„Ég hef aldrei gengist við öllum ásökunum hennar“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. janúar 2023 14:42 Frosti segir fyrirsagnir vegna fyrri yfirlýsingar hafa gefið ranga mynd af málinu. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason segir fjölmiðla hafa misskilið yfirlýsingu sem hann gaf frá sér vegna ásakana á hendur honum sem komu fram í fyrra. Hann hafi aldrei gengist við öllum ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar. Þessu greinir Frosti frá á Facebook síðu sinni. Hann segir yfirlýsingu sína ekki hafa verið nákvæmari en svo að það mætti misskilja hana. „Undanfarið hef ég orðið var við misskilning hjá fólki sem þekkir ekki til mála. Hann er til kominn vegna fyrirsagna fjölmiðla í kjölfar yfirlýsingar minnar í mars í fyrra. Þessar fyrirsagnir gáfu í skyn að mistök mín hafi verið meiri en raun ber vitni meðal annars vegna þess að yfirlýsing mín var ekki nákvæmari en svo að það mátti misskilja hana. Þar sögðu einhverjir að Frosti Logason hefði gengist við ásökunum Eddu Pétursdóttur,“ skrifar Frosti. Hann segist aldrei hafa gengist við öllum ásökunum Eddu heldur hafi hann tekið fulla ábyrgð á hegðun sinni. Þá sérstaklega að hann véfengdi ekki að henni hafi liðið illa vegna þess sem hann hafi gert eftir að sambandi þeirra lauk. „Þá fór ég í þráhyggju fyrir því að fá viðurkenningu á „brotum hennar“ gagnvart mér og tók að senda ítrekaða tölvupósta til hennar á nokkra mánaða tímabili. Mér þykir það mjög leitt að ég hafi gripið til innihaldslausra hótana í þessum tölvupóstum. Það er ótrúlegt hvað höfnunarkendin getur beyglað vandræðapésa af þeirri gerð sem ég var á þessum tíma. Ég legg áherslu á að mér og mínum finnst ég vera á miklu betri stað núna en það er endanlega annarra að dæma um það,“ skrifar Frosti. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Frosta frá því í mars í fyrra. Hann hefur síðan læst færslunni, svo hún birtist að eins þeim sem eru vinir hans á Facebook. Yfirlýsing Frosta frá 16. mars 2022 Í dag birtist viðtal við fyrrverandi kærustu mína sem ég átti í sambandi við á árunum 2009-2012 og var til umfjöllunar í Stundinni. Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upplifun hennar. Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir. Með hjálp sálfræðings, þerapista og tólf spora samtaka hóf ég bataferil minn. Hluti af því ferli var að eyða öllum okkar fyrri samskiptum. Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun. Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar. Hann segist hafa viðurkennt að hafa sent óviðeigandi tölvupósta eftir að sambandi þeirra lauk og beðist afsökunnar á því. Hann hafi ekki gengist við öðru og þvertekur fyrir það að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Þá hafi leynilegar upptökur af kynlífi ekki verið gerðar. „Ég hef allar götur síðan að viðtalið við fyrrverandi kærustu mína birtist lagt áherslu á að rétta til hennar sáttarhönd. Það hef ég bæði gert sjálfur persónulega og í gegnum fagaðila. Þess vegna hef ég á sama tíma setið hljóður hjá og gætt mín að fara aldrei út í að greina rétt frá röngu í málflutningi hennar opinberlega. Mér hefur heldur aldrei fundist við hæfi að hengja upp okkar skítugasta þvott frammi fyrir allra augum því hann á ekkert erindi til almennings. Ég ber enn þá von í brjósti að fyrrverandi kærasta mín muni einhvern tíman vilja ljúka þessu máli með mér á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er hennar réttur að gera það ekki þótt það valdi mér og mínum sársauka. Sáttarvilji minn er hins vegar einlægur,“ skrifar Frosti Eftir að Frosti birti skrif sín hefur Edda Pétursdóttir, fyrrverandi kærasta hans birt tíst þar sem hún kveðst hafa lokið við að segja sína sögu og standi við hana. Ég er búin að segja mína sögu og ég stend við hana.— Edda Pétursdóttir (@EddaPeturs) January 29, 2023 Skrif Frosta í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing Frosta Kæru vinir Undanfarið hef ég orðið var við misskilning hjá fólki sem þekkir ekki til mála. Hann er til kominn vegna fyrirsagna fjölmiðla í kjölfar yfirlýsingar minnar í mars í fyrra. Þessar fyrirsagnir gáfu í skyn að mistök mín hafi verið meiri en raun ber vitni meðal annars vegna þess að yfirlýsing mín var ekki nákvæmari en svo að það mátti misskilja hana. Þar sögðu einhverjir að Frosti Logason hefði gengist við ásökunum Eddu Pétursdóttur. Þetta er að hluta til rétt en staðreyndin er sú að ég hef aldrei gengist við öllum ásökunum hennar eins og margir virðast nú halda. Í tilkynningu minni sagðist ég taka fulla ábyrgð á hegðun minni, og að ég rengdi ekki að henni hafi liðið illa vegna þess sem ég gerði eftir að sambandi okkar lauk. En þá fór ég í þráhyggju fyrir því að fá viðurkenningu á „brotum hennar“ gagnvart mér og tók að senda ítrekaða tölvupósta til hennar á nokkra mánaða tímabili. Mér þykir það mjög leitt að ég hafi gripið til innihaldslausra hótana í þessum tölvupóstum. Það er ótrúlegt hvað höfnunarkendin getur beyglað vandræðapésa af þeirri gerð sem ég var á þessum tíma. Ég legg áherslu á að mér og mínum finnst ég vera á miklu betri stað núna en það er endanlega annarra að dæma um það En svo að það sé ítrekað hér þá hef ég sem sagt viðurkennt og beðist afsökunar á að hafa sent óviðeigandi tölvupósta eftir að sambandi okkar lauk. Annað gerði ég ekki og ég hef ekki gengist við neinu öðru. Ég lagði aldrei hendur á fyrrverandi kærustu mína, beitti hana ekki andlegu ofbeldi á meðan á sambandi okkar stóð og ég gerði alls ekki neinar leynilegar upptökur af kynlífi okkar eins haldið er fram. Ég hef allar götur síðan að viðtalið við fyrrverandi kærustu mína birtist lagt áherslu á að rétta til hennar sáttarhönd. Það hef ég bæði gert sjálfur persónulega og í gegnum fagaðila. Þess vegna hef ég á sama tíma setið hljóður hjá og gætt mín að fara aldrei út í að greina rétt frá röngu í málflutningi hennar opinberlega. Mér hefur heldur aldrei fundist við hæfi að hengja upp okkar skítugasta þvott frammi fyrir allra augum því hann á ekkert erindi til almennings. Ég ber enn þá von í brjósti að fyrrverandi kærasta mín muni einhvern tíman vilja ljúka þessu máli með mér á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er hennar réttur að gera það ekki þótt það valdi mér og mínum sársauka. Sáttarvilji minn er hins vegar einlægur. Kær kveðja, Frosti Logason Fréttin var uppfærð klukkan 16:27 með tísti Eddu Pétursdóttur. Fjölmiðlar Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Þessu greinir Frosti frá á Facebook síðu sinni. Hann segir yfirlýsingu sína ekki hafa verið nákvæmari en svo að það mætti misskilja hana. „Undanfarið hef ég orðið var við misskilning hjá fólki sem þekkir ekki til mála. Hann er til kominn vegna fyrirsagna fjölmiðla í kjölfar yfirlýsingar minnar í mars í fyrra. Þessar fyrirsagnir gáfu í skyn að mistök mín hafi verið meiri en raun ber vitni meðal annars vegna þess að yfirlýsing mín var ekki nákvæmari en svo að það mátti misskilja hana. Þar sögðu einhverjir að Frosti Logason hefði gengist við ásökunum Eddu Pétursdóttur,“ skrifar Frosti. Hann segist aldrei hafa gengist við öllum ásökunum Eddu heldur hafi hann tekið fulla ábyrgð á hegðun sinni. Þá sérstaklega að hann véfengdi ekki að henni hafi liðið illa vegna þess sem hann hafi gert eftir að sambandi þeirra lauk. „Þá fór ég í þráhyggju fyrir því að fá viðurkenningu á „brotum hennar“ gagnvart mér og tók að senda ítrekaða tölvupósta til hennar á nokkra mánaða tímabili. Mér þykir það mjög leitt að ég hafi gripið til innihaldslausra hótana í þessum tölvupóstum. Það er ótrúlegt hvað höfnunarkendin getur beyglað vandræðapésa af þeirri gerð sem ég var á þessum tíma. Ég legg áherslu á að mér og mínum finnst ég vera á miklu betri stað núna en það er endanlega annarra að dæma um það,“ skrifar Frosti. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Frosta frá því í mars í fyrra. Hann hefur síðan læst færslunni, svo hún birtist að eins þeim sem eru vinir hans á Facebook. Yfirlýsing Frosta frá 16. mars 2022 Í dag birtist viðtal við fyrrverandi kærustu mína sem ég átti í sambandi við á árunum 2009-2012 og var til umfjöllunar í Stundinni. Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upplifun hennar. Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir. Með hjálp sálfræðings, þerapista og tólf spora samtaka hóf ég bataferil minn. Hluti af því ferli var að eyða öllum okkar fyrri samskiptum. Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun. Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar. Hann segist hafa viðurkennt að hafa sent óviðeigandi tölvupósta eftir að sambandi þeirra lauk og beðist afsökunnar á því. Hann hafi ekki gengist við öðru og þvertekur fyrir það að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Þá hafi leynilegar upptökur af kynlífi ekki verið gerðar. „Ég hef allar götur síðan að viðtalið við fyrrverandi kærustu mína birtist lagt áherslu á að rétta til hennar sáttarhönd. Það hef ég bæði gert sjálfur persónulega og í gegnum fagaðila. Þess vegna hef ég á sama tíma setið hljóður hjá og gætt mín að fara aldrei út í að greina rétt frá röngu í málflutningi hennar opinberlega. Mér hefur heldur aldrei fundist við hæfi að hengja upp okkar skítugasta þvott frammi fyrir allra augum því hann á ekkert erindi til almennings. Ég ber enn þá von í brjósti að fyrrverandi kærasta mín muni einhvern tíman vilja ljúka þessu máli með mér á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er hennar réttur að gera það ekki þótt það valdi mér og mínum sársauka. Sáttarvilji minn er hins vegar einlægur,“ skrifar Frosti Eftir að Frosti birti skrif sín hefur Edda Pétursdóttir, fyrrverandi kærasta hans birt tíst þar sem hún kveðst hafa lokið við að segja sína sögu og standi við hana. Ég er búin að segja mína sögu og ég stend við hana.— Edda Pétursdóttir (@EddaPeturs) January 29, 2023 Skrif Frosta í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing Frosta Kæru vinir Undanfarið hef ég orðið var við misskilning hjá fólki sem þekkir ekki til mála. Hann er til kominn vegna fyrirsagna fjölmiðla í kjölfar yfirlýsingar minnar í mars í fyrra. Þessar fyrirsagnir gáfu í skyn að mistök mín hafi verið meiri en raun ber vitni meðal annars vegna þess að yfirlýsing mín var ekki nákvæmari en svo að það mátti misskilja hana. Þar sögðu einhverjir að Frosti Logason hefði gengist við ásökunum Eddu Pétursdóttur. Þetta er að hluta til rétt en staðreyndin er sú að ég hef aldrei gengist við öllum ásökunum hennar eins og margir virðast nú halda. Í tilkynningu minni sagðist ég taka fulla ábyrgð á hegðun minni, og að ég rengdi ekki að henni hafi liðið illa vegna þess sem ég gerði eftir að sambandi okkar lauk. En þá fór ég í þráhyggju fyrir því að fá viðurkenningu á „brotum hennar“ gagnvart mér og tók að senda ítrekaða tölvupósta til hennar á nokkra mánaða tímabili. Mér þykir það mjög leitt að ég hafi gripið til innihaldslausra hótana í þessum tölvupóstum. Það er ótrúlegt hvað höfnunarkendin getur beyglað vandræðapésa af þeirri gerð sem ég var á þessum tíma. Ég legg áherslu á að mér og mínum finnst ég vera á miklu betri stað núna en það er endanlega annarra að dæma um það En svo að það sé ítrekað hér þá hef ég sem sagt viðurkennt og beðist afsökunar á að hafa sent óviðeigandi tölvupósta eftir að sambandi okkar lauk. Annað gerði ég ekki og ég hef ekki gengist við neinu öðru. Ég lagði aldrei hendur á fyrrverandi kærustu mína, beitti hana ekki andlegu ofbeldi á meðan á sambandi okkar stóð og ég gerði alls ekki neinar leynilegar upptökur af kynlífi okkar eins haldið er fram. Ég hef allar götur síðan að viðtalið við fyrrverandi kærustu mína birtist lagt áherslu á að rétta til hennar sáttarhönd. Það hef ég bæði gert sjálfur persónulega og í gegnum fagaðila. Þess vegna hef ég á sama tíma setið hljóður hjá og gætt mín að fara aldrei út í að greina rétt frá röngu í málflutningi hennar opinberlega. Mér hefur heldur aldrei fundist við hæfi að hengja upp okkar skítugasta þvott frammi fyrir allra augum því hann á ekkert erindi til almennings. Ég ber enn þá von í brjósti að fyrrverandi kærasta mín muni einhvern tíman vilja ljúka þessu máli með mér á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er hennar réttur að gera það ekki þótt það valdi mér og mínum sársauka. Sáttarvilji minn er hins vegar einlægur. Kær kveðja, Frosti Logason Fréttin var uppfærð klukkan 16:27 með tísti Eddu Pétursdóttur.
Yfirlýsing Frosta frá 16. mars 2022 Í dag birtist viðtal við fyrrverandi kærustu mína sem ég átti í sambandi við á árunum 2009-2012 og var til umfjöllunar í Stundinni. Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upplifun hennar. Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir. Með hjálp sálfræðings, þerapista og tólf spora samtaka hóf ég bataferil minn. Hluti af því ferli var að eyða öllum okkar fyrri samskiptum. Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun. Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar.
Yfirlýsing Frosta Kæru vinir Undanfarið hef ég orðið var við misskilning hjá fólki sem þekkir ekki til mála. Hann er til kominn vegna fyrirsagna fjölmiðla í kjölfar yfirlýsingar minnar í mars í fyrra. Þessar fyrirsagnir gáfu í skyn að mistök mín hafi verið meiri en raun ber vitni meðal annars vegna þess að yfirlýsing mín var ekki nákvæmari en svo að það mátti misskilja hana. Þar sögðu einhverjir að Frosti Logason hefði gengist við ásökunum Eddu Pétursdóttur. Þetta er að hluta til rétt en staðreyndin er sú að ég hef aldrei gengist við öllum ásökunum hennar eins og margir virðast nú halda. Í tilkynningu minni sagðist ég taka fulla ábyrgð á hegðun minni, og að ég rengdi ekki að henni hafi liðið illa vegna þess sem ég gerði eftir að sambandi okkar lauk. En þá fór ég í þráhyggju fyrir því að fá viðurkenningu á „brotum hennar“ gagnvart mér og tók að senda ítrekaða tölvupósta til hennar á nokkra mánaða tímabili. Mér þykir það mjög leitt að ég hafi gripið til innihaldslausra hótana í þessum tölvupóstum. Það er ótrúlegt hvað höfnunarkendin getur beyglað vandræðapésa af þeirri gerð sem ég var á þessum tíma. Ég legg áherslu á að mér og mínum finnst ég vera á miklu betri stað núna en það er endanlega annarra að dæma um það En svo að það sé ítrekað hér þá hef ég sem sagt viðurkennt og beðist afsökunar á að hafa sent óviðeigandi tölvupósta eftir að sambandi okkar lauk. Annað gerði ég ekki og ég hef ekki gengist við neinu öðru. Ég lagði aldrei hendur á fyrrverandi kærustu mína, beitti hana ekki andlegu ofbeldi á meðan á sambandi okkar stóð og ég gerði alls ekki neinar leynilegar upptökur af kynlífi okkar eins haldið er fram. Ég hef allar götur síðan að viðtalið við fyrrverandi kærustu mína birtist lagt áherslu á að rétta til hennar sáttarhönd. Það hef ég bæði gert sjálfur persónulega og í gegnum fagaðila. Þess vegna hef ég á sama tíma setið hljóður hjá og gætt mín að fara aldrei út í að greina rétt frá röngu í málflutningi hennar opinberlega. Mér hefur heldur aldrei fundist við hæfi að hengja upp okkar skítugasta þvott frammi fyrir allra augum því hann á ekkert erindi til almennings. Ég ber enn þá von í brjósti að fyrrverandi kærasta mín muni einhvern tíman vilja ljúka þessu máli með mér á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er hennar réttur að gera það ekki þótt það valdi mér og mínum sársauka. Sáttarvilji minn er hins vegar einlægur. Kær kveðja, Frosti Logason
Fjölmiðlar Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira