Stærðarinnar smíðaverkstæði brunnið í Fljótsdal Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 22:42 Brunavarnir Austurlands eru á vettvangi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Fjárhús við bæinn Víðivelli 1 í Fljótsdalshreppi stendur í ljósum logum eftir að eldur kom upp í því um klukkan 21 í kvöld. Slökkvistarf gengur vel og hvorki menn né málleysingjar voru í húsunum, enda hefur það um árabil verið notað sem smíðaverkstæði. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austurlands, segir í samtali við Vísi að slökkvilið sé mætt á staðinn og að menn standi í ströngu við að ráða niðurlögum eldsins. Hann segir að slökkvistarf gangi vel og að enginn hafi verið í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Í frétt Austurfréttar, sem greindi fyrst frá brunanum, segir að fjárhúsið hafi ekki verið notuð sem slíkt um árabil heldur hafi það verið notað sem trésmíðaverkstæði. Hörður Guðmundsson, sem leigir fjárhúsið, sem er um 400 fermetrar að stærð, undir trésmíðaverkstæði sitt, segir í samtali við Vísi að svo megi segja að verkstæðið hans sé brunnið til kaldra kola ásamt öllum hans verkfærum. Þeirra á meðal séu stórar trésmíðavélar og því ljóst að tjónið sé mikið. Hann segir að vel hafi gengið að hemja eldinn og að hann hafi ekki náð að læsa sér í nærliggjandi hlöðu. Þar séu aðeins sótskemmdir. Þá segir í frétt Austurfréttar að bærinn Víðivellir 1 standi nánast beint á móti félagsheimilinu Végarði Suðurdalsmegin. Þar hafi fólk verið við undirbúning þorrablót og orðið vart við eldinn upp úr klukkan 21. Fréttin hefur verið uppfærð. Slökkvilið Fljótsdalshreppur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austurlands, segir í samtali við Vísi að slökkvilið sé mætt á staðinn og að menn standi í ströngu við að ráða niðurlögum eldsins. Hann segir að slökkvistarf gangi vel og að enginn hafi verið í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Í frétt Austurfréttar, sem greindi fyrst frá brunanum, segir að fjárhúsið hafi ekki verið notuð sem slíkt um árabil heldur hafi það verið notað sem trésmíðaverkstæði. Hörður Guðmundsson, sem leigir fjárhúsið, sem er um 400 fermetrar að stærð, undir trésmíðaverkstæði sitt, segir í samtali við Vísi að svo megi segja að verkstæðið hans sé brunnið til kaldra kola ásamt öllum hans verkfærum. Þeirra á meðal séu stórar trésmíðavélar og því ljóst að tjónið sé mikið. Hann segir að vel hafi gengið að hemja eldinn og að hann hafi ekki náð að læsa sér í nærliggjandi hlöðu. Þar séu aðeins sótskemmdir. Þá segir í frétt Austurfréttar að bærinn Víðivellir 1 standi nánast beint á móti félagsheimilinu Végarði Suðurdalsmegin. Þar hafi fólk verið við undirbúning þorrablót og orðið vart við eldinn upp úr klukkan 21. Fréttin hefur verið uppfærð.
Slökkvilið Fljótsdalshreppur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira