Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2023 16:38 Jóhannes Páll Durr huldi andlit við aðalmeðferðina í dag. Vísir Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. Héraðsdómur hefur samkvæmt elleftu grein laga um meðferð sakamála heimild til að banna að skýrt verði frá því sem gerist þar ef ætla megi að frásögn geti leitt til sakarspjalla eða valdið vandamönnum sakbornings, brotaþola eða öðrum sem ekki eru fyrir sökum hafðir þjáningum eða verulegum óþægindum. Athygli vakti að ákærðu fjórir sátu allir aðalmeðferðina í héraðsdómi í dag og gátu því heyrt framburð hver annars eftir því sem á daginn leið. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Mennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir eru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 68 ára. Þeir eru: Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Jóhannes Páll Durr er 28 ára. Hann er best þekktur sem liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður. Hann er einnig ákærður fyrir kanabisræktun og vörslu maríjúana. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður. Karlmennirnir sæta allir sem einn gæsluvarðhaldi og hafa gert síðan þeir voru handteknir í ágúst. Nokkur fjöldi lögreglumanna var í dómsal til að fylgjast með sakborningum. Þeir hafa það hlutverk að flytja mennina í og úr fangelsum. Lögreglumenn eru einmitt á meðal vitna sem koma fyrir dóminn þegar aðalmeðferðinni verður framhaldið á mánudaginn. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. 19. janúar 2023 08:01 Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Héraðsdómur hefur samkvæmt elleftu grein laga um meðferð sakamála heimild til að banna að skýrt verði frá því sem gerist þar ef ætla megi að frásögn geti leitt til sakarspjalla eða valdið vandamönnum sakbornings, brotaþola eða öðrum sem ekki eru fyrir sökum hafðir þjáningum eða verulegum óþægindum. Athygli vakti að ákærðu fjórir sátu allir aðalmeðferðina í héraðsdómi í dag og gátu því heyrt framburð hver annars eftir því sem á daginn leið. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Mennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir eru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 68 ára. Þeir eru: Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Jóhannes Páll Durr er 28 ára. Hann er best þekktur sem liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður. Hann er einnig ákærður fyrir kanabisræktun og vörslu maríjúana. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður. Karlmennirnir sæta allir sem einn gæsluvarðhaldi og hafa gert síðan þeir voru handteknir í ágúst. Nokkur fjöldi lögreglumanna var í dómsal til að fylgjast með sakborningum. Þeir hafa það hlutverk að flytja mennina í og úr fangelsum. Lögreglumenn eru einmitt á meðal vitna sem koma fyrir dóminn þegar aðalmeðferðinni verður framhaldið á mánudaginn.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. 19. janúar 2023 08:01 Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. 19. janúar 2023 08:01
Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. 21. nóvember 2022 16:52