Fjögurra ára og hámar í sig súrmat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2023 20:05 Alexander Þór, fjögurra ára , sem borðar súran mat með bestu lyst. Súrt slátur þykir honum þó allra best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjögurra ára strákur á Suðurnesjum er engum líkur þegar kemur að því að borða súrmat því hann elskar ekkert meira en að borða súra lundabagga, hrútspunga, slátur og súran hval. Þá er hann líka sólgin í hákarl og drekkur mysu eins og mjólk. Alexander Þór Friðriksson er í leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ. Hann er kátur og hress strákur, alltaf brosandi og ekkert feimin. Alltaf þegar hann heimsækir ömmu sína og afa á Freyjuvellina þá byrjar hann alltaf á því að fara inn í bílskúr til að athuga hvort það sé ekki til eitthvað súrmeti í fötum, eitthvað sem afi hans kenndi honum að borða þegar hann var innan við eins árs . Alexander Þór borðar allan súrmat með bestu lyst en súrt slátur þykir honum þó allra best. Og stundum tekur Alexander Þór upp á því að súpa mysuna beint upp úr fötunum inn í bílskúr. Og hann borðar líka hákarl eins og ekkert sé. En hvað segja foreldrarnir um Alexander Þór og súrmatinn, sem hann er svona sjúkur í? „Já, já, það bara sést, hann er brjálaður í þennan mat“, segir Friðrik Daði Bjarnason, pabbi Alexanders Þórs. „Hann fer bara sjálfur út í skúr og reynir að opna föturnar og biður afa svo að koma og skera góðgætið niður í bita, hann mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Eygló Alexandersdóttir, mamma Alexanders Þórs og brosir út í annað. En þetta hlýtur að vera mjög óvenjulegt? „Já, fólk segir okkur það allavega. Maður er bara alin upp við þetta allt sitt líf,“ segir Friðrik Daði og Eygló bætir við. „Ekki get ég borðað þetta, ég var bara dregin inn í þetta þegar ég kom inn í fjölskylduna, þannig að þetta er alveg sérstakt og Alexander Þór tekur þennan mat fram yfir allt annað“. Og Alexander Þór er meira að segja búin að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. „Mig langar að vera flugvirki eins og pabbi,“ segir hann kátur og hress. Foreldrar Alexanders Þórs, Friðrik Daði Bjarnason og Eygló Alexandersdóttir með strákinn á milli sín. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en þau eiga líka einn yngri son.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Þorramatur Krakkar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Alexander Þór Friðriksson er í leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ. Hann er kátur og hress strákur, alltaf brosandi og ekkert feimin. Alltaf þegar hann heimsækir ömmu sína og afa á Freyjuvellina þá byrjar hann alltaf á því að fara inn í bílskúr til að athuga hvort það sé ekki til eitthvað súrmeti í fötum, eitthvað sem afi hans kenndi honum að borða þegar hann var innan við eins árs . Alexander Þór borðar allan súrmat með bestu lyst en súrt slátur þykir honum þó allra best. Og stundum tekur Alexander Þór upp á því að súpa mysuna beint upp úr fötunum inn í bílskúr. Og hann borðar líka hákarl eins og ekkert sé. En hvað segja foreldrarnir um Alexander Þór og súrmatinn, sem hann er svona sjúkur í? „Já, já, það bara sést, hann er brjálaður í þennan mat“, segir Friðrik Daði Bjarnason, pabbi Alexanders Þórs. „Hann fer bara sjálfur út í skúr og reynir að opna föturnar og biður afa svo að koma og skera góðgætið niður í bita, hann mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Eygló Alexandersdóttir, mamma Alexanders Þórs og brosir út í annað. En þetta hlýtur að vera mjög óvenjulegt? „Já, fólk segir okkur það allavega. Maður er bara alin upp við þetta allt sitt líf,“ segir Friðrik Daði og Eygló bætir við. „Ekki get ég borðað þetta, ég var bara dregin inn í þetta þegar ég kom inn í fjölskylduna, þannig að þetta er alveg sérstakt og Alexander Þór tekur þennan mat fram yfir allt annað“. Og Alexander Þór er meira að segja búin að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. „Mig langar að vera flugvirki eins og pabbi,“ segir hann kátur og hress. Foreldrar Alexanders Þórs, Friðrik Daði Bjarnason og Eygló Alexandersdóttir með strákinn á milli sín. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en þau eiga líka einn yngri son.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Þorramatur Krakkar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira