagsmanna hennar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur hins vegar sagt að Efling muni ekki afhenda félagatalið fyrr en Landréttur hefur skorið úr málinu eftir áfrýjun félagsins, sem lýst var yfir um leið og úrskurður var kveðinn upp í dag. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá. Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Dómari neitaði að fresta réttaráhrifum Efling krafðist þess í málinu að réttaráhrifum úrskurðar héraðsdóms yrði frestað þar til leyst hafi verið úr kærumáli fyrir æðri dómstól. Í niðurstöðukafla dómsins segir að meginregla fullnusturéttarfars sé að málskot fresti ekki framkvæmd aðfarargerðar. Héraðsdómari megi þó ákveða hið gagnstæða eftir kröfu einhvers málsaðila. „Í máli þessu er tekist á um það hvort rétt sé að bera tillögu til málamiðlunar í kjaradeilu undir atkvæði þeirra félagsmanna sem tillagan varðar. Að því virtu að með því er leitað beint til félagsmanna gerðarþola, sem gerðarþoli sækir umboð sitt frá, verður ekki séð að efni standi til að fallast á kröfu gerðarþola um frestun réttaráhrifa gerðarinnar,“ segir í dómi. Því er ekkert því til fyrirstöðu að bein aðfarargerð verði gerð til þess að krefjast afhendingar félagaskrárinnar þá þegar. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að dómur héraðsdóms sé alveg skýr að þessu leyti, Efling verði einfaldlega að afhenda félagatal. Kjarni málsins að meirihlutinn ráði Aðalsteinn segist fagna niðurstöðu héraðsdóms og segir kjarna málsins vera að meirihluti félagsmanna fái að ráða í kjaradeilunni. „Í fyrsta lagi tekur héraðsdómur af allan vafa um það að þessi miðlunartillaga er að miðlunartillagan er fullkomlega löglega fram sett. Í annan stað segir héraðsdómur hátt og skýrt að Eflingu ber að veita félagsmönnum tækifæri til að greiða atkvæði um miðlunartillöguna, sem er það sem málið snýst um,“ segir hann. Þá segir Aðalsteinn að það hafi verið rætt ítarlega þegar lög um vinnudeilur voru sett að tilgangur þess að lögsetja atkvæði um miðlunartillögu væri að meirihluti félagsmanna fengi að ráða. Að það væri ekki lítill minnihluti félagsmanna sem tæki allar ákvarðanir í kjaradeilum. „Ég er mjög bjartsýnn á það, í það minnsta, að félagsmenn fái tækifæri til að greiða atkvæði um það og að sjálfsögðu líka aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins, hvort þau vilji frekar þessa lausn sem ég legg upp í miðlunartillögunni eða halda áfram á þeirri átakaleið, sem mörkuð hefur verið og við fáum þá skýra niðurstöðu með það,“ segir Aðalsteinn. Trúir því að allir farið að lögum og reglum Sem áður segir hefur forysta Eflingar gefið það út að félagatal verði ekki afhent þrátt fyrir úrskurð um heimild til beinnar aðfarargerðar til að fá skrána afhenta. „Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum og að forysta félagsins fylgi ekki dómi héraðsdóms. Það kæmi mér gríðarlega á óvart. Það eru ákveðnar leikreglur sem allir þurfa að fylgja á vinnumarkaði og ég hreinlega reikna með því að fólk muni gera það,“ segir Aðalsteinn. Hefur boðað til fundar Aðalsteinn segist hafa boðað Eflingu og Samtök atvinnulífsins á morgun til þess að ræða um framkvæmd atkvæðagreiðslu. Hann vonist til þess að hitta deiluaðila í fyrramálið og eftir það geti hann svarað því hvenær atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna fer fram. Viðtal við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Nú hljóti félagatalið að nást úr krumlum forystu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins býst við því að þar til bærir embættismenn muni einhenda sér í það verkefni að „ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ 6. febrúar 2023 15:45 Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Nú hljóti félagatalið að nást úr krumlum forystu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins býst við því að þar til bærir embættismenn muni einhenda sér í það verkefni að „ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ 6. febrúar 2023 15:45
Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34