Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði Davíð Arnar Stefánsson skrifar 3. febrúar 2023 15:00 Við Hafnfirðingar erum ekki ríkir af votlendi. Það sem einkennir bæjarlandið er hraun, holt og melar, en nánast ekkert votlendi. Segja má að Hafnarfjörður sé heldur þurr á yfirborðinu þótt við vitum að vatnið renni undir hrauninu. Þó er að finna leifar af fornum mýrum í Bleiksmýri og Krýsuvíkurmýri í Krýsuvík sem báðar eru framræstar að mestu. En annað votlendi eru nú að mestu horfnar undir byggðina; götur, hús og önnur mannvirki, fyrir utan Ástjörn auðvitað. Vernd og endurheimt votlendis er lykilaðgerð íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn hlýnun loftslags. Þar gegna sveitarfélögin lykilhlutverki og Hafnarfjörður er þar engin undatekning. Fyrir fáeinum árum var hafist handa við að endurheimta lítinn hluta mýranna í Krýsuvík við Arnarfell. Vonandi hefur vel tekist til en við þurfum að ganga lengra og ljúka verkinu með því endurheimta það sem unnt er á svæðinu. Jafnframt þarf að verja annað votlendi innan bæjarmarkanna fyrir frekara raski og leitast við að tryggja heilbrigði þess. Varðandi Ástjörn. Hún er friðlýst sem einstakt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Okkur Hafnfirðingum er falið að gæta hennar en hún er að sjálfsögðu ekki einkamál okkar. Og nú er sótt að Ástjörn með byggingaráformum sem ógna lífríki hennar. Þau áform á vitanlega að stöðva og leggja fremur drög að stækkun friðlandsins og helgunarsvæði þess. Öðruvís bregðumst við hlutverki okkar. Ágætu Hafnfirðingar til hamingju með alþjóðlegan dag votlendis. Höfundur er sérfræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni og oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Við Hafnfirðingar erum ekki ríkir af votlendi. Það sem einkennir bæjarlandið er hraun, holt og melar, en nánast ekkert votlendi. Segja má að Hafnarfjörður sé heldur þurr á yfirborðinu þótt við vitum að vatnið renni undir hrauninu. Þó er að finna leifar af fornum mýrum í Bleiksmýri og Krýsuvíkurmýri í Krýsuvík sem báðar eru framræstar að mestu. En annað votlendi eru nú að mestu horfnar undir byggðina; götur, hús og önnur mannvirki, fyrir utan Ástjörn auðvitað. Vernd og endurheimt votlendis er lykilaðgerð íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn hlýnun loftslags. Þar gegna sveitarfélögin lykilhlutverki og Hafnarfjörður er þar engin undatekning. Fyrir fáeinum árum var hafist handa við að endurheimta lítinn hluta mýranna í Krýsuvík við Arnarfell. Vonandi hefur vel tekist til en við þurfum að ganga lengra og ljúka verkinu með því endurheimta það sem unnt er á svæðinu. Jafnframt þarf að verja annað votlendi innan bæjarmarkanna fyrir frekara raski og leitast við að tryggja heilbrigði þess. Varðandi Ástjörn. Hún er friðlýst sem einstakt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Okkur Hafnfirðingum er falið að gæta hennar en hún er að sjálfsögðu ekki einkamál okkar. Og nú er sótt að Ástjörn með byggingaráformum sem ógna lífríki hennar. Þau áform á vitanlega að stöðva og leggja fremur drög að stækkun friðlandsins og helgunarsvæði þess. Öðruvís bregðumst við hlutverki okkar. Ágætu Hafnfirðingar til hamingju með alþjóðlegan dag votlendis. Höfundur er sérfræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni og oddviti VG í Hafnarfirði.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar