Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2023 10:18 Frá vettvangi slyssins á Akureyri. Vísir/Lillý Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. KA sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag en tilefnið er nýútgefin ákæra Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur fimm manns fyrir aðgæsluleysi og vanrækslu í aðdraganda þess að hoppukastalinn tókst á loft og börn slösuðust. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. „En þá var fjöldi barna sem hafði keypt sér aðgang að kastalanum við leik í honum. Kastalinn var festur niður með stálhælum sem í flestum tilvikum var stungið í festingar sem voru þétt upp við belg kastalans, en við það horn kastalans sem fauk upp lá hann yfir malbikaðan göngustíg, en þar voru festingarnar lengra frá belgnum og að hluta festar við tré eða runna sem voru þar í nálægð. Jarðfestingarnar voru alltof fáar til að halda svona stórum kastala og kastalinn var aðeins festur niður á útjöðrunum, engar festingar voru inni í kastalanum á milli eininga, en einingarnar sem voru 9 talsins voru festar saman þannig að þær voru bundnar saman með spottum og frönskum rennilás,“ segir í ákærunni. Í yfirlýsingu á heimasíðu sinni í dag harmar KA slysið og þær hörmulegu afleiðingar sem af því hlaust. „Hugur okkar í KA hefur fyrst og fremst verið hjá þeim sem fyrir þessu skelfilega slysi urðu. Svo verður áfram.“ KA rifjar upp að Handknattleiksdeild KA hafi tekið að sér í fjáröflunarskyni að útvega starfsmenn sem sinna skyldu miðasölu og umsjón á svæðinu fyrir eiganda og ábyrgðaraðila leiktækisins. Það hafi verið gert í góðum hug allra viðkomandi. „Nú hefur komið fram að tveimur sjálfboðaliðum á vegum Handknattleiksdeildar KA og KA/Þór hafa verið birtar ákærur vegna þessa máls. Frjáls félagasamtök líkt og KA vissulega er, byggja tilvist sína á miklu og fórnfúsu starfi sjálfboðaliða. Okkur þykir miður að ákæruvaldið hafi ákveðið að fara þessa leið í ljósi þess að eigandi og ábyrgðaraðili hoppukastalans hefur ítrekað lýst ábyrgð sinni á slysinu í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu KA. Mín ákvörðun „at the end of the day“ Hoppukastalinn var á vegum Perlunnar í Reykjavík og hafði verið tímabundið fluttur norður í land. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar sagðist í samtali við fréttastofu vera gjörsamlega miður sín vegna atviksins í 1. júlí 2021. Þá sagði hann alveg kýrskýrt að ef vindur færi yfir 10 metra á sekúndu væri kastalinn ekki blásinn upp. Festingar kastalans ættu þó að ráða við miklu meira en slíkan vindhraða. Daginn sem slysið bar að voru um sex til ellefu metrar á sekúndu á Akureyri, samkvæmt veðurathugunum Veðurstofunnar. Aðspurður hver hafi borið ábyrgð á vettvangi, tekið ákvörðun um hvort loka eigi vegna vinds, vildi Gunnar þá hvorki benda á einn né neinn: „Þetta er mín ákvörðun „at the end of the day,“ sagði Gunnar. „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna.“ Gunnar er meðal fimm ákærðu og sömuleiðis tæknistjóri Perlunnar. Þá er Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar, ákærður í málinu en hann kom að málinu fyrir hönd Handknattleiksdeildar KA en hann sat í stjórn barna- og unglingaráðs félagsins. Var hann samkvæmt heimildum fréttastofu í því hlutverki að manna vaktir unglinga á svæðinu sem hluti af fjáröflun fyrir keppnisferð ytra. Hinn sjálfboðaliðinn sem var ákærður var sá sem skrifaði undir samning við Perluna fyrir hönd Handknattleiksdeildar KA. Í ákærunni kemur fram að rekstur hoppukastala Perlunnar á Akureyri hafi verið í samstarfi við KA, sem Heimir Örn og hinn sjálfboðaliðinn hafi verið í forsvari fyrir. Framkvæmdastjóri Perlunnar og tæknistjóri félagsins hafi við þriðja mann, sem einnig er ákærður, séð um að setja kastalann niður. KA skyldi sjá um daglegan rekstur og eftirlit með kastalanum á Akureyri. Í samningi milli félaganna, sem Gunnar eigandi Perlunnar og hinn sjálfboðaliðinn hjá KA skrifuðu undir, kom fram að eigandi kastalans skyldi sjá um að setja hann niður og festa hann við jörðu.“ KA segist sýna því skilning að málið þurfi að reka áfram í þeim farvegi sem það sé í nú þar til niðurstaða fæst. Fullt traust til Heimis Arnar Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar sendi frá sér yfirlýsingu á tólfta tímanum vegna málsins. Þar segir að slysið hörmulega hafi kostað ómældar þrautir og þjáningar. „Nú hefur verið lögð fram ákæra á hendur fimm einstaklingum vegna slyssins og þeirra á meðal er forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Heimir Örn Árnason. Heimir Örn var á þeim tíma formaður unglingaráðs handknattleiksdeildar KA sem var í samstarfi við eigendur hoppukastalans og er ákærður sem slíkur,“ segir í yfirlýsingunni. „Forseti bæjarstjórnar skorast ekki undan ábyrgð á nokkurn hátt en rétt er að undirstrika að Heimir Örn Árnason gegndi engum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið þegar slysið átti sér stað. Ákæran fer sína leið fyrir dómstólum og snertir ekki núverandi hlutverk hans innan bæjarstjórnar Akureyrar.“ Fimm bæjarfulltrúar í meirihlutanum lýsa yfir fullu og óskoruðu trausti til Heimis Arnar, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, og starfa hans í þágu sveitarfélagsins og bæjarbúa. Undir rita þau Andri TeitssonHalla Björk Reynisdóttir, Hlynur Jóhannsson, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir. Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu meirihlutans á Akureyri. Hoppukastalaslys á Akureyri Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. 20. ágúst 2022 22:01 Hlaupa til styrktar sjö ára stúlku sem slasaðist í hoppukastalaslysinu Áfram Klara er nýstofnað góðgerðarfélag sem ætlað er að styðja við bakið á Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar. 29 níu manns hafa skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. 15. ágúst 2022 19:29 Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
KA sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag en tilefnið er nýútgefin ákæra Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur fimm manns fyrir aðgæsluleysi og vanrækslu í aðdraganda þess að hoppukastalinn tókst á loft og börn slösuðust. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. „En þá var fjöldi barna sem hafði keypt sér aðgang að kastalanum við leik í honum. Kastalinn var festur niður með stálhælum sem í flestum tilvikum var stungið í festingar sem voru þétt upp við belg kastalans, en við það horn kastalans sem fauk upp lá hann yfir malbikaðan göngustíg, en þar voru festingarnar lengra frá belgnum og að hluta festar við tré eða runna sem voru þar í nálægð. Jarðfestingarnar voru alltof fáar til að halda svona stórum kastala og kastalinn var aðeins festur niður á útjöðrunum, engar festingar voru inni í kastalanum á milli eininga, en einingarnar sem voru 9 talsins voru festar saman þannig að þær voru bundnar saman með spottum og frönskum rennilás,“ segir í ákærunni. Í yfirlýsingu á heimasíðu sinni í dag harmar KA slysið og þær hörmulegu afleiðingar sem af því hlaust. „Hugur okkar í KA hefur fyrst og fremst verið hjá þeim sem fyrir þessu skelfilega slysi urðu. Svo verður áfram.“ KA rifjar upp að Handknattleiksdeild KA hafi tekið að sér í fjáröflunarskyni að útvega starfsmenn sem sinna skyldu miðasölu og umsjón á svæðinu fyrir eiganda og ábyrgðaraðila leiktækisins. Það hafi verið gert í góðum hug allra viðkomandi. „Nú hefur komið fram að tveimur sjálfboðaliðum á vegum Handknattleiksdeildar KA og KA/Þór hafa verið birtar ákærur vegna þessa máls. Frjáls félagasamtök líkt og KA vissulega er, byggja tilvist sína á miklu og fórnfúsu starfi sjálfboðaliða. Okkur þykir miður að ákæruvaldið hafi ákveðið að fara þessa leið í ljósi þess að eigandi og ábyrgðaraðili hoppukastalans hefur ítrekað lýst ábyrgð sinni á slysinu í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu KA. Mín ákvörðun „at the end of the day“ Hoppukastalinn var á vegum Perlunnar í Reykjavík og hafði verið tímabundið fluttur norður í land. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar sagðist í samtali við fréttastofu vera gjörsamlega miður sín vegna atviksins í 1. júlí 2021. Þá sagði hann alveg kýrskýrt að ef vindur færi yfir 10 metra á sekúndu væri kastalinn ekki blásinn upp. Festingar kastalans ættu þó að ráða við miklu meira en slíkan vindhraða. Daginn sem slysið bar að voru um sex til ellefu metrar á sekúndu á Akureyri, samkvæmt veðurathugunum Veðurstofunnar. Aðspurður hver hafi borið ábyrgð á vettvangi, tekið ákvörðun um hvort loka eigi vegna vinds, vildi Gunnar þá hvorki benda á einn né neinn: „Þetta er mín ákvörðun „at the end of the day,“ sagði Gunnar. „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna.“ Gunnar er meðal fimm ákærðu og sömuleiðis tæknistjóri Perlunnar. Þá er Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar, ákærður í málinu en hann kom að málinu fyrir hönd Handknattleiksdeildar KA en hann sat í stjórn barna- og unglingaráðs félagsins. Var hann samkvæmt heimildum fréttastofu í því hlutverki að manna vaktir unglinga á svæðinu sem hluti af fjáröflun fyrir keppnisferð ytra. Hinn sjálfboðaliðinn sem var ákærður var sá sem skrifaði undir samning við Perluna fyrir hönd Handknattleiksdeildar KA. Í ákærunni kemur fram að rekstur hoppukastala Perlunnar á Akureyri hafi verið í samstarfi við KA, sem Heimir Örn og hinn sjálfboðaliðinn hafi verið í forsvari fyrir. Framkvæmdastjóri Perlunnar og tæknistjóri félagsins hafi við þriðja mann, sem einnig er ákærður, séð um að setja kastalann niður. KA skyldi sjá um daglegan rekstur og eftirlit með kastalanum á Akureyri. Í samningi milli félaganna, sem Gunnar eigandi Perlunnar og hinn sjálfboðaliðinn hjá KA skrifuðu undir, kom fram að eigandi kastalans skyldi sjá um að setja hann niður og festa hann við jörðu.“ KA segist sýna því skilning að málið þurfi að reka áfram í þeim farvegi sem það sé í nú þar til niðurstaða fæst. Fullt traust til Heimis Arnar Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar sendi frá sér yfirlýsingu á tólfta tímanum vegna málsins. Þar segir að slysið hörmulega hafi kostað ómældar þrautir og þjáningar. „Nú hefur verið lögð fram ákæra á hendur fimm einstaklingum vegna slyssins og þeirra á meðal er forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Heimir Örn Árnason. Heimir Örn var á þeim tíma formaður unglingaráðs handknattleiksdeildar KA sem var í samstarfi við eigendur hoppukastalans og er ákærður sem slíkur,“ segir í yfirlýsingunni. „Forseti bæjarstjórnar skorast ekki undan ábyrgð á nokkurn hátt en rétt er að undirstrika að Heimir Örn Árnason gegndi engum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið þegar slysið átti sér stað. Ákæran fer sína leið fyrir dómstólum og snertir ekki núverandi hlutverk hans innan bæjarstjórnar Akureyrar.“ Fimm bæjarfulltrúar í meirihlutanum lýsa yfir fullu og óskoruðu trausti til Heimis Arnar, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, og starfa hans í þágu sveitarfélagsins og bæjarbúa. Undir rita þau Andri TeitssonHalla Björk Reynisdóttir, Hlynur Jóhannsson, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir. Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu meirihlutans á Akureyri.
Hoppukastalaslys á Akureyri Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. 20. ágúst 2022 22:01 Hlaupa til styrktar sjö ára stúlku sem slasaðist í hoppukastalaslysinu Áfram Klara er nýstofnað góðgerðarfélag sem ætlað er að styðja við bakið á Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar. 29 níu manns hafa skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. 15. ágúst 2022 19:29 Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32
Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. 20. ágúst 2022 22:01
Hlaupa til styrktar sjö ára stúlku sem slasaðist í hoppukastalaslysinu Áfram Klara er nýstofnað góðgerðarfélag sem ætlað er að styðja við bakið á Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar. 29 níu manns hafa skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. 15. ágúst 2022 19:29
Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent