HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 18:00 Handknattleikslandslið karla tók nýverið þátt á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. HSÍ fær mest allra úr Afrekssjóði ÍSÍ. Vísir/Vilhelm Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem sagt var frá úthlutun úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2023. Alls fá þrjátíu og tvö sérsambönd styrk úr sjóðnum af þeim þrjátíu og fimm sem sóttu um styrk. Styrkurinn nemur samtals rúmlega 535 milljónum og er hann tvískiptur, á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í lok desember var úthlutað 205 milljónum og á fundi í janúar rúmlega 330 milljónum. Ríkið leggur til tæplega 400 milljónir í sjóðinn en það framlag hefur haldist óbreytt síðustu ár. Í tilkynningunni er sagt að Afrekssjóður ÍSÍ sé að öðru leyti fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá. Handknattleikssamband Íslands fær mestu úthlutað, eða rúmum 82 milljónum, sem þó er fjórum milljónum minna en á síðasta ári. Þá fær Fimleikasamband Íslands tæpar 55 milljónir, Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Golfsamband Íslands fá öll tæpar 40 milljónir og Körfuknattleikssamband Íslands fær rúmar 35 milljónir. Sérsambönd ÍSÍ eru flokkuð í þrjá afreksflokka; A (Afrekssérsambönd), B (Alþjóðleg sérsambönd) og C (Þróunarsérsambönd). Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs sem sótti um styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ er rúmir þrír milljarðar og stuðningurinn nemendur því um 17,5% af heildarkostnaði sérsambandanna. Það er örlítið lægra en á síðasta ári. A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500 Nánari útlistun á áhersluþáttum sjóðsins og hvernig einstaka þættir eru styrktir má sjá í tilkynningu á heimasíðu ÍSÍ. ÍSÍ Handbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem sagt var frá úthlutun úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2023. Alls fá þrjátíu og tvö sérsambönd styrk úr sjóðnum af þeim þrjátíu og fimm sem sóttu um styrk. Styrkurinn nemur samtals rúmlega 535 milljónum og er hann tvískiptur, á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í lok desember var úthlutað 205 milljónum og á fundi í janúar rúmlega 330 milljónum. Ríkið leggur til tæplega 400 milljónir í sjóðinn en það framlag hefur haldist óbreytt síðustu ár. Í tilkynningunni er sagt að Afrekssjóður ÍSÍ sé að öðru leyti fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá. Handknattleikssamband Íslands fær mestu úthlutað, eða rúmum 82 milljónum, sem þó er fjórum milljónum minna en á síðasta ári. Þá fær Fimleikasamband Íslands tæpar 55 milljónir, Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Golfsamband Íslands fá öll tæpar 40 milljónir og Körfuknattleikssamband Íslands fær rúmar 35 milljónir. Sérsambönd ÍSÍ eru flokkuð í þrjá afreksflokka; A (Afrekssérsambönd), B (Alþjóðleg sérsambönd) og C (Þróunarsérsambönd). Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs sem sótti um styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ er rúmir þrír milljarðar og stuðningurinn nemendur því um 17,5% af heildarkostnaði sérsambandanna. Það er örlítið lægra en á síðasta ári. A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500 Nánari útlistun á áhersluþáttum sjóðsins og hvernig einstaka þættir eru styrktir má sjá í tilkynningu á heimasíðu ÍSÍ.
A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500
ÍSÍ Handbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sjá meira