Er höfundur Njálu handan við hornið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. febrúar 2023 15:00 Síða úr Brennu-Njáls sögu í Möðruvallabók. Möðruvallabók er handrit frá 13. öld sem inniheldur 11 Íslendingasögur, þ.á m. Njálu og Egils sögu. Det store norske leksikon Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár. Spænska gullöldin Á Spáni eru tveir óumdeildir risar þess tímabils sem kallast gullöld spænskra bókmennta. Hún stóð yfir frá sameiningu Spánar og landnámi Spánverja í Ameríku í lok 15. aldar og fram yfir miðja 17. öld. Þessir risar voru annars vegar Miguel de Cervantes, sem skrifaði eina bestu skáldsögu allra tíma um riddarann sjónumhrygga, Don Kíkóta og hins vegar Lope de Vega, sem er einn allra afkastamesti rithöfundur sögunnar, en eftir hann liggja rúmlega 3.000 verk; skáldsögur, ljóð, smásögur og leikrit, en þau voru ekki færri en 500 talsins. Gervigreind leysti tæplega 150 ára ráðgátu Á landsbókasafni Spánar hefur legið leikrit frá því 1882, sem enginn veit hver skrifaði. Fyrir rúmlega ári réðust spænskir fræðimenn í það verk að leita liðsinnis gervigreindarforrita til þess að freista þess að finna höfund verksins. Fyrst fór verkið í gegnum forritið Transkribus, sem er evrópskt verkefni sem hýst er við háskólann í Innsbruck. Forritið var matað á 1.300 handritum frá gullöldinni og svo var forritið matað á hinu dularfulla leikriti. Eftir það var leikritið sett inn í annað gervigreindarforrit á Spáni þar sem hýst eru 2.800 leikrit eftir 350 höfunda frá 16. og 17. öld. Loks voru grisjuð út 500 algengustu orð leikritsins og þau borin saman við sambærilegan orðabanka annarra leikrita og þá kom hið endanlega svar sem fræðimönnum hafði ekki tekist að svara í tæplega 150 ár: Leikritið „Lára hin franska“ er, án vafa, eftir Lope de Vega. Germán Vega, prófessor í spænskum bókmenntum, segir í samtali við El País, að gervigreindin hafi gert gott betur en að finna höfund leikritsins, hún slær því föstu að Lope de Vega hafi skrifað það 5-6 árum fyrir dauða sinn, árið 1635. Uppgötvunin var gerð heyrinkunn í síðustu viku, í árlegu fræðiriti sem eingöngu fæst við rannsóknir á verkum Lope de Vega. Getur gervigreind fundið höfund Njálu? Spurningin fyrir íslenskan bókmenntaheim, í ljósi þessarar uppgötvunar, er einföld: Tekst íslenskri þjóð loksins, og kannski innan skamms, að komast að því hverjir eru höfundar Íslendingasagna á borð við Brennu-Njáls sögu og annarra stórvirkja sögualdar? Spánn Bókmenntir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Spænska gullöldin Á Spáni eru tveir óumdeildir risar þess tímabils sem kallast gullöld spænskra bókmennta. Hún stóð yfir frá sameiningu Spánar og landnámi Spánverja í Ameríku í lok 15. aldar og fram yfir miðja 17. öld. Þessir risar voru annars vegar Miguel de Cervantes, sem skrifaði eina bestu skáldsögu allra tíma um riddarann sjónumhrygga, Don Kíkóta og hins vegar Lope de Vega, sem er einn allra afkastamesti rithöfundur sögunnar, en eftir hann liggja rúmlega 3.000 verk; skáldsögur, ljóð, smásögur og leikrit, en þau voru ekki færri en 500 talsins. Gervigreind leysti tæplega 150 ára ráðgátu Á landsbókasafni Spánar hefur legið leikrit frá því 1882, sem enginn veit hver skrifaði. Fyrir rúmlega ári réðust spænskir fræðimenn í það verk að leita liðsinnis gervigreindarforrita til þess að freista þess að finna höfund verksins. Fyrst fór verkið í gegnum forritið Transkribus, sem er evrópskt verkefni sem hýst er við háskólann í Innsbruck. Forritið var matað á 1.300 handritum frá gullöldinni og svo var forritið matað á hinu dularfulla leikriti. Eftir það var leikritið sett inn í annað gervigreindarforrit á Spáni þar sem hýst eru 2.800 leikrit eftir 350 höfunda frá 16. og 17. öld. Loks voru grisjuð út 500 algengustu orð leikritsins og þau borin saman við sambærilegan orðabanka annarra leikrita og þá kom hið endanlega svar sem fræðimönnum hafði ekki tekist að svara í tæplega 150 ár: Leikritið „Lára hin franska“ er, án vafa, eftir Lope de Vega. Germán Vega, prófessor í spænskum bókmenntum, segir í samtali við El País, að gervigreindin hafi gert gott betur en að finna höfund leikritsins, hún slær því föstu að Lope de Vega hafi skrifað það 5-6 árum fyrir dauða sinn, árið 1635. Uppgötvunin var gerð heyrinkunn í síðustu viku, í árlegu fræðiriti sem eingöngu fæst við rannsóknir á verkum Lope de Vega. Getur gervigreind fundið höfund Njálu? Spurningin fyrir íslenskan bókmenntaheim, í ljósi þessarar uppgötvunar, er einföld: Tekst íslenskri þjóð loksins, og kannski innan skamms, að komast að því hverjir eru höfundar Íslendingasagna á borð við Brennu-Njáls sögu og annarra stórvirkja sögualdar?
Spánn Bókmenntir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira