Nýtt nafn komið á sameinaða sveitarfélagið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 17:43 Meirihluti taldi nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur henta betur. Vísir/Sigurjón Sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hlaut nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur á fundi bæjarstjórnar fyrr í dag. Fjórir bæjarfulltrúar kusu með nafnbreytingunni en þrír vildu halda nafninu Stykkishólmsbær. Örnefnanefnd mælti upphaflega með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Meirihluti bæjarstjórnar, H-listinn, kaus með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur en minnihlutinn, Í-listinn, taldi Stykkishólmsbær henta betur. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir í samtali við fréttastofu að hann telji nafnið endurspegla betur hið nýja sveitarfélag. Hann segir nánast engan kostnað fylgja nafnbreytingunni. „Það voru mjög gagnlegar og góðar umræður sem fóru fram um nafnið. Síðan á endanum voru rök með og á móti báðum nöfnum sem eftir stóðu. En ég held að þetta hafi síðan verið ákvörðun þessara, sem héldu sig við [Sveitarfélagið] Stykkishólmur, þá hafi vegið þyngst þetta sem snýr að dreifbýlinu og að þetta væri þá nýtt sveitarfélag með nýtt nafn - en ekki nafn eins sveitarfélags sem var lagt niður í sameiningunni.“ Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 H-listinn sagði í bókun á fundinum að bæjarfulltrúar hafi fengið ábendingar frá íbúum, og þá sérstaklega í dreifbýli, að nafnið Stykkishólmsbær væri ekki talið ná nægjanlega vel utan um umfang sveitarfélagsins. „Hefur meðal annars verið bent á að eftirliðurinn bær eigi frekar við um þéttbýli rétt eins og að sveit eigi við um dreifbýli. H-listinn telur að með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur sé betur komið til móts við þessi sjónarmið og nái jafnframt betur utan um hið sameinaða sveitarfélag. Gefur það nafn til kynna að í sveitarfélaginu sé ekki aðeins um þéttbýlt svæði að ræða heldur einnig dreifbýli,“ segir í bókun meirihlutans. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Örnefnanefnd mælti upphaflega með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Meirihluti bæjarstjórnar, H-listinn, kaus með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur en minnihlutinn, Í-listinn, taldi Stykkishólmsbær henta betur. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir í samtali við fréttastofu að hann telji nafnið endurspegla betur hið nýja sveitarfélag. Hann segir nánast engan kostnað fylgja nafnbreytingunni. „Það voru mjög gagnlegar og góðar umræður sem fóru fram um nafnið. Síðan á endanum voru rök með og á móti báðum nöfnum sem eftir stóðu. En ég held að þetta hafi síðan verið ákvörðun þessara, sem héldu sig við [Sveitarfélagið] Stykkishólmur, þá hafi vegið þyngst þetta sem snýr að dreifbýlinu og að þetta væri þá nýtt sveitarfélag með nýtt nafn - en ekki nafn eins sveitarfélags sem var lagt niður í sameiningunni.“ Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 H-listinn sagði í bókun á fundinum að bæjarfulltrúar hafi fengið ábendingar frá íbúum, og þá sérstaklega í dreifbýli, að nafnið Stykkishólmsbær væri ekki talið ná nægjanlega vel utan um umfang sveitarfélagsins. „Hefur meðal annars verið bent á að eftirliðurinn bær eigi frekar við um þéttbýli rétt eins og að sveit eigi við um dreifbýli. H-listinn telur að með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur sé betur komið til móts við þessi sjónarmið og nái jafnframt betur utan um hið sameinaða sveitarfélag. Gefur það nafn til kynna að í sveitarfélaginu sé ekki aðeins um þéttbýlt svæði að ræða heldur einnig dreifbýli,“ segir í bókun meirihlutans.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30