Það er auðvelt að eyða peningum sem þú átt ekki Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. febrúar 2023 10:30 Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur ávinningur er í besta falli óljós. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum þátttöku í verkefninu Áfangastofa Höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli á hún að samræma hin ýmsu mál ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu og samræma markaðsmál. Þetta verkefni er gott og gilt og mun án efa hjálpa ferðaþjónustunni mikið og ég efa ekki mikilvægi slíkrar stofu. Aftur á móti gerum við í Viðreisn í Hafnarfirði athugasemdir varðandi væntan ávinning Hafnarfjarðar miðað við 14 milljóna rekstrarframlags á ári, það eru miklir peningar. Við gerum einnig athugasemdir varðandi það hvernig hlutfall kostnaðar er ákveðinn. Hann er ákvarðaður út frá íbúafjölda hvers sveitarfélags. Rökin eru þau að tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu séu töluverðar í formi útsvars starfsfólks greinarinnar. Greiningar sýna að fólk innan greinarinnar búi í öllum sveitarfélögunum og starfar um það bil 13% íbúa Hafnarfjarðar við ferðaþjónustu. Kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðar 12,5%. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu verða að langmestu leyti til í Reykjavík. Það mun ekkert breytast með tilkomu Áfangastofu. Því væri eðlilegt að sveitarfélögin myndi deila beinum kostnaði í slíkt verkefni í hlutfalli við beinar tekjur. Það myndi væntanlega þýða að Reykjavík myndi bera nálægt 90% kostnaðarins. Ákvörðun um það að starfa í ferðaþjónustunni og ákvörðun um búsetu tengjast ekkert. Því er kostnaðarskiptingin eins hún er lögð fram stórfurðuleg og nær engri átt. Uppbygging Áfangastofa á landsbyggðinni þar sem fjölgun starfa í héraði hefur bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins er mjög eðlileg. Staðan er allt önnur á Höfuðborgarsvæðinu og því er þessi aðferðafræði ósanngjörn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur og greinin orðin öflug stoð í hagkerfinu. Það er mér því hulin ráðgáta af hverju hafnfirskir skattgreiðendur eigi að niðurgreiða markaðsmál ferðaþjónustunnar í Reykjavík þegar staðreyndin er sú að Hafnarfjarðarbær hefur náð gríðarlega miklum árangri í markaðssetningu á Hafnarfirði sem áfangastað. Væri ekki betra að nýta þessa fjármuni til að styrkja þessa vel heppnuðu markaðssetningu enn betur í stað þess að týnast innan Áfangastofu og missa sérstöðu okkar? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur ávinningur er í besta falli óljós. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum þátttöku í verkefninu Áfangastofa Höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli á hún að samræma hin ýmsu mál ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu og samræma markaðsmál. Þetta verkefni er gott og gilt og mun án efa hjálpa ferðaþjónustunni mikið og ég efa ekki mikilvægi slíkrar stofu. Aftur á móti gerum við í Viðreisn í Hafnarfirði athugasemdir varðandi væntan ávinning Hafnarfjarðar miðað við 14 milljóna rekstrarframlags á ári, það eru miklir peningar. Við gerum einnig athugasemdir varðandi það hvernig hlutfall kostnaðar er ákveðinn. Hann er ákvarðaður út frá íbúafjölda hvers sveitarfélags. Rökin eru þau að tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu séu töluverðar í formi útsvars starfsfólks greinarinnar. Greiningar sýna að fólk innan greinarinnar búi í öllum sveitarfélögunum og starfar um það bil 13% íbúa Hafnarfjarðar við ferðaþjónustu. Kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðar 12,5%. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu verða að langmestu leyti til í Reykjavík. Það mun ekkert breytast með tilkomu Áfangastofu. Því væri eðlilegt að sveitarfélögin myndi deila beinum kostnaði í slíkt verkefni í hlutfalli við beinar tekjur. Það myndi væntanlega þýða að Reykjavík myndi bera nálægt 90% kostnaðarins. Ákvörðun um það að starfa í ferðaþjónustunni og ákvörðun um búsetu tengjast ekkert. Því er kostnaðarskiptingin eins hún er lögð fram stórfurðuleg og nær engri átt. Uppbygging Áfangastofa á landsbyggðinni þar sem fjölgun starfa í héraði hefur bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins er mjög eðlileg. Staðan er allt önnur á Höfuðborgarsvæðinu og því er þessi aðferðafræði ósanngjörn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur og greinin orðin öflug stoð í hagkerfinu. Það er mér því hulin ráðgáta af hverju hafnfirskir skattgreiðendur eigi að niðurgreiða markaðsmál ferðaþjónustunnar í Reykjavík þegar staðreyndin er sú að Hafnarfjarðarbær hefur náð gríðarlega miklum árangri í markaðssetningu á Hafnarfirði sem áfangastað. Væri ekki betra að nýta þessa fjármuni til að styrkja þessa vel heppnuðu markaðssetningu enn betur í stað þess að týnast innan Áfangastofu og missa sérstöðu okkar? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar