„Eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2023 21:48 Guðmundur Hólmar Helgason skoraði níu mörk fyrir Selfyssinga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld. „Leikurinn kannski bar þess merki að liðin eru búin að vera í langri pásu. Það kemur alltaf eftir janúarpásuna og það var mikið af töpuðum boltum og svona,“ sagði Guðmundur Hólmar eftir sigurinn í kvöld. „En heilt yfir fannst mér þetta bara fínn leikur. Og kannski sérstaklega af því að það er þetta sem við höfum verið að tala um sem er þessi andlegi hluti. Við erum svolítið að elta en við gefumst aldrei upp sem ég er bara mjög sáttur með.“ Guðmundur var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga í upphafi leiks og skoraði fyrstu fjögur mörk liðsins í kvöld. „Ég held að það sé bara það að ég sé lélegur spilari og fór alltaf bara fyrir sjálfan mig,“ sagði Guðmundur léttur. „En við vorum kannski bara ekki alveg í takt við hvern annan. Tímasetningarnar voru off og Atli [Ævar Ingólfsson] var kannski ekki í takt við okkur þar sem hann er sjálfur að koma til baka eftir lengri pásu en við þannig það á sér alveg skýringar. Í byrjun þá var það ég og svo tóku bara aðrir við.“ Um miðbik seinni hálfleiks færðu Haukarnir vörnina framar og náðu að hægja vel á sóknarleik Selfyssinga. Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem framliggjandi vörn hefur slæm áhrif á sóknarleik liðsins og Guðmundur gerir sér grein fyrir því að það sé eitthvað sem liðið þarf að bæta. „Ég held að flest liðin taki upp þetta vopn á móti okkur að fara í framliggjandi vörn. Við höfum átt í erfiðleikum með það. Það gekk ekkert frábærlega í dag en samt vorum við að finna ákveðnar lausnir og skapa okkur fínar stöður. Það er bara eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna í.“ Þá segir Guðmundur að Selfossliðið sé farið að horfa upp töfluna eftir sigurinn í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir lykilmenn liðsins séu að koma til baka eftir meiðsli. „Klárlega. Mér finnst bara að við eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust. Við erum að fá flotta menn inn - Raggi, Atli og Richard. Þetta eru leiðtogar bæði innan vallar sem utan og að fá þá inn í leikinn og inn á æfingarnar lyftir tempóinu og hjálpar okkur hinum sem erum þarna fyrir.“ Að lokum segir Guðmundur að eins marks tap liðsins gegn Haukum i þriðju umferð á þessu tímabili hafi setið í liðinu og að leikmenn hafi nýtt sér það til að gíra sig fyrir leik kvöldsins. „Auðvitað sat tapið í okkur og þessi leikur þróaðist pínu eins. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik þá og komust sjö mörkum yfir og voru held ég fimm mörkum yfir í hálfleik. Svo komum við til baka og náum að jafna þann leik þegar það er korter eftir en töpum með einu þannig þetta var bara svipaður leikur, en bara geggjað núna að hafa klárað þetta,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
„Leikurinn kannski bar þess merki að liðin eru búin að vera í langri pásu. Það kemur alltaf eftir janúarpásuna og það var mikið af töpuðum boltum og svona,“ sagði Guðmundur Hólmar eftir sigurinn í kvöld. „En heilt yfir fannst mér þetta bara fínn leikur. Og kannski sérstaklega af því að það er þetta sem við höfum verið að tala um sem er þessi andlegi hluti. Við erum svolítið að elta en við gefumst aldrei upp sem ég er bara mjög sáttur með.“ Guðmundur var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga í upphafi leiks og skoraði fyrstu fjögur mörk liðsins í kvöld. „Ég held að það sé bara það að ég sé lélegur spilari og fór alltaf bara fyrir sjálfan mig,“ sagði Guðmundur léttur. „En við vorum kannski bara ekki alveg í takt við hvern annan. Tímasetningarnar voru off og Atli [Ævar Ingólfsson] var kannski ekki í takt við okkur þar sem hann er sjálfur að koma til baka eftir lengri pásu en við þannig það á sér alveg skýringar. Í byrjun þá var það ég og svo tóku bara aðrir við.“ Um miðbik seinni hálfleiks færðu Haukarnir vörnina framar og náðu að hægja vel á sóknarleik Selfyssinga. Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem framliggjandi vörn hefur slæm áhrif á sóknarleik liðsins og Guðmundur gerir sér grein fyrir því að það sé eitthvað sem liðið þarf að bæta. „Ég held að flest liðin taki upp þetta vopn á móti okkur að fara í framliggjandi vörn. Við höfum átt í erfiðleikum með það. Það gekk ekkert frábærlega í dag en samt vorum við að finna ákveðnar lausnir og skapa okkur fínar stöður. Það er bara eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna í.“ Þá segir Guðmundur að Selfossliðið sé farið að horfa upp töfluna eftir sigurinn í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir lykilmenn liðsins séu að koma til baka eftir meiðsli. „Klárlega. Mér finnst bara að við eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust. Við erum að fá flotta menn inn - Raggi, Atli og Richard. Þetta eru leiðtogar bæði innan vallar sem utan og að fá þá inn í leikinn og inn á æfingarnar lyftir tempóinu og hjálpar okkur hinum sem erum þarna fyrir.“ Að lokum segir Guðmundur að eins marks tap liðsins gegn Haukum i þriðju umferð á þessu tímabili hafi setið í liðinu og að leikmenn hafi nýtt sér það til að gíra sig fyrir leik kvöldsins. „Auðvitað sat tapið í okkur og þessi leikur þróaðist pínu eins. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik þá og komust sjö mörkum yfir og voru held ég fimm mörkum yfir í hálfleik. Svo komum við til baka og náum að jafna þann leik þegar það er korter eftir en töpum með einu þannig þetta var bara svipaður leikur, en bara geggjað núna að hafa klárað þetta,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30