Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innanklæða Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2023 07:32 Maðurinn kom til landsins með flugi frá Varsjá í Póllandi í byrjun nóvembermánaðar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar. Maðurinn var farþegi í flugi frá Varsjá í Póllandi til Keflavíkurflugvallar þann 6. nóvember síðastliðinn og var hann með töflurnar faldar innanklæða í fatnaði sem hann klæddist við komuna til landsins. Maðurinn játaði sök og segir í dómi að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar. Vísað er í svarbréfi embættis landlæknis frá árinu 2019 að árið 2018 hafi verið skráð alls 39 lyfjatengd dauðsföll á íslandi þar af 23 dauðsföll af völdum ópíóða. Í niðurstöðukafla bréfs yfirlæknisins segir meðal annars að tvær til þrjár töflur af OxyContin 80 mg geti verið banvænar. Hjá óreyndum neytendum sem mylji töflurnar, eða einstaklingum sem séu undir áhrifum annarra slævandi efna, geti jafnvel ein tafla verið lífshættuleg. Maðurinn hefur ekki sakaferil hér á landi svo kunnugt sé og mat dómari hæfilega refsingu vera níu mánuða fangelsi. Til frádráttar kemur sex daga gæsluvarðhald sem maðurinn sætti eftir komuna til landsins. Efnin voru gerð upptæk og þá var manninum gert að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og annan sakarkostnað, alls um 1,2 milljónir króna. Smygl Fíkniefnabrot Dómsmál Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Maðurinn var farþegi í flugi frá Varsjá í Póllandi til Keflavíkurflugvallar þann 6. nóvember síðastliðinn og var hann með töflurnar faldar innanklæða í fatnaði sem hann klæddist við komuna til landsins. Maðurinn játaði sök og segir í dómi að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar. Vísað er í svarbréfi embættis landlæknis frá árinu 2019 að árið 2018 hafi verið skráð alls 39 lyfjatengd dauðsföll á íslandi þar af 23 dauðsföll af völdum ópíóða. Í niðurstöðukafla bréfs yfirlæknisins segir meðal annars að tvær til þrjár töflur af OxyContin 80 mg geti verið banvænar. Hjá óreyndum neytendum sem mylji töflurnar, eða einstaklingum sem séu undir áhrifum annarra slævandi efna, geti jafnvel ein tafla verið lífshættuleg. Maðurinn hefur ekki sakaferil hér á landi svo kunnugt sé og mat dómari hæfilega refsingu vera níu mánuða fangelsi. Til frádráttar kemur sex daga gæsluvarðhald sem maðurinn sætti eftir komuna til landsins. Efnin voru gerð upptæk og þá var manninum gert að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og annan sakarkostnað, alls um 1,2 milljónir króna.
Smygl Fíkniefnabrot Dómsmál Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira