Covid faraldur á Djúpavogi og þorrablóti frestað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 12:04 Íbúar í Djúpavogi glíma margir hverjir við veikindi þessa dagana en fjölmörg Covid smit hafa greinst undanfarið í bænum. Vísir/Vilhelm Þorrablóti sem til stóð að halda á Djúpavogi í kvöld hefur verið frestað vegna veikinda sem herja á bæjarbúa en fjölmargir íbúar hafa greinst með Covid-19 undanfarna daga. Skólastjóri og formaður þorrablótsnefndar eru meðal þeirra sem greinst hafa með veiruna. Þorrablótinu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað um tvær vikur. Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar að blótinu hefði verið frestað vegna veikinda, bæði hjá íbúum bæjarins og aðilum í nefndinni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 í vikunni. „Við vorum í góðu samtali við Heilbrigðisstofnun Austurlands og tókum ákvörðum út frá því samtali um að fresta þorrablótinu. Án þess þó að þau segðu beinlínis af eða á, við tókum þessa ákvörðun,“ segir Jóhanna. Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar er með Covid líkt og fjölmargir aðrir á Djúpavogi. Facebook Engar sóttvarvarnarráðstafanir eða leiðbeiningar eru í gildi og segir Jóhanna að það hefði í raun verið betra ef það væri skýr rammi frá stjórnvöldum varðandi ráðstafanir þegar þessi staða kemur upp. Uppsafnað slúður síðan 2020 Jóhanna segist ekki vita til þess að neinn væri alvarlega veikur en fólk væri með þessi hefðbundnu flensueinkenni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 fyrr í vikunni og segir það gilda um fleiri í þorrablótsnefndinni og börn þeirra. „Þetta er auðvitað fámennur bær. Við ákváðum að hugsa eins og þríeykið og reyna að fletja úr kúrfuna svo að samfélagið færi ekki alveg á hliðina,“ segir Jóhanna. „Við vitum svo sem ekkert hvernig staðan verður eftir tvær vikur en við mátum það sem svo að það væri álitlegur tími til að jafna sig.“ Jóhanna segir engan ósáttan við frestunina heldur þvert á móti. „Ég held að það hafi bara allir verið glaðir yfir því að þessu væri frestað. Þetta er mikilvægur samfélagslegur viðburður og við viljum auðvitað að sem flestir komist. Þetta er fyrsta þorrablótið í þrjú ár, við erum búin að safna slúðri síðan í febrúar 2020.“ Skólastjóri á meðal smitaðra Þorbjörg Sandholt skólastjóri grunnskólans á Djúpavogi er ein af þeim sem eru með Covid-19. Aðeins mætti um helmingur nemenda í skólann í síðustu viku auk þess sem margir starfsmenn voru fjarverandi. Þorbjörg vill þó ekki gera mikið úr málinu og segir alls óljóst hvort um sé að ræða covidfaraldur eða árstíðabundna flensu. „Staðan er sú að það er flensa og það eru engar reglur í gildi svo fólk er að reyna taka ábyrgð. Það eru alltaf forföll í grunnskólanum á þessum árstíma, vissulega svolítið extra mikið núna,“ segir Þorbjörg. „Við erum að reyna að ná utan um aðstæður, það er margt í gangi, flensa, vont veður og covid. Mér finnst þetta svolítið blásið upp," sagði Þorbjörg. Þorrablótið mun fara fram 18.febrúar næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Austurlands Múlaþing Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Þorrablótinu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað um tvær vikur. Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar að blótinu hefði verið frestað vegna veikinda, bæði hjá íbúum bæjarins og aðilum í nefndinni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 í vikunni. „Við vorum í góðu samtali við Heilbrigðisstofnun Austurlands og tókum ákvörðum út frá því samtali um að fresta þorrablótinu. Án þess þó að þau segðu beinlínis af eða á, við tókum þessa ákvörðun,“ segir Jóhanna. Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar er með Covid líkt og fjölmargir aðrir á Djúpavogi. Facebook Engar sóttvarvarnarráðstafanir eða leiðbeiningar eru í gildi og segir Jóhanna að það hefði í raun verið betra ef það væri skýr rammi frá stjórnvöldum varðandi ráðstafanir þegar þessi staða kemur upp. Uppsafnað slúður síðan 2020 Jóhanna segist ekki vita til þess að neinn væri alvarlega veikur en fólk væri með þessi hefðbundnu flensueinkenni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 fyrr í vikunni og segir það gilda um fleiri í þorrablótsnefndinni og börn þeirra. „Þetta er auðvitað fámennur bær. Við ákváðum að hugsa eins og þríeykið og reyna að fletja úr kúrfuna svo að samfélagið færi ekki alveg á hliðina,“ segir Jóhanna. „Við vitum svo sem ekkert hvernig staðan verður eftir tvær vikur en við mátum það sem svo að það væri álitlegur tími til að jafna sig.“ Jóhanna segir engan ósáttan við frestunina heldur þvert á móti. „Ég held að það hafi bara allir verið glaðir yfir því að þessu væri frestað. Þetta er mikilvægur samfélagslegur viðburður og við viljum auðvitað að sem flestir komist. Þetta er fyrsta þorrablótið í þrjú ár, við erum búin að safna slúðri síðan í febrúar 2020.“ Skólastjóri á meðal smitaðra Þorbjörg Sandholt skólastjóri grunnskólans á Djúpavogi er ein af þeim sem eru með Covid-19. Aðeins mætti um helmingur nemenda í skólann í síðustu viku auk þess sem margir starfsmenn voru fjarverandi. Þorbjörg vill þó ekki gera mikið úr málinu og segir alls óljóst hvort um sé að ræða covidfaraldur eða árstíðabundna flensu. „Staðan er sú að það er flensa og það eru engar reglur í gildi svo fólk er að reyna taka ábyrgð. Það eru alltaf forföll í grunnskólanum á þessum árstíma, vissulega svolítið extra mikið núna,“ segir Þorbjörg. „Við erum að reyna að ná utan um aðstæður, það er margt í gangi, flensa, vont veður og covid. Mér finnst þetta svolítið blásið upp," sagði Þorbjörg. Þorrablótið mun fara fram 18.febrúar næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Austurlands Múlaþing Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira