Aðalheiður Anna og Flóvent sigruðu fyrsta mót meistaradeildar Líflands 2023 Meistaradeild Líflands 6. febrúar 2023 10:05 Aðalheiður Anna og Flóvent sigruðu mótið Fyrsta mót Meistaradeildar Líflands var haldið síðastliðinn fimmtudag í glæsilegri aðstöðu HorseDay hallarinnar á Ingólfshvoli. Keppt var í fjórgangi og var eftirvæntingin mikil að tímabilið myndi hefjast á ný. Frítt var inn í höllina í boði Íslenskra Verðbréfa og var stúkan þétt setin af áhugasömum áhorfendum, stemningin var hreint út sagt frábær og má segja að önnur eins stemning hafi vart sést á áhorfendapöllum um árabil. Áhorfi á beina útsendingu fór einnig langt fram úr væntingum á Alendis.is og er ljóst að áhugi á deildinni er orðinn alþjóðlegur, áhorfið á beina útsendingu deildarinar skiptist nokkuð jafnt innanlands og erlendis, varðandi erlenda hlutan þá voru 42% áhorfenda frá norðurlöndunum og 32% frá þýskalandi. Klippa: Meistaradeildarmót Líflands í fjórgangi Aðstæður voru til fyrirmyndar hvert sem litið var en í HorseDay höllinni er að finna eina bestu aðstöðu fyrir hesta og knapa á þessum árstíma en þarna er upphitunaraðstaða innandyra og hesthúspláss fyrir alla og vakti það gríðarlega lukku meðal keppenda. En til leiks voru mættir 25 knapar með hesta sína, þar á meðal einn í sérstakt uppboðssæti sem er skemmtilegur vinkill á deildinni. Hægt er að kaupa sig inn í stök mót og hæsta boði tekið hverju sinni og að þessu sinni var það Ólöf Rún Guðmundsdóttir og átti glæsilega sýningu á merinni Snót frá Laugardælum og enduðu þær í 16. sæti. Ólöf Rún Guðmundsdóttir og Snót frá Laugardælum Eftir virkilega skemmtilega forkeppni var það Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem leiddi leika nokkuð örugglega á Flóvent frá Breiðstöðum með einkunnina 7.90. Önnur var Ragnhildur Haraldsdóttir á Úlfi frá Mosfellsbæ með 7.43 og fast á hæla hennar voru þau Þorgeir Ólafsson á Váki frá Vatnsenda og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli jöfn með 7.23. Því næst var það Signý Sól Snorradóttir á Kolbeini frá Horni 1 með 7.20 og síðastur inn í úrslit var Hans Þór Hilmarsson á Fáki frá Kaldbak með 7.17 Aðalheiður og Flóvent leiddu eftir forkeppni og héldu þeirri forystu í A úrslitum A úrslitin voru spennandi og mátti sjá knapa einbeitta enda mikið í húfi á þessu fyrsta kvöldi vetrarins í stigasöfnun deildarinnar. Eftir hæga töltið voru það Aðalheiður og Flóvent sem leiddu og héldu þau þeirri forystu nokkuð örugglega allt til enda og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í fjórgangi Meistaradeildar Líflands 2023 með einkunn upp á hvorki meira né minna en 8.22. Slík einkunn hefur ekki sést síðastliðin ár í fjórgangi í Meistaradeildinni og spurning hvort þessi árangur Aðalheiðar sé ekki sá allra besti í sögu deildarinnar. Topp 6 eftir A úrslitin Í öðru sæti var nýliðinn og jafnframt yngsti keppandi kvöldsins Signý Sól Snorradóttir og Kolbeinn með einkunnina 7.60 og í því þriðja höfnuðu Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga með einkunnina 7.40. Eins og fyrr segir var þetta fyrsta mót Signýjar Sólar í Meistaradeildinni en hún er jafnframt yngsti keppandinn í ár eða einungis 18 ára gömul og vann mikið þrekvirki þetta kvöld í að komast á pall meðal eldri og reyndari knapa. Virkilega vel gert hjá Signýju og verður gaman að fylgja henni eftir í vetur ásamt sjö öðrum ungum knöpum sem eru nýliðar í deildinni í vetur. Signý Sól og Kolbeinn lentu í öðru sæti, hún er jafnframt yngsti knapi deildarinnar í ár Liðakeppni kvöldsins sigraði lið Ganghesta/Margrétarhofs með 59 stig en liðið var með tvo knapa í úrslitum, þær Aðalheiði Önnu og Ragnhildi en Glódís Rún keppti einnig fyrir liðið. Næsta mót er á fimmtudaginn 9. febrúar, í HorseDay höllinni Ingólfshvoli en keppt verður í slaktaumatölti T2. Í fyrra voru það Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðabólstað sem sigruðu nokkuð óvænt eftir hörkuspennandi keppni og verður gaman að sjá hvort þeir félagar mæti til leiks til að verja titilinn. En það kemur í ljós á þriðjudaginn kl 20 þegar dregið verður í rásröð í beinni útsendingu á Alendis. Í ljósi þess að áhugi áhorfenda á síðasta keppniskvöldi var mikill þá hafa Íslensk Verðbréf ákveða að endurtaka leikinn og bjóða öllum þeim sem vilja mæta í HorseDay höllina frítt inn, mælt er með að áhorfendur mæti tímanlega til að fá góð sæti ásamt því að njóta góðra veitinga, fyrir keppni og í hlé Hestaíþróttir Hestar Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Frítt var inn í höllina í boði Íslenskra Verðbréfa og var stúkan þétt setin af áhugasömum áhorfendum, stemningin var hreint út sagt frábær og má segja að önnur eins stemning hafi vart sést á áhorfendapöllum um árabil. Áhorfi á beina útsendingu fór einnig langt fram úr væntingum á Alendis.is og er ljóst að áhugi á deildinni er orðinn alþjóðlegur, áhorfið á beina útsendingu deildarinar skiptist nokkuð jafnt innanlands og erlendis, varðandi erlenda hlutan þá voru 42% áhorfenda frá norðurlöndunum og 32% frá þýskalandi. Klippa: Meistaradeildarmót Líflands í fjórgangi Aðstæður voru til fyrirmyndar hvert sem litið var en í HorseDay höllinni er að finna eina bestu aðstöðu fyrir hesta og knapa á þessum árstíma en þarna er upphitunaraðstaða innandyra og hesthúspláss fyrir alla og vakti það gríðarlega lukku meðal keppenda. En til leiks voru mættir 25 knapar með hesta sína, þar á meðal einn í sérstakt uppboðssæti sem er skemmtilegur vinkill á deildinni. Hægt er að kaupa sig inn í stök mót og hæsta boði tekið hverju sinni og að þessu sinni var það Ólöf Rún Guðmundsdóttir og átti glæsilega sýningu á merinni Snót frá Laugardælum og enduðu þær í 16. sæti. Ólöf Rún Guðmundsdóttir og Snót frá Laugardælum Eftir virkilega skemmtilega forkeppni var það Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem leiddi leika nokkuð örugglega á Flóvent frá Breiðstöðum með einkunnina 7.90. Önnur var Ragnhildur Haraldsdóttir á Úlfi frá Mosfellsbæ með 7.43 og fast á hæla hennar voru þau Þorgeir Ólafsson á Váki frá Vatnsenda og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli jöfn með 7.23. Því næst var það Signý Sól Snorradóttir á Kolbeini frá Horni 1 með 7.20 og síðastur inn í úrslit var Hans Þór Hilmarsson á Fáki frá Kaldbak með 7.17 Aðalheiður og Flóvent leiddu eftir forkeppni og héldu þeirri forystu í A úrslitum A úrslitin voru spennandi og mátti sjá knapa einbeitta enda mikið í húfi á þessu fyrsta kvöldi vetrarins í stigasöfnun deildarinnar. Eftir hæga töltið voru það Aðalheiður og Flóvent sem leiddu og héldu þau þeirri forystu nokkuð örugglega allt til enda og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í fjórgangi Meistaradeildar Líflands 2023 með einkunn upp á hvorki meira né minna en 8.22. Slík einkunn hefur ekki sést síðastliðin ár í fjórgangi í Meistaradeildinni og spurning hvort þessi árangur Aðalheiðar sé ekki sá allra besti í sögu deildarinnar. Topp 6 eftir A úrslitin Í öðru sæti var nýliðinn og jafnframt yngsti keppandi kvöldsins Signý Sól Snorradóttir og Kolbeinn með einkunnina 7.60 og í því þriðja höfnuðu Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga með einkunnina 7.40. Eins og fyrr segir var þetta fyrsta mót Signýjar Sólar í Meistaradeildinni en hún er jafnframt yngsti keppandinn í ár eða einungis 18 ára gömul og vann mikið þrekvirki þetta kvöld í að komast á pall meðal eldri og reyndari knapa. Virkilega vel gert hjá Signýju og verður gaman að fylgja henni eftir í vetur ásamt sjö öðrum ungum knöpum sem eru nýliðar í deildinni í vetur. Signý Sól og Kolbeinn lentu í öðru sæti, hún er jafnframt yngsti knapi deildarinnar í ár Liðakeppni kvöldsins sigraði lið Ganghesta/Margrétarhofs með 59 stig en liðið var með tvo knapa í úrslitum, þær Aðalheiði Önnu og Ragnhildi en Glódís Rún keppti einnig fyrir liðið. Næsta mót er á fimmtudaginn 9. febrúar, í HorseDay höllinni Ingólfshvoli en keppt verður í slaktaumatölti T2. Í fyrra voru það Flosi Ólafsson og Forkur frá Breiðabólstað sem sigruðu nokkuð óvænt eftir hörkuspennandi keppni og verður gaman að sjá hvort þeir félagar mæti til leiks til að verja titilinn. En það kemur í ljós á þriðjudaginn kl 20 þegar dregið verður í rásröð í beinni útsendingu á Alendis. Í ljósi þess að áhugi áhorfenda á síðasta keppniskvöldi var mikill þá hafa Íslensk Verðbréf ákveða að endurtaka leikinn og bjóða öllum þeim sem vilja mæta í HorseDay höllina frítt inn, mælt er með að áhorfendur mæti tímanlega til að fá góð sæti ásamt því að njóta góðra veitinga, fyrir keppni og í hlé
Hestaíþróttir Hestar Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira