Fjölskylduvænar breytingar í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. janúar 2023 08:01 Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og nefndum bæjarins hafa unnið statt og stöðugt að því að koma stefnumálum Okkar Hveragerðis frá kosningunum í vor til framkvæmda. Eitt meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar er fjölskylduvænna samfélag og hafa fulltrúar meirihlutans unnið saman að því að gera þessar sameiginlegu áherslur að veruleika á undanförnum mánuðum. Fríar klukkustundir á leikskóla Stefnt er að því að bjóða 6 klukkustundir fríar á leikskólum Hveragerðisbæjar í skrefum á kjörtímabilinu. Fyrsta fría klukkustundin í leikskóla kom strax til framkvæmda þann 1. september síðastliðinn og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að fríar klukkustundir á leikskóla verði orðnar tvær haustið 2023. Foreldragreiðslur og uppbygging húsakosts fyrir leik- og grunnskóla Reglur um foreldragreiðslur tóku gildi þann 1. október sl., en með þeim er veittur fjárhagslegur stuðningur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem hafa ekki fengið vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldrum. Fjárhæð greiðslnanna er 110.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn og með þeim er leitast við að styðja við foreldra barna sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir börn sín eftir 12 mánaða aldur, en áhersla er lögð á að öll börn komist inn á leikskóla við það tímamark. Lagt er upp með að flýta uppbyggingu mannvirkja fyrir leik- og grunnskólastarf eins og þörf er á. Vonir standa til þess að fyrstu deildir nýs leikskóla í Kambalandi hefji starfsemi árið 2023, sem er fyrr en áður var áætlað, ásamt því að fyrirhugað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði hefjist á árinu. Mun þessi uppbygging svara aukinni þjónustuþörf með vaxandi íbúafjölda í bæjarfélaginu. Hækkun frístundastyrks Í meirihlutasamningnum er gert ráð fyrir hækkun frístundastyrks í skrefum á kjörtímabilinu. Til samræmis við það hækkaði frístundastyrkurinn nú um áramót úr 26.000 kr. í 32.000 kr. Hann hækkar því um 6.000 kr. á milli ára, eða jafnmikið og samanlögð hækkun frístundastyrksins undanfarin 4 ár. Leik- og hundasvæði Umhverfið í bænum okkar er einstakt og við leggjum áherslu á að að skapa fjölbreytt umhverfi til útivistar fyrir unga sem aldna. Í því augnamiði hefur nýjum og stærri ærslabelg verið komið fyrir í Dynskógum ásamt því að í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun og viðhaldi á leiksvæðum á næstu misserum auk úrbóta á hundasvæðum bæjarins og hönnun útisvæðis undir Hamrinum. Hamarshöll komin í útboðsferli Tryggja þarf að samhæft íþrótta- og frístundastarf sé í boði fyrir öll börn. Næstu skref í uppbyggingu Hamarshallarinnar eru tekin með það fyrir augum að skapa samkeppnishæfan húsakost til æfinga sem og keppni fyrir allar íþróttir til framtíðar á sem hagkvæmastan máta. Stefnt er að því að koma upp innandyra æfingaaðstöðu fyrir deildir Hamars sem fyrst, sem í framtíðinni getur orðið fyrirmyndar keppnisaðstaða. Útboð 1. áfanga nýrrar Hamarshallar var auglýst þann 16. janúar síðastliðinn og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í uppbyggingu hallarinnar næstu misserin. Góður búsetukostur fyrir barnafjölskyldur Í Hveragerði er gott að vera, samheldni bæjarbúa og samstaðan skapar einstakan bæjarbrag sem gerir bæinn okkar að góðum búsetukosti, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Okkar Hveragerði telur bæjaryfirvöld eiga að styðja við fjölskylduvænt samfélag og við teljum okkur hafa tekið mikilvæg skref í þá átt frá því nýr meirihluti tók við síðastliðið vor og munum halda því áfram á komandi árum. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og nefndum bæjarins hafa unnið statt og stöðugt að því að koma stefnumálum Okkar Hveragerðis frá kosningunum í vor til framkvæmda. Eitt meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar er fjölskylduvænna samfélag og hafa fulltrúar meirihlutans unnið saman að því að gera þessar sameiginlegu áherslur að veruleika á undanförnum mánuðum. Fríar klukkustundir á leikskóla Stefnt er að því að bjóða 6 klukkustundir fríar á leikskólum Hveragerðisbæjar í skrefum á kjörtímabilinu. Fyrsta fría klukkustundin í leikskóla kom strax til framkvæmda þann 1. september síðastliðinn og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að fríar klukkustundir á leikskóla verði orðnar tvær haustið 2023. Foreldragreiðslur og uppbygging húsakosts fyrir leik- og grunnskóla Reglur um foreldragreiðslur tóku gildi þann 1. október sl., en með þeim er veittur fjárhagslegur stuðningur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem hafa ekki fengið vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldrum. Fjárhæð greiðslnanna er 110.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn og með þeim er leitast við að styðja við foreldra barna sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir börn sín eftir 12 mánaða aldur, en áhersla er lögð á að öll börn komist inn á leikskóla við það tímamark. Lagt er upp með að flýta uppbyggingu mannvirkja fyrir leik- og grunnskólastarf eins og þörf er á. Vonir standa til þess að fyrstu deildir nýs leikskóla í Kambalandi hefji starfsemi árið 2023, sem er fyrr en áður var áætlað, ásamt því að fyrirhugað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði hefjist á árinu. Mun þessi uppbygging svara aukinni þjónustuþörf með vaxandi íbúafjölda í bæjarfélaginu. Hækkun frístundastyrks Í meirihlutasamningnum er gert ráð fyrir hækkun frístundastyrks í skrefum á kjörtímabilinu. Til samræmis við það hækkaði frístundastyrkurinn nú um áramót úr 26.000 kr. í 32.000 kr. Hann hækkar því um 6.000 kr. á milli ára, eða jafnmikið og samanlögð hækkun frístundastyrksins undanfarin 4 ár. Leik- og hundasvæði Umhverfið í bænum okkar er einstakt og við leggjum áherslu á að að skapa fjölbreytt umhverfi til útivistar fyrir unga sem aldna. Í því augnamiði hefur nýjum og stærri ærslabelg verið komið fyrir í Dynskógum ásamt því að í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun og viðhaldi á leiksvæðum á næstu misserum auk úrbóta á hundasvæðum bæjarins og hönnun útisvæðis undir Hamrinum. Hamarshöll komin í útboðsferli Tryggja þarf að samhæft íþrótta- og frístundastarf sé í boði fyrir öll börn. Næstu skref í uppbyggingu Hamarshallarinnar eru tekin með það fyrir augum að skapa samkeppnishæfan húsakost til æfinga sem og keppni fyrir allar íþróttir til framtíðar á sem hagkvæmastan máta. Stefnt er að því að koma upp innandyra æfingaaðstöðu fyrir deildir Hamars sem fyrst, sem í framtíðinni getur orðið fyrirmyndar keppnisaðstaða. Útboð 1. áfanga nýrrar Hamarshallar var auglýst þann 16. janúar síðastliðinn og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í uppbyggingu hallarinnar næstu misserin. Góður búsetukostur fyrir barnafjölskyldur Í Hveragerði er gott að vera, samheldni bæjarbúa og samstaðan skapar einstakan bæjarbrag sem gerir bæinn okkar að góðum búsetukosti, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Okkar Hveragerði telur bæjaryfirvöld eiga að styðja við fjölskylduvænt samfélag og við teljum okkur hafa tekið mikilvæg skref í þá átt frá því nýr meirihluti tók við síðastliðið vor og munum halda því áfram á komandi árum. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun