Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 06:34 Meintur árásarmaður hét Huu Can Tran og var 72 ára. AP Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. Maðurinn sem um ræðir hét Huu Can Tran og var 72 ára. Hann virðist hafa notast við skotvopn til að svipta sig lífi, að því er fram kom í máli Robert Luna, lögreglustjórans í Los Angeles, í gær. Árásin var gerð á sama tíma og verið var að halda upp á áramót samkvæmt kínverska dagatalinu í Monterey Park. Stórt hlutfall íbúa á svæðinu eru af kínverskum uppruna. Lögregla vinnur nú að því að reyna að komast að tilefni árásarinnar. Auk þeirra tíu sem létust í árásinni særðust tíu til viðbótar og eru sjö þeirra enn á sjúkrahúsi. Ástand sumra er enn sagt alvarlegt. Luna segir að enn sé verið að bera kennsl á einhverja þeirra sem létust en að svo virðist sem að þau hafi verið á sextugs- og sjötugsaldri og mögulega einhverjir enn eldri. Lögregla hafði áður greint frá því að í hópi látinna hafi verið fimm karlar og fimm konur og að þau hafi öll verið af asískum uppruna. Árásarmaðurinn fannst í sendiferðabíl í Torrence, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park.EPA Í frétt BBC segir að fjöldamorðið, sem sé eitt það mannskæðasta í sögu Kaliforníu, hafi hafist klukkan 22:22 að staðartíma á laugardagskvöld í hinu vinsæla Star Ballroom dansstúdíói í Monterey Park, rúmum tíu kílómetrum austur af Los Angeles. Maðurinn hafi svo flúið af vettvangi og verið mættur í annað dansstúdíó í bænum Alhambra um hálftíma síðar. Þar hafi fólki tekist að ná hálfsjálfvirkum riffli úr höndum hans, en árásarmanninum tekist að flýja af vettvangi. Hófst þá umfangsmikil leit lögreglu að manninum og um tólf tímum síðar fannst maðurinn í sendiferðabíl á bílastæði í bænum Torrance, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park. Umsátursástand hafi myndast en lögregla svo heyrt skothljóð út bílnum þegar lögreglumenn nálguðust bílinn. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Maðurinn sem um ræðir hét Huu Can Tran og var 72 ára. Hann virðist hafa notast við skotvopn til að svipta sig lífi, að því er fram kom í máli Robert Luna, lögreglustjórans í Los Angeles, í gær. Árásin var gerð á sama tíma og verið var að halda upp á áramót samkvæmt kínverska dagatalinu í Monterey Park. Stórt hlutfall íbúa á svæðinu eru af kínverskum uppruna. Lögregla vinnur nú að því að reyna að komast að tilefni árásarinnar. Auk þeirra tíu sem létust í árásinni særðust tíu til viðbótar og eru sjö þeirra enn á sjúkrahúsi. Ástand sumra er enn sagt alvarlegt. Luna segir að enn sé verið að bera kennsl á einhverja þeirra sem létust en að svo virðist sem að þau hafi verið á sextugs- og sjötugsaldri og mögulega einhverjir enn eldri. Lögregla hafði áður greint frá því að í hópi látinna hafi verið fimm karlar og fimm konur og að þau hafi öll verið af asískum uppruna. Árásarmaðurinn fannst í sendiferðabíl í Torrence, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park.EPA Í frétt BBC segir að fjöldamorðið, sem sé eitt það mannskæðasta í sögu Kaliforníu, hafi hafist klukkan 22:22 að staðartíma á laugardagskvöld í hinu vinsæla Star Ballroom dansstúdíói í Monterey Park, rúmum tíu kílómetrum austur af Los Angeles. Maðurinn hafi svo flúið af vettvangi og verið mættur í annað dansstúdíó í bænum Alhambra um hálftíma síðar. Þar hafi fólki tekist að ná hálfsjálfvirkum riffli úr höndum hans, en árásarmanninum tekist að flýja af vettvangi. Hófst þá umfangsmikil leit lögreglu að manninum og um tólf tímum síðar fannst maðurinn í sendiferðabíl á bílastæði í bænum Torrance, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park. Umsátursástand hafi myndast en lögregla svo heyrt skothljóð út bílnum þegar lögreglumenn nálguðust bílinn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36
Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04