Íslenskum föður gert að skila börnum sínum til móðurinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2023 10:53 Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að föðurnum bæri að afhenda börnin innan fimmtán daga. Getty Landsréttur hefur úrskurðað að faðir með íslenskt ríkisfang skuli skila tveimur börnum sínum á lögheimili þeirra erlendis, þar sem þau búa með erlendri móður sinni. Ef hann gerir það ekki sé móðurinni heimilt að fara fram á aðfaragerð til að koma börnunum heim. Dómstóllinn úrskurðaði í málinu 26. janúar síðastliðinn og staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms frá 9. desember. Í gögnum málsins kemur fram að eftir stormasamt samband föðursins og móðurinnar og ásakanir beggja um ofbeldi hafi móðurinni verið dæmd forsjá barnanna 13. janúar 2022 af erlendum dómstól. Föðurnum, sem er búsettur á Íslandi, var dæmdur umgengnisréttur. Þann 5. ágúst síðastliðinn komu börnin hingað til lands til að dvelja hjá föður sínum í einn mánuð en ekki kom til þess þar sem faðirinn leitaði til fjölskyldusviðs ónefnds sveitarfélags, sem ákvað að börnin skyldu vera áfram hjá honum í allt að tvo mánuði, eða til 5. nóvember. Ákvörðunin var sögð tekin til að tryggja hagsmuni barnanna og staðfest með úrskurðum fjölskyldunefndar sveitarfélagsins. Móðirin skaut úrskurðunum til héraðsdóms en við meðferð málsins krafðist fjölskyldunefndin þess að vistunartíminn hjá föðurnum yrði framlengdur um átta mánuði. Héraðsdómur féllst á kröfu fjölskyldunefndarinnar en Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og sagði ákvörðun nefndarinnar hafa skort lagastoð. Ákvörðunin hefði falið í sér skerðingu á forsjárrétti móðurinnar, enda færu rétturinn til að ráða búsetu barns óhjákvæmilega saman með réttinum til að ráða dvalarstað þess. Móðirinn höfðaði síðan mál á hendur föðurnum 18. október, til að fá börnin afhent. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að áður hefði verið fjallað um hæfi móðurinnar og einnig lægi fyrir að hún myndi njóta stuðnings félagsmálayfirvalda í heimalandi sínu. Landsréttur tók sömu afstöðu í dómnum sem féll í síðustu viku og sagði ekki unnt að draga þá ályktun að alvarleg hætta væri á að afhending barnanna til móðurinnar myndi skaða þau andlega eða líkamlega eða koma þeim á annan hátt í óbærilega stöðu. Börn og uppeldi Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Ef hann gerir það ekki sé móðurinni heimilt að fara fram á aðfaragerð til að koma börnunum heim. Dómstóllinn úrskurðaði í málinu 26. janúar síðastliðinn og staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms frá 9. desember. Í gögnum málsins kemur fram að eftir stormasamt samband föðursins og móðurinnar og ásakanir beggja um ofbeldi hafi móðurinni verið dæmd forsjá barnanna 13. janúar 2022 af erlendum dómstól. Föðurnum, sem er búsettur á Íslandi, var dæmdur umgengnisréttur. Þann 5. ágúst síðastliðinn komu börnin hingað til lands til að dvelja hjá föður sínum í einn mánuð en ekki kom til þess þar sem faðirinn leitaði til fjölskyldusviðs ónefnds sveitarfélags, sem ákvað að börnin skyldu vera áfram hjá honum í allt að tvo mánuði, eða til 5. nóvember. Ákvörðunin var sögð tekin til að tryggja hagsmuni barnanna og staðfest með úrskurðum fjölskyldunefndar sveitarfélagsins. Móðirin skaut úrskurðunum til héraðsdóms en við meðferð málsins krafðist fjölskyldunefndin þess að vistunartíminn hjá föðurnum yrði framlengdur um átta mánuði. Héraðsdómur féllst á kröfu fjölskyldunefndarinnar en Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og sagði ákvörðun nefndarinnar hafa skort lagastoð. Ákvörðunin hefði falið í sér skerðingu á forsjárrétti móðurinnar, enda færu rétturinn til að ráða búsetu barns óhjákvæmilega saman með réttinum til að ráða dvalarstað þess. Móðirinn höfðaði síðan mál á hendur föðurnum 18. október, til að fá börnin afhent. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að áður hefði verið fjallað um hæfi móðurinnar og einnig lægi fyrir að hún myndi njóta stuðnings félagsmálayfirvalda í heimalandi sínu. Landsréttur tók sömu afstöðu í dómnum sem féll í síðustu viku og sagði ekki unnt að draga þá ályktun að alvarleg hætta væri á að afhending barnanna til móðurinnar myndi skaða þau andlega eða líkamlega eða koma þeim á annan hátt í óbærilega stöðu.
Börn og uppeldi Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira