Felldu háttsettan ISIS-liða í hellum í Sómalíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 10:24 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra öruggari eftir árásina á miðvikudaginn. AP/Alex Brandon Bandarískir sérsveitarhermenn bönuðu í gær háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Afríku og tíu vígamönnum í árás í norðurhluta Sómalíu á miðvikudaginn. Bilal al-Sudani er sagður hafa verið einn af fjármálastjórum hryðjuverkasamtakanna en hann var felldur í árás á hella sem hann hélt til í fjöllum Sómalíu. AP fréttaveitan segir al-Sudani hafa verið lengi á ratsjá Bandaríkjamanna. Hann hafi á árum áður unnið fyrir al-Shabab hryðjuverkasamtökin í Sómalíu og hjálpað erlendum vígamönnum að ferðast til Sómalíu og berjast þar. Al-Sudani er einnig sagður hafa starfað með öðrum ISIS-liða að því að útvega hryðjuverkasamtökunum fjármuni og vígamenn. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að al-Sudani hafa átt mikinn þátt í auknum umsvifum ISIS í Afríku og að hann hafi fjármagnað árásir hryðjuverkasamtakanna um allan heim. „Þessi árás gerir Bandaríkin og bandamenn okkar öruggari og hún er til marks um vilja okkar til að vernda Bandaríkjamenn gegn hryðjuverkaógninni bæði heima fyrir og á erlendri grundu,“ sagði Lloyd. Hann sagði enga óbreytta borgara hafa sakað í árásinni. Engan hermann sakaði að öðru leyti en að einn þeirra var bitinn af hundi. Enn hefur tiltölulega lítið verið sagt um árásina annað en að hún hafi verið skipulögð í nokkra mánuði og að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi gefið hernum grænt ljós fyrr í þessari viku. AP hefur eftir embættismanni að áætlunin hafi gengið út á að handsama al-Sudani. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt. The U.S. military conducted a successful counterterrorism operation in Somalia. https://t.co/F6MCDYLqwP pic.twitter.com/HHIW8VC3nZ— US AFRICOM (@USAfricaCommand) January 26, 2023 Sómalía Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
AP fréttaveitan segir al-Sudani hafa verið lengi á ratsjá Bandaríkjamanna. Hann hafi á árum áður unnið fyrir al-Shabab hryðjuverkasamtökin í Sómalíu og hjálpað erlendum vígamönnum að ferðast til Sómalíu og berjast þar. Al-Sudani er einnig sagður hafa starfað með öðrum ISIS-liða að því að útvega hryðjuverkasamtökunum fjármuni og vígamenn. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að al-Sudani hafa átt mikinn þátt í auknum umsvifum ISIS í Afríku og að hann hafi fjármagnað árásir hryðjuverkasamtakanna um allan heim. „Þessi árás gerir Bandaríkin og bandamenn okkar öruggari og hún er til marks um vilja okkar til að vernda Bandaríkjamenn gegn hryðjuverkaógninni bæði heima fyrir og á erlendri grundu,“ sagði Lloyd. Hann sagði enga óbreytta borgara hafa sakað í árásinni. Engan hermann sakaði að öðru leyti en að einn þeirra var bitinn af hundi. Enn hefur tiltölulega lítið verið sagt um árásina annað en að hún hafi verið skipulögð í nokkra mánuði og að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi gefið hernum grænt ljós fyrr í þessari viku. AP hefur eftir embættismanni að áætlunin hafi gengið út á að handsama al-Sudani. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt. The U.S. military conducted a successful counterterrorism operation in Somalia. https://t.co/F6MCDYLqwP pic.twitter.com/HHIW8VC3nZ— US AFRICOM (@USAfricaCommand) January 26, 2023
Sómalía Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna