Já, kúaropa.
Metangas er algengasta gróðurhúsaloftegundin á eftir koldíoxíði og mikið magn þess verður til þegar magar kúa, geita og dádýra melta og brjóta niður trefja á borð við gras.
Dýrin, sem eiga það sameiginlegt að vera með fjórskipta maga og jórtra, losa um það bil 200 lítra af metangasi á dag.
Fyrirtækið Rumin8, sem þýðir bæði að íhuga og að jórtra, hyggst draga úr losuninni með því að framleiða virka efnið í rauðum þara, sem dregur úr framleiðslu metans í maga dýranna, og setja í dýrafóður.
Samkvæmt fyrirtækinu er stefnt að því að draga úr losun sem nemur 85 prósentum, eða um tvö tonn á skepnu á ári.
Fyrirtækið greindi frá því í gær að það hefði aflað 12 milljóna dala í fjármögnunarlotu sem var leidd af Breakthroug Energy Ventures, sem Bill Gatest stofnaði árið 2015. Hann hefur löngum talað fyrir því að draga úr losun í tengslum við kjötframleiðslu og fjármagnað ýmis verkefni sem miða að því að sporna við hlýnun jarðar.