Hann var þó handtekinn eftir að hann var fluttur aftur á þurrt land og í ljós kom að hann var eftirlýstur. Maðurinn, sem heitir Jericho Wolf Labonte og er 35 ára gamall, var eftirlýstur fyrir að hafa skilið fisk eftir á palli húss sem birtist í kvikmyndinni Goonies frá 1985.
Hann er grunaður um þjófnað, bátaþjófnað og um að ógna öryggi annarra. Labonte var einnig eftirlýstur í Kanada fyrir aðra glæpi, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Aðdraganda björgunarinnar og handtökunnar má rekja til miðvikudagsins í síðustu viku. Þá var lögreglan í Astoria í Oregon, látin vita af því að Labonte hefði skilið eftir dauðan fisk á palli áðurnefnds húss, sem var nýverið selt til aðdáanda myndarinnar Goonies. Labonte birti einnig myndband af sér dansa á pallinum en hann var þar í leyfisleysi.
(3/4) As he entered the water the vessel capsized but the rescue swimmer was able to safely recover the individual. He was flown back to Coast Guard Base Astoria where EMS was waiting to evaluate and treat the man. pic.twitter.com/woJ72rkFz7
— USCGPacificNorthwest (@USCGPacificNW) February 3, 2023
AP segir einnig að Labonte hafi í kjölfarið stolið snekkju í Astoria og var það snekkjan sem honum var bjargað úr á föstudaginn. Eftir að áhöfn þyrlu Strandgæslunnar flutti Labonte í land á föstudaginn, fannst hann í athvarfi fyrir heimilislausa í öðrum bæ, skammt frá Astoria. Þar hafði hann komið sér fyrir undir dulnefni.
„Þetta voru undarlegir tveir sólarhringar,“ hefur AP eftir Stacey Kelly, lögreglustjóra Astoria, þar sem Labonte var handtekinn.
Myndband af því þegar Labonte var bjargað á föstudaginn má sjá hér að neðan.