„Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2023 19:21 Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður. Vísir/Sigurjón Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Konan og samferðafólk hennar eru Íslendingar og vant útivistarfólk. Þau höfðu farið út fyrir merktan slóða þegar atvikið átti sér stað. Snjór hafði hulið vatnsgjána en hann gaf sig þegar konan gekk þar yfir. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir augljóst að mikil hætta hafi verið á ferðum. „Jú, augljóslega var mikil hætta vegna þess að það er ekkert hlaupið að því að ná fólki upp úr svona gjá, sérstaklega þegar það eru fáir til. Það vildi henni til happs að samferðamaður hjálpaði henni upp ásamt öðrum sem komu að,“ segir Einar. Hann segist hafa skynjað að atvikið hafi tekið mikið á, bæði hjá konunni og þeim sem bjargaði henni. Það séu ekki síst andlegu sárin sem þurfi að hlúa að. Það gekk víst mikið á að ná henni þarna upp úr gjánni, en þetta hefði getað farið bara mjög illa, ekki síst ef hún hefði verið ein á ferð. „Áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað en aðeins er tæpt ár frá því að ungur danskur drengur féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Einar segir ekki raunhæft að loka svæðinu en á háálagstímum hafi verið reynt að girða það af. „Þetta hefur svona fengið okkur til að velta þessu fyrir okkur, hvort það sé hægt að merkja vissa staði betur og koma upplýsingum betur á framfæri. Að koma þessu í fjölmiðla er í raun fyrsta verkefnið, að vekja betur athygli á þessu. Á veturna getur verið erfitt að fara um þegar snjórinn hylur landslagið og gjár og sprungur. Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna,“ segir Einar. Gjáin er rétt við Þingvallavatn og Öxará.Vísir/Sigurjón Áskorun að koma skilaboðum til ferðamanna Þingvellir er vinsæll ferðamannastaður enda frábært útivistarsvæði og náttúruperla. En það er spurning hvort allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem leynast um allt. „Að koma skilaboðum til ferðamanna er alltaf mikil áskorun, hvort sem það er hér, í Reynisfjöru eða annars staðar á landinu, að virða hættur. Við vitum alveg að skilti gera bara ákveðið mikið. Það þarf stöðugt að vera bara upplýsingagjöf í gangi á hvaða formi sem er. Hvort sem það er á vefnum, á skiltum, munnlegt eða í fjölmiðlum, um þær hættur sem blasa við. En eins og í þessu tilfelli, og í gjám sem eru úr alfaraleið, þá er ekkert annað að gera en að hvetja fólk til árvekni og að fylgjast vel með,“ segir Einar. Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Konan og samferðafólk hennar eru Íslendingar og vant útivistarfólk. Þau höfðu farið út fyrir merktan slóða þegar atvikið átti sér stað. Snjór hafði hulið vatnsgjána en hann gaf sig þegar konan gekk þar yfir. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir augljóst að mikil hætta hafi verið á ferðum. „Jú, augljóslega var mikil hætta vegna þess að það er ekkert hlaupið að því að ná fólki upp úr svona gjá, sérstaklega þegar það eru fáir til. Það vildi henni til happs að samferðamaður hjálpaði henni upp ásamt öðrum sem komu að,“ segir Einar. Hann segist hafa skynjað að atvikið hafi tekið mikið á, bæði hjá konunni og þeim sem bjargaði henni. Það séu ekki síst andlegu sárin sem þurfi að hlúa að. Það gekk víst mikið á að ná henni þarna upp úr gjánni, en þetta hefði getað farið bara mjög illa, ekki síst ef hún hefði verið ein á ferð. „Áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað en aðeins er tæpt ár frá því að ungur danskur drengur féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Einar segir ekki raunhæft að loka svæðinu en á háálagstímum hafi verið reynt að girða það af. „Þetta hefur svona fengið okkur til að velta þessu fyrir okkur, hvort það sé hægt að merkja vissa staði betur og koma upplýsingum betur á framfæri. Að koma þessu í fjölmiðla er í raun fyrsta verkefnið, að vekja betur athygli á þessu. Á veturna getur verið erfitt að fara um þegar snjórinn hylur landslagið og gjár og sprungur. Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna,“ segir Einar. Gjáin er rétt við Þingvallavatn og Öxará.Vísir/Sigurjón Áskorun að koma skilaboðum til ferðamanna Þingvellir er vinsæll ferðamannastaður enda frábært útivistarsvæði og náttúruperla. En það er spurning hvort allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem leynast um allt. „Að koma skilaboðum til ferðamanna er alltaf mikil áskorun, hvort sem það er hér, í Reynisfjöru eða annars staðar á landinu, að virða hættur. Við vitum alveg að skilti gera bara ákveðið mikið. Það þarf stöðugt að vera bara upplýsingagjöf í gangi á hvaða formi sem er. Hvort sem það er á vefnum, á skiltum, munnlegt eða í fjölmiðlum, um þær hættur sem blasa við. En eins og í þessu tilfelli, og í gjám sem eru úr alfaraleið, þá er ekkert annað að gera en að hvetja fólk til árvekni og að fylgjast vel með,“ segir Einar.
Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27