Innheimta sekta gengur skelfilega og fælingarmátturinn lítill Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 14:48 Guðmundur Björgvin ríkisendurskoðandi kallar eftir næstu skrefum hjá dómsmálaráðherra. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fælingarmáttur refsinga sé lítill. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun kallar eftir því að dómsmálaráðuneytið bregðist hratt við því hve illa hafi gengið árum saman að innheimta sektir sem fólk fær sem hlýtur refsingu í dómskerfinu. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fólk finni ekki fyrir refsingu. Í nýrri og svartri skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að engin breyting hafi orðið í árangri innheimtu í þrettán ár, eða frá árinu 2009. Ef tímabilið 2014 til 2018 er skoðað og aðeins sektir upp á tíu milljónir króna eða meira kemur í ljós að heildarupphæð sektanna var 5,7 milljarðar króna. Aðeins rúmlega tvö prósent af sektunum voru greiddar. Starfshópur sem skipaður var árið 2018 lagði fram níu tillögur til úrbóta. Ríkisendurskoðun telur dómsmálaráðuneytið ekki hafa brugðist við tillögunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu áhyggjuefni að fólk finni ekki fyrir refsingunni. Á sama hátt og þeim sem dæmdur er í fangelsi sé refsað með því að afplána og missa frelsi sitt þá eigi þeir sem séu sektaðir að finna fyrir því að hafa minna fé innan handanna. Almennt er það svo að fólk er dæmt til greiðslu sekt en sé hún ekki greidd komi í stað hennar fangelsisvist. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar afplánar fólk aðeins í undantekningartilfellum innan veggja fangelsisins. Og lítið breytist eftir því sem tíminn líður. Massinn fer í samfélagsþjónustu eða brot fyrnast, á þremur til fimm árum. „Því er ljóst að innheimtuhlutfall hefur haldist afleitt sem m.a. leiðir til þess að fyrning sektardóma og þar með afskriftir þeirra eru enn verulegar,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. Ólafur Þór héraðssaksóknari hefur áhyggjur af varnaráhrifunum. „Að það séu ekki nægjanlega sterk áhrif að fæla menn frá því að fremja brot,“ segir Ólafur. Það gæti skilað sér í fjölgun brota, auknum málafjölda og enn fleiri refsingum sem ekki tekst að innheimta. Spíral sem erfitt er að vinna bug á. Dómsmálaráðherra segir í umsögn um skýrsluna vera meðvitaður um erfiða stöðu Fangelsismálastofnunar sem þurfi frekara fjármagn. 15-20 prósent fangelsisplássa séu ekki nýtt vegna fjárskorts og loka þurfi fleiri rýmum án frekari stuðnings. 28 refsingar hafi fyrnst árið 2021 og 22 árið 2020. „Dómsmálaráðherra er mjög meðvitaður um þessa erfiðu stöðu stofnunarinnar og mun halda áfram, hér eftir sem hingað til, að leita allra leiða sem færar eru til að bæta úr þessu,“ segir í umsögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Tengd skjöl Innheimta-domsekta-stjornsysluuttektaPDF822KBSækja skjal Dómsmál Fangelsismál Dómstólar Tengdar fréttir Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í nýrri og svartri skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að engin breyting hafi orðið í árangri innheimtu í þrettán ár, eða frá árinu 2009. Ef tímabilið 2014 til 2018 er skoðað og aðeins sektir upp á tíu milljónir króna eða meira kemur í ljós að heildarupphæð sektanna var 5,7 milljarðar króna. Aðeins rúmlega tvö prósent af sektunum voru greiddar. Starfshópur sem skipaður var árið 2018 lagði fram níu tillögur til úrbóta. Ríkisendurskoðun telur dómsmálaráðuneytið ekki hafa brugðist við tillögunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu áhyggjuefni að fólk finni ekki fyrir refsingunni. Á sama hátt og þeim sem dæmdur er í fangelsi sé refsað með því að afplána og missa frelsi sitt þá eigi þeir sem séu sektaðir að finna fyrir því að hafa minna fé innan handanna. Almennt er það svo að fólk er dæmt til greiðslu sekt en sé hún ekki greidd komi í stað hennar fangelsisvist. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar afplánar fólk aðeins í undantekningartilfellum innan veggja fangelsisins. Og lítið breytist eftir því sem tíminn líður. Massinn fer í samfélagsþjónustu eða brot fyrnast, á þremur til fimm árum. „Því er ljóst að innheimtuhlutfall hefur haldist afleitt sem m.a. leiðir til þess að fyrning sektardóma og þar með afskriftir þeirra eru enn verulegar,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. Ólafur Þór héraðssaksóknari hefur áhyggjur af varnaráhrifunum. „Að það séu ekki nægjanlega sterk áhrif að fæla menn frá því að fremja brot,“ segir Ólafur. Það gæti skilað sér í fjölgun brota, auknum málafjölda og enn fleiri refsingum sem ekki tekst að innheimta. Spíral sem erfitt er að vinna bug á. Dómsmálaráðherra segir í umsögn um skýrsluna vera meðvitaður um erfiða stöðu Fangelsismálastofnunar sem þurfi frekara fjármagn. 15-20 prósent fangelsisplássa séu ekki nýtt vegna fjárskorts og loka þurfi fleiri rýmum án frekari stuðnings. 28 refsingar hafi fyrnst árið 2021 og 22 árið 2020. „Dómsmálaráðherra er mjög meðvitaður um þessa erfiðu stöðu stofnunarinnar og mun halda áfram, hér eftir sem hingað til, að leita allra leiða sem færar eru til að bæta úr þessu,“ segir í umsögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Tengd skjöl Innheimta-domsekta-stjornsysluuttektaPDF822KBSækja skjal
Dómsmál Fangelsismál Dómstólar Tengdar fréttir Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29