Sáu stórar loðnutorfur við Kolbeinseyjarhrygg Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2023 18:44 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var í dag við loðnuleit djúpt úti fyrir Norðurlandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar hefur fundið stórar loðnutorfur við Kolbeinseyjarhrygg. Þetta er það mesta sem sést hefur af loðnu til þessa í sérstökum aukaleitarleiðangri skipsins, sem hófst á miðvikudag í síðustu viku. „Já, það var líflegt hjá okkur í gær og í nótt þar sem við sáum allnokkuð af ágætum torfum rétt austan við Kolbeinseyjarhrygginn. Þetta er það mesta sem við höfum séð hingað til í þessari yfirferð okkar,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu í dag en hann er leiðangursstjóri um borð. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Skipið hefur í dag haldið áfram að leita loðnu norður af Kolbeinsey og var undir kvöld á siglingu til vesturs yfir Kolbeinseyjarhrygg. Hér má sé feril skipsins í rauntíma. „Það verður áhugavert að sjá hvað við sjáum síðan vestan við hrygginn í framhaldinu,“ sagði Birkir. Leitarferill Árna Friðrikssonar síðustu sjö daga en skjáskotið var tekið á sjöunda tímanum í kvöld.Hafrannsóknastofnun Vegna takmarkaðs loðnukvóta hafa útgerðir íslensku uppsjávarskipanna haldið að sér höndum með að hefja loðnuveiðar. Þess í stað hafa skipin verið send á kolmunnaveiðar milli Færeyja og Skotlands. Allir bíða spenntir eftir nýrri mælingu Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Stofnunin hyggst nýta yfirstandandi leiðangur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við. „Það hefur ekki verið ákveðið hvenær Bjarni Sæmundsson fer af stað. En ég á allavega ekki von á því að það verði fyrir helgi,“ sagði Birkir í dag. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Kolbeinsey Tengdar fréttir Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. 17. janúar 2023 12:00 Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Já, það var líflegt hjá okkur í gær og í nótt þar sem við sáum allnokkuð af ágætum torfum rétt austan við Kolbeinseyjarhrygginn. Þetta er það mesta sem við höfum séð hingað til í þessari yfirferð okkar,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu í dag en hann er leiðangursstjóri um borð. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Skipið hefur í dag haldið áfram að leita loðnu norður af Kolbeinsey og var undir kvöld á siglingu til vesturs yfir Kolbeinseyjarhrygg. Hér má sé feril skipsins í rauntíma. „Það verður áhugavert að sjá hvað við sjáum síðan vestan við hrygginn í framhaldinu,“ sagði Birkir. Leitarferill Árna Friðrikssonar síðustu sjö daga en skjáskotið var tekið á sjöunda tímanum í kvöld.Hafrannsóknastofnun Vegna takmarkaðs loðnukvóta hafa útgerðir íslensku uppsjávarskipanna haldið að sér höndum með að hefja loðnuveiðar. Þess í stað hafa skipin verið send á kolmunnaveiðar milli Færeyja og Skotlands. Allir bíða spenntir eftir nýrri mælingu Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Stofnunin hyggst nýta yfirstandandi leiðangur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við. „Það hefur ekki verið ákveðið hvenær Bjarni Sæmundsson fer af stað. En ég á allavega ekki von á því að það verði fyrir helgi,“ sagði Birkir í dag.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Kolbeinsey Tengdar fréttir Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. 17. janúar 2023 12:00 Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. 17. janúar 2023 12:00
Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36
Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30