Áform um knatthús í uppnámi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. janúar 2023 14:01 Haukar vilja bæta knatthúsi við aðstöðu sína á Ásvöllum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hauka segir mikil vonbrigði að byggingarleyfi fyrir nýju knatthúsi á Ásvöllum hafi verið fellt úr gildi. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála setur áframhaldandi uppbyggingu svæðis félagsins í uppnám. Nefndin birti úrskurð sinn í gær en þar fellir hún úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir knatthúsinu sem er síðan 23. nóvember 2022. Þar kemur fram að kærendur í málinu, sem búa nálægt framkvæmdasvæðinu, hafi kært öll áform og ákvarðanir sem tengjast byggingu knatthússins, bílastæðis og fjögurra æfingavalla. Þá var framkvæmdaleyfi vegna íbúðarhúsnæðis á næstu lóð einnig kært en nefndin vísaði þeirri kæru frá. Sjá einnig: Samþykki byggingaráforma vegna knatthúss Hauka fellt úr gildi Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Ég er auðvitað mjög undrandi á þessari niðurstöðu en þetta er náttúrulega þá bara verkefni væntanlega fyrir bæjarfélagið að fara ofan í saumana á því hvernig staðið hefur verið að skjalagerðinni. Það var unnin heilmikil umhverfisskýrsla og þetta mál er búið að vera í ferli nánast í þrjú ár frá því að menn fór að huga að byggingunni þannig að þetta kemur mér mjög á óvart. Eftir helgina þá bara förum við og skoðum í hvaða stöðu við erum.“ Mikil vinna hafi verið unnin og ljóst að félagið þurfi að bæta aðstöðu sína. „Það veldur mér auðvitað sárum vonbrigðum að við skulum vera komnir í þessa stöðu eftir svona gríðarlega langan tíma að berjast í því að reyna að gera allt kórrétt. Verandi hérna með umhverfið í kringum okkur, Ástjörnina sem okkur þykir afar vænt um. Að geta ekki skapað aðstöðu fyrir hundruð barna sem eru hérna í ört vaxandi íbúabyggð að streyma hérna til okkar. Það finnst mér alveg skelfilegt.“ Næstu skref í málinu verða ákveðin eftir helgi. „Það er auðvitað bara að setjast niður með bæjaryfirvöldum eftir helgi og reyna að greiða úr þessu máli þannig að framkvæmdir þurfi ekki að tefjast.“ Hafnarfjörður Byggingariðnaður Haukar Stjórnsýsla Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Nefndin birti úrskurð sinn í gær en þar fellir hún úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir knatthúsinu sem er síðan 23. nóvember 2022. Þar kemur fram að kærendur í málinu, sem búa nálægt framkvæmdasvæðinu, hafi kært öll áform og ákvarðanir sem tengjast byggingu knatthússins, bílastæðis og fjögurra æfingavalla. Þá var framkvæmdaleyfi vegna íbúðarhúsnæðis á næstu lóð einnig kært en nefndin vísaði þeirri kæru frá. Sjá einnig: Samþykki byggingaráforma vegna knatthúss Hauka fellt úr gildi Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Ég er auðvitað mjög undrandi á þessari niðurstöðu en þetta er náttúrulega þá bara verkefni væntanlega fyrir bæjarfélagið að fara ofan í saumana á því hvernig staðið hefur verið að skjalagerðinni. Það var unnin heilmikil umhverfisskýrsla og þetta mál er búið að vera í ferli nánast í þrjú ár frá því að menn fór að huga að byggingunni þannig að þetta kemur mér mjög á óvart. Eftir helgina þá bara förum við og skoðum í hvaða stöðu við erum.“ Mikil vinna hafi verið unnin og ljóst að félagið þurfi að bæta aðstöðu sína. „Það veldur mér auðvitað sárum vonbrigðum að við skulum vera komnir í þessa stöðu eftir svona gríðarlega langan tíma að berjast í því að reyna að gera allt kórrétt. Verandi hérna með umhverfið í kringum okkur, Ástjörnina sem okkur þykir afar vænt um. Að geta ekki skapað aðstöðu fyrir hundruð barna sem eru hérna í ört vaxandi íbúabyggð að streyma hérna til okkar. Það finnst mér alveg skelfilegt.“ Næstu skref í málinu verða ákveðin eftir helgi. „Það er auðvitað bara að setjast niður með bæjaryfirvöldum eftir helgi og reyna að greiða úr þessu máli þannig að framkvæmdir þurfi ekki að tefjast.“
Hafnarfjörður Byggingariðnaður Haukar Stjórnsýsla Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira