„Auðvitað er það missir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. febrúar 2023 21:00 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur kvatt íslenska landsliðið eftir að hafa spilað fyrir hönd Íslands í fimmtán ár og sett leikjamet. VÍSIR/VILHELM Landsliðshópur kvenna í fótbolta var kynntur í dag fyrir komandi æfingamót á Spáni. Þar verður Glódís Perla Viggósdóttir nýr fyrirliði eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir lagði skóna á hilluna. Sara Björk var landsliðsfyrirliði um árabil og er leikjahæst í sögu landsliðsins með 139 landsleiki. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segir að hennar verði saknað. „Þú þarft ekki annað en að skoða hennar prófíl sem knattspyrnukona undanfarin tíu ár til að sjá að það sem hún hefur gert úti og með landsliðinu er gríðarlega mikið. Hún gefur liðinu mikið sem einstaklingur bæði innan og utan vallar,“ „Auðvitað er það missir að missa konu á þessu leveli úr liðinu. En þetta er bara gangur fótbolta. Lífaldur knattsyrnukvenna er ekkert rosalega hár. Þetta er bara eitthvað sem við tökumst á við, vinnum út frá og gerum það bara vonandi vel,“ segir Þorsteinn. Þá gefst líklega tækifæri fyrir aðrar til að stíga upp? „Já, er það ekki alltaf. Það er bara næsti leikmaður sem spilar og ég hef enga trú á öðru en að við leysum þetta og gerum það vel.“ segir Þorsteinn. Ísland spilar við Skotland, Wales og Filippseyjar á Pinatar Cup á Spáni síðar í mánuðinum en um er að ræða fyrsta verkefnið eftir að Sara Björk lagði skóna á hilluna. Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir, sem leikur með Bayern Munchen, tekur við bandinu, en hún hefur borið það síðustu ár þegar Sara hefur verið fjarverandi. „Við áttum spjall saman í byrjun árs. Ég tilkynnti þetta og við fórum yfir þetta. Hún veit af þessu og þetta er ekkert nýtt, þannig séð, fyrir hana,“ „Hún er búin að vera varafyrirliði hjá mér síðan ég byrjaði og ég hef enga trú á öðru en að hún muni gera þetta og halda áfram að spila vel fyrir okkur á sama tíma,“ segir Þorsteinn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Sara Björk var landsliðsfyrirliði um árabil og er leikjahæst í sögu landsliðsins með 139 landsleiki. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segir að hennar verði saknað. „Þú þarft ekki annað en að skoða hennar prófíl sem knattspyrnukona undanfarin tíu ár til að sjá að það sem hún hefur gert úti og með landsliðinu er gríðarlega mikið. Hún gefur liðinu mikið sem einstaklingur bæði innan og utan vallar,“ „Auðvitað er það missir að missa konu á þessu leveli úr liðinu. En þetta er bara gangur fótbolta. Lífaldur knattsyrnukvenna er ekkert rosalega hár. Þetta er bara eitthvað sem við tökumst á við, vinnum út frá og gerum það bara vonandi vel,“ segir Þorsteinn. Þá gefst líklega tækifæri fyrir aðrar til að stíga upp? „Já, er það ekki alltaf. Það er bara næsti leikmaður sem spilar og ég hef enga trú á öðru en að við leysum þetta og gerum það vel.“ segir Þorsteinn. Ísland spilar við Skotland, Wales og Filippseyjar á Pinatar Cup á Spáni síðar í mánuðinum en um er að ræða fyrsta verkefnið eftir að Sara Björk lagði skóna á hilluna. Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir, sem leikur með Bayern Munchen, tekur við bandinu, en hún hefur borið það síðustu ár þegar Sara hefur verið fjarverandi. „Við áttum spjall saman í byrjun árs. Ég tilkynnti þetta og við fórum yfir þetta. Hún veit af þessu og þetta er ekkert nýtt, þannig séð, fyrir hana,“ „Hún er búin að vera varafyrirliði hjá mér síðan ég byrjaði og ég hef enga trú á öðru en að hún muni gera þetta og halda áfram að spila vel fyrir okkur á sama tíma,“ segir Þorsteinn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira