Yrði stærsti samruni sögunnar en óvissan er um Samkeppniseftirlitið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2023 20:37 Hörður er ritstjóri Innherja. Vísir Ritstjóri Innherja áætlar að samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í Íslandssögunni, ef af honum yrði. Hann segir ljóst að Samkeppniseftirlitið muni taka langan tíma í meðferð málsins. Það muni gera athugasemdir við ákveðna samrunans. „Þetta eru stór tíðindi. Ef af yrði þá væri líklega um að ræða stærsta samruna í Íslandssögunni. Íslandsbanki er með 230 milljarða markaðsvirði, Kvika 90 og ríkissjóður er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42 prósenta hlut. Það gerir þetta áhugaverðara en ella,“ sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, þegar rætt var við hann um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrr í dag var greint frá því að stjórn Kviku hefði óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður. Hörður telur líklegt að þessir hlutir hafi verið ræddir á bak við tjöldin að undanförnu. „Ég myndi halda að Kvika sé búin að vera að skoða þetta síðustu vikur og það er augljóst að þeir vænta svars frá stjórn Íslandsbanka í næstu viku. Það er alveg gefið að stjórn Íslandsbanka muni samþykkja það. Það hafa líklega verið samtöl við stjórnarmenn Íslandsbanka um málið.“ Hann segir ávinning bankanna af samruna aðallega felast í hagræðingu, þar sem íslenska bankakerfið sé dýrt. „Rekstrarkostnaður á alla hefðbundna mælikvarða í íslenska bankakerfinu er mikill í samanburði við önnur lönd. Þannig að ég myndi halda að fyrst og fremst sé Kvika að horfa til þess að hægt sé að ná fram einhverju rekstrarhagræði í stórum banka,“ sagði Hörður. Muni taka langan tíma hjá Samkeppniseftirlitinu Mesta óvissan snúist um hvernig Samkeppniseftirlitið komi til með að snúa sér í málinu. „Það er ljóst að þetta mun taka langan tíma í meðferð Samkeppniseftirlitsins. Tvö atriði sem menn horfa kannski einkum til að séu þyrnir í augum Samkeppniseftirlitsins er að Kvika er með Lykil, bíla og tækjafjármögnun, Íslandsbanki er með Ergo [fjármögnunarþjónustu]. Það er líklegt að Samkeppniseftirlitið sé ekki hlynnt því að þetta verði undir einu félagi. Í öðru lagi eru Kvika og Íslandsbanki með mjög stór eignastýringafélög og það gæti líklega verið líklegt að það geti valdið vandræðum í meðferð Samkeppniseftirlitsins.“ sagði Hörður. Innherji er viðskiptamiðill á vegum Vísis. Íslenskir bankar Kvika banki Íslandsbanki Samkeppnismál Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira
„Þetta eru stór tíðindi. Ef af yrði þá væri líklega um að ræða stærsta samruna í Íslandssögunni. Íslandsbanki er með 230 milljarða markaðsvirði, Kvika 90 og ríkissjóður er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42 prósenta hlut. Það gerir þetta áhugaverðara en ella,“ sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, þegar rætt var við hann um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrr í dag var greint frá því að stjórn Kviku hefði óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður. Hörður telur líklegt að þessir hlutir hafi verið ræddir á bak við tjöldin að undanförnu. „Ég myndi halda að Kvika sé búin að vera að skoða þetta síðustu vikur og það er augljóst að þeir vænta svars frá stjórn Íslandsbanka í næstu viku. Það er alveg gefið að stjórn Íslandsbanka muni samþykkja það. Það hafa líklega verið samtöl við stjórnarmenn Íslandsbanka um málið.“ Hann segir ávinning bankanna af samruna aðallega felast í hagræðingu, þar sem íslenska bankakerfið sé dýrt. „Rekstrarkostnaður á alla hefðbundna mælikvarða í íslenska bankakerfinu er mikill í samanburði við önnur lönd. Þannig að ég myndi halda að fyrst og fremst sé Kvika að horfa til þess að hægt sé að ná fram einhverju rekstrarhagræði í stórum banka,“ sagði Hörður. Muni taka langan tíma hjá Samkeppniseftirlitinu Mesta óvissan snúist um hvernig Samkeppniseftirlitið komi til með að snúa sér í málinu. „Það er ljóst að þetta mun taka langan tíma í meðferð Samkeppniseftirlitsins. Tvö atriði sem menn horfa kannski einkum til að séu þyrnir í augum Samkeppniseftirlitsins er að Kvika er með Lykil, bíla og tækjafjármögnun, Íslandsbanki er með Ergo [fjármögnunarþjónustu]. Það er líklegt að Samkeppniseftirlitið sé ekki hlynnt því að þetta verði undir einu félagi. Í öðru lagi eru Kvika og Íslandsbanki með mjög stór eignastýringafélög og það gæti líklega verið líklegt að það geti valdið vandræðum í meðferð Samkeppniseftirlitsins.“ sagði Hörður. Innherji er viðskiptamiðill á vegum Vísis.
Íslenskir bankar Kvika banki Íslandsbanki Samkeppnismál Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira