Áform um knatthús í uppnámi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. janúar 2023 14:01 Haukar vilja bæta knatthúsi við aðstöðu sína á Ásvöllum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hauka segir mikil vonbrigði að byggingarleyfi fyrir nýju knatthúsi á Ásvöllum hafi verið fellt úr gildi. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála setur áframhaldandi uppbyggingu svæðis félagsins í uppnám. Nefndin birti úrskurð sinn í gær en þar fellir hún úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir knatthúsinu sem er síðan 23. nóvember 2022. Þar kemur fram að kærendur í málinu, sem búa nálægt framkvæmdasvæðinu, hafi kært öll áform og ákvarðanir sem tengjast byggingu knatthússins, bílastæðis og fjögurra æfingavalla. Þá var framkvæmdaleyfi vegna íbúðarhúsnæðis á næstu lóð einnig kært en nefndin vísaði þeirri kæru frá. Sjá einnig: Samþykki byggingaráforma vegna knatthúss Hauka fellt úr gildi Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Ég er auðvitað mjög undrandi á þessari niðurstöðu en þetta er náttúrulega þá bara verkefni væntanlega fyrir bæjarfélagið að fara ofan í saumana á því hvernig staðið hefur verið að skjalagerðinni. Það var unnin heilmikil umhverfisskýrsla og þetta mál er búið að vera í ferli nánast í þrjú ár frá því að menn fór að huga að byggingunni þannig að þetta kemur mér mjög á óvart. Eftir helgina þá bara förum við og skoðum í hvaða stöðu við erum.“ Mikil vinna hafi verið unnin og ljóst að félagið þurfi að bæta aðstöðu sína. „Það veldur mér auðvitað sárum vonbrigðum að við skulum vera komnir í þessa stöðu eftir svona gríðarlega langan tíma að berjast í því að reyna að gera allt kórrétt. Verandi hérna með umhverfið í kringum okkur, Ástjörnina sem okkur þykir afar vænt um. Að geta ekki skapað aðstöðu fyrir hundruð barna sem eru hérna í ört vaxandi íbúabyggð að streyma hérna til okkar. Það finnst mér alveg skelfilegt.“ Næstu skref í málinu verða ákveðin eftir helgi. „Það er auðvitað bara að setjast niður með bæjaryfirvöldum eftir helgi og reyna að greiða úr þessu máli þannig að framkvæmdir þurfi ekki að tefjast.“ Hafnarfjörður Byggingariðnaður Haukar Stjórnsýsla Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Nefndin birti úrskurð sinn í gær en þar fellir hún úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir knatthúsinu sem er síðan 23. nóvember 2022. Þar kemur fram að kærendur í málinu, sem búa nálægt framkvæmdasvæðinu, hafi kært öll áform og ákvarðanir sem tengjast byggingu knatthússins, bílastæðis og fjögurra æfingavalla. Þá var framkvæmdaleyfi vegna íbúðarhúsnæðis á næstu lóð einnig kært en nefndin vísaði þeirri kæru frá. Sjá einnig: Samþykki byggingaráforma vegna knatthúss Hauka fellt úr gildi Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Ég er auðvitað mjög undrandi á þessari niðurstöðu en þetta er náttúrulega þá bara verkefni væntanlega fyrir bæjarfélagið að fara ofan í saumana á því hvernig staðið hefur verið að skjalagerðinni. Það var unnin heilmikil umhverfisskýrsla og þetta mál er búið að vera í ferli nánast í þrjú ár frá því að menn fór að huga að byggingunni þannig að þetta kemur mér mjög á óvart. Eftir helgina þá bara förum við og skoðum í hvaða stöðu við erum.“ Mikil vinna hafi verið unnin og ljóst að félagið þurfi að bæta aðstöðu sína. „Það veldur mér auðvitað sárum vonbrigðum að við skulum vera komnir í þessa stöðu eftir svona gríðarlega langan tíma að berjast í því að reyna að gera allt kórrétt. Verandi hérna með umhverfið í kringum okkur, Ástjörnina sem okkur þykir afar vænt um. Að geta ekki skapað aðstöðu fyrir hundruð barna sem eru hérna í ört vaxandi íbúabyggð að streyma hérna til okkar. Það finnst mér alveg skelfilegt.“ Næstu skref í málinu verða ákveðin eftir helgi. „Það er auðvitað bara að setjast niður með bæjaryfirvöldum eftir helgi og reyna að greiða úr þessu máli þannig að framkvæmdir þurfi ekki að tefjast.“
Hafnarfjörður Byggingariðnaður Haukar Stjórnsýsla Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira