Flugfélagið Flyr gjaldþrota Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 21:16 Fyrsta flugferð félagsins fór í loftið í júní árið 2021. Nú er ljóst að þær verða ekki fleiri. Getty/Joan Valls Norska flugfélagið Flyr mun á morgun óska eftir því að verða skráð gjaldþrota. Yfir fjögur hundruð manns vinna hjá flugfélaginu og hefur öllum flugferðum félagsins verið aflýst. Flyr var stofnað í ágúst árið 2020 í miðjum kórónuveirufaraldri og hóf flug í lok júní árið eftir. Félagið er lággjaldaflugfélag og flaug til 34 áfangastaða víðs vegar um Evrópu, þó ekki til Íslands. Orðið flyr er norska fyrir orðið „fljúgandi“. E24 greinir frá því að forstjóri flugfélagsins, Erik Braathen, hafi í kvöld tilkynnt að á morgun yrði félagið skráð gjaldþrota. Hann segir að um sé að ræða afar dapran dag og vill meina að starfsmenn hafi gert allt sem þeir gátu til að halda fyrirtækinu á floti. „Ég vil biðja alla afsökunar sem við höfum eyðilagt ferðaplön hjá, alla samstarfsaðila sem þurfa að koma búnaðnum sínum annað, alla hluthafa sem tapa á fjárfestingu sinni og alla starfsmenn sem eru allt í einu ekki með vinnu. Það er sárt að valda svona mörgum vonbrigðum,“ hefur E24 eftir Braathen. Rekstur félagsins hafði gengið erfiðlega frá upphafi að sögn Braathen og segir hann flugbransann vera afar erfiðan. Hann taldi það vera pláss fyrir félagið í bransanum en svo var ekki. Um helgina fór annað lággjalda flugfélag á hausinn, breska félagið Flybe. Það hafði verið í rekstri síðan í apríl 2022 og er þetta í annað sinn sem félagið verður gjaldþrota. Í mars árið 2020 varð það gjaldþrota eftir mikil rekstrarvandræði. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. 28. janúar 2023 20:00 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Flyr var stofnað í ágúst árið 2020 í miðjum kórónuveirufaraldri og hóf flug í lok júní árið eftir. Félagið er lággjaldaflugfélag og flaug til 34 áfangastaða víðs vegar um Evrópu, þó ekki til Íslands. Orðið flyr er norska fyrir orðið „fljúgandi“. E24 greinir frá því að forstjóri flugfélagsins, Erik Braathen, hafi í kvöld tilkynnt að á morgun yrði félagið skráð gjaldþrota. Hann segir að um sé að ræða afar dapran dag og vill meina að starfsmenn hafi gert allt sem þeir gátu til að halda fyrirtækinu á floti. „Ég vil biðja alla afsökunar sem við höfum eyðilagt ferðaplön hjá, alla samstarfsaðila sem þurfa að koma búnaðnum sínum annað, alla hluthafa sem tapa á fjárfestingu sinni og alla starfsmenn sem eru allt í einu ekki með vinnu. Það er sárt að valda svona mörgum vonbrigðum,“ hefur E24 eftir Braathen. Rekstur félagsins hafði gengið erfiðlega frá upphafi að sögn Braathen og segir hann flugbransann vera afar erfiðan. Hann taldi það vera pláss fyrir félagið í bransanum en svo var ekki. Um helgina fór annað lággjalda flugfélag á hausinn, breska félagið Flybe. Það hafði verið í rekstri síðan í apríl 2022 og er þetta í annað sinn sem félagið verður gjaldþrota. Í mars árið 2020 varð það gjaldþrota eftir mikil rekstrarvandræði.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. 28. janúar 2023 20:00 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. 28. janúar 2023 20:00